Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 12

Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 12
sendum við Bjarna hið snarasta að íshóli. Skyldi hann spyrjast nákvæmlega fyrir um leiðina og fara sjálfur upp á Sandinn, svo að hann sæi með eigin augum, hvem- ig færðin væri þar. Við vorum þess fullvissir, að ef Sandurinn væri fær á annað borð, mundi Bjarni komast að raun um það og segja okkur hið sanna, því að hann var bæði duglegur og kjarkmikill unglingur og hafði auk þess sérstakan hug á því að fara suður Sprengisand. I hans augum var það eins konar prófraun að fara Sand- inn með hópi erlendra ferðamanna, og hann mundi eftir það fá sess meðal íslenzkra fylgdarmanna. Þegar hr. Gould heyrði hversu ástatt var með Sprengisand, hætti hann við að leggja á Vatnajökulsveginn, og þar sem margir sögustaðir á landinu freistuðu hans, yfirgaf hann okkur og fór til Akureyrar. Við veltum þessum illu fréttum lengi fyrir okkur og töldum okkur ógæfusam- asta allra manna. Ef við kæmumst ekki til að skoða Skaftárjökul, var ekkert að gera, nema halda til Akur- eyrar og síðan alfaraleið til Reykjavíkur. Veðrið batnaði seinnipart dagsins. Þá riðum við upp að brennisteinsfjöllunum austur frá vatninu. Fjöll þessi eru furðuleg á að líta. Þau blika í ótal litbrigðum, aðal- lega gulum og rauðleitum. Hvarvetna standa gufustrók- ar út úr hlíðum þeirra, og Ijósgular brennisteinshrúgur eru út urn allt. Við fjallsræturnar að austan eru leirhver- irnir, stórir katlar með bláum leir í, misjafnlega upp- leystum. í sumum þeirra sýður og kraumar leirskólpið, en í öðrum er leðjan svo þykk, að gufubólurnar ná tor- veldlega upp á yfirborðið. Utan um þá hveri hafa hlað- izt óreglulegar keilur úr leirslettunum, sem kastazt hafa upp. Hæstar voru keilur þessar næst fjallinu, um þrjú fet. En þær breyta lögun í sífellu. Ég tók eftir því, að þær voru nú öðruvísi í laginu en þegar ég kom þar árið áður. Allt umhverfis hverina er jörðin svikul. Jarð- vegurinn er heitur leir, með um þumlungsþykkri brenni- steinsskorpu, sem víðast hvar er mannheld. Ef skorpan er brotin, streymir brennisteinsblandin gufa út. Gufu- mekkirnir, orgið sletturnar og kraumið í þessum ógeðs- legu pyttum, hinn viðbjóðslegi óþefur og auðnin um- hverfis þá, skapar allt í sameiningu sérstakan óhugnað og ömurleika. Frá þessum óhugnanlega stað riðum við að Kröflu, sem er vel þekkt eldfjall, fáeinar mílur norður frá Náma- fjalli, en eldgos þaðan hafa á liðnum tímum átt hvað mestan þátt í eyðingu Mývatnssveitar. Við komumst þó ekki að sjálfum gígnum, því að nú gekk veðrið upp að nýju með stormi og snjókomu. Við héldum því und- an veðrinu að Hrafntinnuhrygg, en sakir tinnunnar, sem þekur hlíðar hans, skín á þær líkt og væru þær úr svartarafi. Þetta er langur en ekld ýkjahár hryggur, sem gengur út úr eldfjallinu. Venjulega eru íslenzk fjöll þakin gráu grjóti og með klettum, en utan í Hrafn- tinnuhrygg eru skriður úr hrafntinnumolum allavega löguðum og af ýmsum stærðum. Hið gljáandi, slétta yfirborð þeirra er sérstakt að eðli og minnir helzt á flöskubrot. Margir smámolar eru með svo hvössum eggjum, að þá verður að handleika með varúð. Við fjallsræturnar að austan voru nokkrir stórir hnullungar. Ég tók einn þeirra með mér, og reyndist hann vega 42 pund. Það var erfiðisauki að bæta honum við farang- ur minn, og hlaut ég að reiða hann á hnakknefinu. Þeg- ar til Akureyrar kom, lét ég hann í kassa og gerði ráð- stafanir til að hann yrði falinn í hendur fyrsta skipstjór- anum, sem sigldi þaðan til Englands. Og sex mánuðum seinna kom hann aftur í mínar hendur. Meðan Bjarni var í burtu kom Jón Jónsson, bóndi í Vogum, til að heilsa upp á okkur. En Vogar eru lítill gróðurblettur á vatnsbakkanum í hrauninu ekki langt frá Reykjahlíð. Jón bauð okkur heim. í garði hans, sem vel er skýlt, óx kál og kartöflur og var vel sprottið. Jón hafði lært ensku með sjálfsnámi af tveimur bókum, sem hann átti, en hafði ekki hugmynd um enskan framburð. Hann bar enskuna fram með íslenzkum hljóðum og áherzlum, og höfðum við mjög gaman af að tala við hann. Hann sagðist vera óánægður með land sitt, það væri allt of „cooldish“. Hann er eini íslendingurinn, sem ég hitti, sem átti fiðlu. Hann gat leikið lítilsháttar á hana, en strengirnir voru slitnir, og hann gat ekki endurnýjað þá. Hann sýndi okkur stutta lýsingu á Mý- vatnssveit, sem hann hafði samið á ensku. Stíllinn á henni var mjög sérstæður. Hann fékk mér handritið í hendur í von um að ég mundi leiðrétta það og endur- senda honum. En ég verð að játa með kinnroða, að það var týnt áður en ég kæmi til Reykjavíkur. Að kvöldi hins 13. kom Bjarni og staðfesti það, sem okkur hafði verið tjáð um Sprengisand. Hann fór að Ishóli, sama daginn og hann var sendur af stað. Daginn eftir fékk hann léðan hest og reið nokkurra stunda leið inn á Sprengisandsveg og fylgdi bóndinn á íshóli honum. Sagði hann, að vegurinn væri nú enn verri en hann hafði verið, þegar hann reyndi hann fyrir viku. Bjarni sagði okkur, að Sprengisandsvegur væri að vísu ekki eins vondur og margt það, sem við þegar hefðum farið, en svo illur væri hann, að ekki yrði farið hraðar en hægan lestagang. Og það yrði þriggja daga ferð eins og okkur hafði verið sagt. Hann stakk upp á að skilja áburðarhestana eftir, en því mótmæltum við vegna tjaldsins. Ekki virtist mögulegt að fara lausríðandi með þrjá hesta hver, unz komið væri í kofann við Fiskivötn. Bjarni hafði frétt, að enn væru ókomnir nokkrir Sunn- lendingar, sem á hverju sumri riðu norður Sprengisand, jafnskjótt og hann væri fær, til að líta eftir jarðeignum, er þeir ættu norðanlands. Einnig var Bjarna sagt, að talið væri að Sprengisandur væri ófær svo lengi sem fannir sæjust í Bláfjalli, en nú var það alþakið snjó. Þetta voru tíðindin, sem Bjarni færði okkur. Við vorum lengi í vafa um, hvað gera skyldi, því að okkur þótti sárt að verða að gefa nær hálfa áætlun okk- ar upp á bátinn. En erfiðleikarnir voru svo margir, og álagið, sem lagt yrði á vesalings hestana svo mikið, að eftir miklar vangaveltur gáfum við hinn langþráða draum okkar um Skaftárjökul upp og kvöddum í Reykjahlíð kl. 7 um kvöldið og héldum til Akureyrar, sömu leið og við komum. 396 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.