Heima er bezt - 01.11.1970, Page 15
Tvö sen
Bæ í Skagafirði 4. ágúst 70.
Hr. Sigurður O. Björnsson.
Góði vinur.
Þakka bréf þitt.
Ég held til haga bréfum, sem mér finnst að eitthvað
sé í spunnið. Mér dettur í hug að lofa þér að sjá eitt,
er ég fékk nýlega frá gömlum bónda, sem er nú 96
ára gamall, vitanlega ómenntaður, en skýr og skemmt-
inn. Fram undir þennan tíma hefir hann verið beinn í
baki og léttur á fæti — gengið á milli bæja.
Hér í hreppi höfum við 5, sem komin eru yfir nírætt,
þó Stefán sé þeirra elztur. 2 karlar af þessu fólki slá með
orfum sínum og hirða sínar kindur. Allt þetta fólk hefir
unnið hörðum höndum frá barnæsku og oft ekki átt
sjö dagana sæla. Má þar nefna Stefaníu, móður Andrésar
Björnssonar o. fl. merkra barna. — Sigríði bróðurdóttur
Indriða Einarssonar og Einar Jóhannsson fyrrv. bóndi
í Mýrakoti, 92 ára, sem heyjar handa kindum sínum og
hirðir þær á vetrum.
Bréfið frá Stefáni sendi ég þér til gamans, en vil ekki
glata því úr safni mínu.
Nokkur bréf á ég frá gömlum, góðum vini, Kolbeini
Kr. frá Skriðulandi, hann er sérstök manngerð og ritfær
með ágætum.
Orðlengi þetta ekki frekar.
Beztu kveðjur.
Björn Jónsson.
Eins og bréf Björns í Bæ ber með sér, sendi hann mér
bréf Stefáns Sigurjónssonar, að gamni. Og mér finnst
sjálfsagt að lofa einnig lesendum Heima er bezt að sjá
hvað þessi 96 ára gamli bóndi stílar bréf sitt vel og hvað
hann skrifar vel og skrifar rétt.
Stefán Sigurjónsson er nú látinn. En hér kemur bréfið:
Gili, 11. júní 1970.
Kæri vinur!
Ég þakka þér mjög vel fyrir allt gamalt og gott.
/cícÆrf V-#rf
*
Heima er bezt 399