Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 16
Vegna þess að ég hefi átt þess kost að spjalla við þig
fór ég að fikta við það, að skrifa þér nokkrar línur, þó
mér láti það ekki vel, eins og þú getur séð.
Af því sem ég gat ekki vel fylgzt með þættinum, sem
fluttur var í Sjónvarpinu um Málmey og Þórðarhöfða,
datt mér í hug að spyrja einhvern sem fylgzt hefði vel
með þættinum frá byrjun, hvort nokkuð hefði verið
minnzt á Arnargatið, sem kallað er, í Þórðarhöfðanum.
Ég heyrði talað um Skessusporin en ekki um Arnar-
gatið. Ég gæti hugsað mér að nafnið á því sé eitthvað
í sambandi við sögu þá, er ég ætla að segja þér.
Ég heyrði sagt frá því, þegar ég var smástrákur, að
Jón Jónatansson, sem þá bjó á Höfða á Höfðaströnd
(ömmubróðir þinn í móðurætt), hann drukknaði fáum
árum áður en ég fæddist, hefði skotið öm í þessu gati
og hefði hún fallið inn í gatið en ekki niður í sjóinn,
sem þó hefðu verið meiri líkur til, og hefi ég ekki heyrt
að það hafi verið athugað, hvað mikið pláss er þar inni
sem örninn féll niður, enda víst ekki gott að fást við
það. — Fyrst ég er farinn að tala um Þórðarhöfða datt
mér það í hug, að ég heyrði sagt frá að bátur frá Málm-
ey (hvort sem var einn eða fleiri) sem ætluðu að róa
til Drangeyjar, yrðu að taka stein úr fjörunni í Kögur-
vík og fara með hann og láta hann í kjölfar sitt í Drang-
eyjarfjöru.
Ég heyrði að miklu leyti þáttinn um Drangey, en ég
er farinn að heyra illa, svo að ég get ekki talað í síma en
hefi góða sjón og hefir hún ekki mikið versnað að mér
virðist síðastliðin ár.
Það er eins og ég sagði, að ekki væri gott fyrir mig
að treysta á heyrnina, það kemur fyrir að mér misheyr-
ist, svo þetta er kannske tómt óþarfa rugl, en ég vona
að þú fyrirgefir mér þó svo sé. — Þá var það þegar við,
sem rerum til Drangeyjar, fluttum okkur fram, heilsuð-
um með svofelldum orðum: Heil og sæl Drangey mín,
kall minn og kelling mín og allir ykkar fylgjarar og
vertu okkur happadrjúg í vor. En þegar flutt var frá
Drangey í vertíðarlokin var hún kvödd með þessum
orðum (og veifað til hennar með höfuðfötunum): Vertu
sæl Drangey mín, kall minn og kelling mín og allir
ykkar fylgjarar og þakka ykkur fyrir mig. Ég var oft
búinn að fara með þessi kveðjuorð því ég var við
Drangey í tæpar 40 vertíðir, þó sumar af þeim væru
fremur stuttar vegna þess, að ekki var hægt að fara til
Eyjar á venjulegum tíma 3—4 vikur af sumri. Yms óþæg-
indi voru því til fyrirstöðu: hafís eða illviðri og hefur
þá eflaust mörgum þótt vænt um þegar einhver björg
fékkst frá Drangey því það höfðu margir fleiri en þeir
sem stunduðu veiðina mikil not af því sem á land kom.
Þá er bezt að hætta þessu rugli. Svo bið ég þig að
bera konu þinni kæra kveðju frá mér og bið þig að
fyrirgefa ritvillur og ljóta skrift og elliglöp.
Líði þér alltaf sem bezt, þess óskar þinn gamli vinur
og frændi,
Stefán J. Sigurjónsson
frá Skuggabjörgum.
400 Heima er bezt
Prestur í píslarstól
Framhald, af bls. 398. ------------------------------
því svo líkir voru þeir bræðurnir, að nákunnugir þekktu
þá ekki í sundur.
Árið 1880 gerðist það, að Skálholt var gert að annexíu
frá Ólafsvöllum. Fór þar sem stundum vill verða, að
höfuðbólið er lagt undir hjáleiguna. Hélzt sú skipan
meðan prestur var búsettur á Ólafsvöllum.
í Skálholtssókn var allt spaklátara kringum prestinn.
Engar sagnir eru til þaðan um kærur á hann, eða sam-
tök um að koma honum frá embætti. Ekki voru þó allir
í þeim söfnuði einhuga fylgjendur séra Brynjólfs. Segja
má, að þar skipti um fylgið að þeir, sem ekki létu hann
ferma, voru hans mótgangsmenn, en hinir ekki. Fyrir
kom að einstakir menn í þeirri sókn gerðu presti glett-
ur, og er varla hægt að segja að þær hafi allar verið
meinlausar.
Frá Ólafsvöllum til Skálholts eru tæpir 20 km. Leiðin
lá upp með Hvítá. Er þar góður reiðvegur og því víða
hægt að spretta úr spori. Fara varð yfir Hvítá á ferju
hjá Iðu, og var stundum að því mikil töf. Vestan undir
Vörðufelli er þurrlendi árbakkans mjótt á köflum, og
nokkuð sundurgrafið af keldum og vatnsrásum, sem
vatn sitrar um niður í ána. En foræði mikil, dý, flóð og
margs konar íhleypur eru frá ánni upp að fjallinu, svo
víða er ófært hestum.
Snemma á prestskaparárum séra Brynjólfs var girðing
sett vestan Vörðufells á hreppamörkum Skeiða og Bisk-
upstungna. Er girðingin nokkur hundruð metra löng,
og nær frá Hvítá að snarbröttu fjallinu. Ekki var hlið
látið á girðinguna við ána, þar sem leiðin Iá. í stað þess
var það sett uppi undir fjallinu, en ófær kviksyndi eru
meðfram girðingunni þangað uppeftir. Verður að rekja
sig í ótal krókum og ekki nema fyrir nauðkunnuga að
komast þar klakklaust yfir.
Þetta var séra Brynjólfi ætlað að fara, en ekki er vitað
hvort hugmyndin með þessu var sú að valda honum
aðeins töfum á ferðalaginu eða hitt, að honum hafi verið
ætluð sömu örlög og Vestur-Skaftfellingar reyndu að
búa Þangbrandi biskupi forðum.
Þetta varð til þess, að prestur fór stundum austan-
megin Vörðufells, á leið sinni til Skálholts, en það var
bæði lengri og verri vegur.
Til minningar um þessar einkennilegu glettur við séra
Brynjólf, hefur nú hlið þetta verið endurbyggt á sama
stað, úr varanlegu efni. Steinsteyptir stólpar og mynd-
arleg grind úr járni. Ber það þögult vitni um þær fjöl-
breyttu aðferðir, sem reyndar voru til þess að torvelda
presti skyldustörfin.
Framhald.