Heima er bezt - 01.11.1970, Side 8
Áður þótti viðeigandi, að bilstjórar breru á bilstjórahúfu
sinni númerið á ökuskírteini sínu. Þetta merki prýddi kask-
eitið hans Guðlaugs um áraraðir.
áður segir var „Kóplingin“, varð að stíga með feiknar
þunga og jöfnu átaki, því ef eftir var gefið var voðinn
vís. Alltaf var ég sárfeginn þegar upp á Kambabrún
var komið, en þar var sjálfsagt að hvíla sig og jafna
eftir átökin, enda sauð þá alla jafna á Gamla Fordin-
um, en að hafa með sér vatnsbrúsa var og jafn sjálf-
sagt og nú er að hafa með sér varadekk.
Eftir að ég hætti að aka hjá Hans pósti fékk ég mér
fljótlega vörubíl og fór að byggja atvinnu mína á
akstri bæði í Reykjavík og austur í Rangárvallasýslu,
t. d. flutti ég efni í Djúpósfyrirhleðsluna, en það var
erfitt að flytja löng tré á þessum stuttu og veigalitlu
bílum eins og Gömlu Fordarnir voru, þótt í þeim væri
alveg ótrúleg seigla.
Árið 1927 fluttum við hjónin frá Reykjavík hingað
austur að Giljum. Hér ólust upp sex börn okkar hjón-
anna, sem upp komust. Fimm synir og ein dóttir. —
Yngsti sonur okkar andaðist fyrir fáum árum, hann
var þá í siglingum á Hamrafellinu, olíuflutningaskipi
S. í. S. og Esso. — Barna-barna-hópurinn er orðinn
æðifj ölmennur.
Ekki lagði ég niður akstur þótt ég hætti að eiga bíl
sjálfur. Vegavinnuakstur stundaði ég hjá honum Er-
lendi vegaverkstjóra á Hárlaugsstöðum. Ók hátt í fjög-
ur ár hjá Helga kaupfélagsstjóra á Rauðalæk. Átta ár
ók ég hjá kaupfélaginu Þór á Hellu og svo að lokum
nokkur ár hjá Mjólkurbúi Flóamanna — og flesta daga
fer ég eitthvað á jeppanum mínum, en börnin okkar
flest búa hér á næstu grösum.
Fyrir fjórtán árum var mér afhent þetta skjal, sem
sannarlega erladdi mig:
D Ö Ö
HEIÐURSSKÍRTEINI
GUÐLAUGUR BJARNASON,
bílstjóri, Giljum.
„Bílstjórafélag Rangæinga hefur á aðalfundi sínum
12. febrúar 1956 kjörið þig heiðursfélaga sinn —
til viðurkenningar fyrir 31 ára bílstjórastörf, far-
sællega og vel af hendi leyst. Ennfremur þakkar
félagið þér góðan stuðning við það frá stofnwi
þess.
Beztu óskir um góða framtíðÁ
Bílstjórafélag Rangæinga.
Dagleiðirnar hans Guðlaugs Bjarnasonar í Giljum
eru margar og langar. Hinum aldna ferðamanni hefur
farsællega tekizt að aka vagni sínum heilum heim í
meira en hálfa öld.
Heiðursskjalið. Teiknað af Jóni Kristinssyni bónda í Lambey.
392 Heima er bezt