Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 13

Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 13
Frá Akureyri til Reykjavíkur fórum við alfaraleið, sem oft hefir verið lýst. Okkar gamla, kæra Arnarvatns- heiði var nú miklu skapfellilegri en þegar við vorum þar á norðurleiðinni, og létum við nú hestana stíga þar liðugt, þótt gatan væri grýtt. Frá Þingvöllum lögðum við leið okkar að Geysi. Stóri Geysir var með ólund og fékkst ekki til að gjósa, nema um miðja nótt, en klukkur okkar, sem við höfðum sett sérstaklega, kölluðu okkur úr svefnpokunum við fyrsta óróamerkið, við röðuðum okkur umhverfis skál Geysis, klæddir hinum furðulegustu flíkum, sem aldrei hafði verið ætlað að sjá dagsljósið. Auðvitað ertum við Strokk, og einn uppsöluskammturinn, sem við gáfum honum, var svo kröftugur, að við héldum, að hann hefði riðið honum að fullu, en að lokum spjó hann með margföldum krafti. Á Þingvöllum hittum við „Umbra“ með fylgdar- skuggum sínum, sem hðu yfir landið. Einn þeirra blés í horn um leið og við fórum framhjá. Við komum til Reykjavíkur 29. júlí, réttum þremur mánuðum eftir að við stigum þar fyrst á land. Við seldum hesta okkar á opinberu uppboði. Fyrsti hesturinn, sem kom undir hamarinn, var seldur hæst- bjóðanda á 10 shillinga og 3 pence eftir harða keppni. Hinir seldust eitthvað hærra. Þannig lauk leiðangri okk- ar, sem að vísu heppnaðist ekki til fulls en var þó engan veginn árangurslaus. EFTIRMÁLI Fcrðbók sú, sem hér hefir verið þýdd, kom út í Lundúnum 1867, heitir hún The North-West Peninsula of Iceland, by C. W. Shepherd, M. A., F. Z. S. — Þetta er lítdl bók en vönduð að frá- gangi, m. a. gyllt á sniðum. í formála bókarinnar segir höfundur m.a.: „Aðaltilgangur minn með því að ferðast í annað sinn til íslands, ég fór þangað fyrst 1861 ásamt með hr. Holland, var að kanna Vestfirði og Vatnajökul. Ég held að enginn ferðamaður hafi fyrr reynt að kanna Vest- firði, en ferðinni þangað er lýst í þessari bók. Og Vatnajökul hafði enginn kannað fyrr en við hr. Holland, reyndum að ganga á Öræfajökul“ .. .. „Annar megintilgangur ferðarinnar var að greiða úr, ef möguleglegt væri, nokkrum fuglafræðilegum vafa- atriðum, og þess vegna eru í frásögn minni nokkur fræðsla um íslenzka fugla og hætti þeirra og heimkynni“. F.nn segir hann: „ísland er mjög sérstætt land, sem á skilið meiri athygli en það hefir notið hingað til. Hálendi þess er næstum því algerlega ókannað, og ég held það sé rétt, að fram á síðustu ár hafa engin af háfjöllum landsins verið könnuð eða klifin nema Hekla og Eiriksjökull. Þá eru margar sveitir og margir firðir, sem enginn hefir heimsótt". Ég kann engin deili á þeim félögum C. W. Shepherd og G. G. Fowler. Þorvaldur Thoroddsen getur þeirra að litlu í Landfræði- sögu sinni, en segir, að aðrir fuglafræðingar, einkum A. Nev- ton, hafi fengið ýmsa fræðslu hjá þeim um íslenzka fugla. Ég réðst í að þýða þessa bók af þvi að mér þótti hún skemmti- leg aflestrar og ýmislegt þar um ferðalög og ástand þjóðarinnar fyrir rúmri öld, sem ekki er annars staðar að fá. Bjóst við, að fleiri kynnu að hafa gaman af. En miklu réð einnig, að þægi- legt var að dunda við þetta meðan ég lá lítt sjálfbjarga í fótbroti veturinn 1969, og þurfti eitthvað að hafa mér til dægradvalar. Höfundi verður tíðrætt um illviðri á ferðalaginu. Mun það sízt ofmælt. Segir Þorvaldur Thoroddsen svo frá í Arferði á ís- landi um sumarið 1862: „Veðrátta var víðast köld með gras- bresti miklum á túnum og útjörð, og það mátti varla heita, að lygn eða eðlilega hlýr dagur kæmi fram í miðjan júlí. Kom varla sú nótt um sumarið, að eigi væri frost til fjalla, og fremst til dala í Borgarfirði voru svo mikil næturfrost í byrjun júlí- mánaðar, að mýrar voru mannheldar fyrir sólaruppkomu og sumstaðar var ekki stunguþitt í kálgörðum fyrir júnílok". Það er því ekki að undra, þótt stundum blési kalt um þá fé- laga, og getum vér vel dáðst að dugnaði þeirra og þrautsegju, þótt vísindaárgangur ferðarinnar væri ekki mikill. Akureyri, 16. nóvember 1970. Steindór Steindórsson frá Hlöðum. MEÐFYLGJANDI MYNDIR áttu að fylgja með grein Sigurðar í Stafafelli: „Ljósir blettir í lið- inni ævi“, í júlí-blaði Heima er bezt 1970. Myndirnar áttu að koma með greininni þar sem talað er um fjárkyn Sigurðar á bls. 248—249, en þær sýna: Efst er ær af Stafafellskyni, í miðið er Skorri Benedikts Bjarnasonar, Tjörn, af Stafafellskyni, en neðst er svo Blær, Elíasar á Rauðabergi, sömuleiðis af Stafafellskyni. Heima er bezt 397

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.