Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 19
: l
SCOTLAND YARD
— Alis ekki, svaraði hann, aðeins þetta að ég ætla að
fara héðan á morgun. Ég verð að hverfa aftur til Lundúna
og vildi þakka yður fyrir yndislega dvöl hér.
— En hvað þetta er leiðinlegt, sagði hún. Herra Sanders
er líka að fara. Hópurinn er að sundrast og mér sem
fannst þetta svo ánægjulegt.
Þrátt fyrir orð hennar þóttist Collins verða var við
einhverja óeinlægni í rödd hennar.
— Ég verð að snúa mér að verkefni mínu.
— Ekki þó — um föður minn —? Þér hafið lokið því,
er ekki svo?
— Það mál var dregið úr höndum mér.
— Þegar þetta er allt liðið hjá, verðið þér að heim-
sækja okkur á ný, þér hafið verið mjög góður og hjálp-
samur.
— Ungfrú Watson. Ég bið yður að afsaka að ég minn-
ist á það, sem ég hefi ef til vill ekki leyfi til að tala um,
en ég hefi grun um að 'herra Sanders sé lítið gefið um
dvöl mína hér.
— Það hlýtur að vera misskilningur. Hví skyldi hon-
um ekki geðjast að yður? Ég hélt að þið væruð beztu
kunningjar.
— Þetta þýðir ekkert ungfrú Watson, þér vitið betur.
Og ég geri ráð fyrir að yður sé kunnugt um ástæðuna.
Svo mér er bezt að fara.
Þetta var sagt með þeim töfrandi hætti að það sló
vopnin alveg úr höndum Mabel. Hún gat aðeins sagt:
— Jæja, það er mjög leiðinlegt. En ef til vill eigið þið
eftir að kynnast betur.
— Það er ekkert ómögulegt, tautaði Collins með sjálf-
um sér.
Allery kom inn. — Herra Allery, sagði Mabel. Nú er
herra Collins að fara á morgun. Hópurinn er að leysast
upp.
— Ég er smeykur um að við þurfum líka að fara að
halda heim. Skyldan kallar eins og þér vitið.
— Þér megið ekki fara, sagði hún, og það var ótti í
svipnum.
Allery hló: — Ég geri ráð fyrir að við getum dvalið
hér einn eða tvo daga ennþá.
Þegar Sanders heyrði að Collins væri á förum, varð
hann bæði feginn og reiður. — Það er eftir láninu mínu,
sagði hann við sjálfan sig. Ef ég hefði beðið rólegur hefði
ég hvergi þurft að fara.
Collins gekk eirðarlaus fram og aftur um herbergi sitt.
Ymislegt var að mótast í huga hans. Þrátt fyrir sína miklu
skarpskyggni gat hann ekki áttað sig á sumu sem var að
gerast, og þessar óræðu gátur ollu honum hugaræsingar.
Hann var alklæddur, en hafði inniskó á fótum. í nótt
varð hann að komast að einhverri niðurstöðu.
Stormurinn hafði aukizt og hamaðist á gamla húsinu
svo brakaði og brast í súð og gluggum, en á milli var
blæjalogn. Nokkrum sinnum læddist hann fram að upp-
Framhaldssaga
eftir
J. W. BROWN
15. HLUTI
göngunni og hleraði. Þetta var tilvalin nótt fyrir drauga
að vera á ferli.
Hann ætlaði að sundurliða málið: Það var Jackson,
vitfirringurinn. Hann vissi að hann var ekki morðinginn,
þó að lögreglan sannaði auðvitað sökina á hann. Ágætt.
Þá var hið óvænta hvarf Lewis, sem Sinclair hafði byggt
grunsemdir sínar á unz hin opinbera staða hans krafðist
þagnar. Svo var það, sem hann vissi sjálfur, en þar var
lás fyrir. En það var eitthvað fleira. Þegar hann og
Sinclair höfðu rætt saman heima hjá Collins, hafði
Sinclair tekið framburð frú Simmons úr veski sínu. En
hann hafði gert meira. Hann hafði um leið misst bréf á
gólfið. Hið glögga auga Collins hafði greint undirskrift
Sir James Watson og dagsetningu bréfsins. Undir því
yfirskini að hann læsi framburð frú Simmons, hafði hann
tekið bréfið upp og lesið það í skyndi. Svo Sinclair hafði
af einhverri ástæðu haldið því leyndu fyrir honum. Hvað
meinti hann með því? Vissi hann meira um morðið en
hann kærði sig um að láta í ljós? Það var aðeins hans
eigin frásögn sem sannaði að hann hefði verið á skrifstofu
sinni hinn örlagaríka eftirmiðdag. Hvílíkur skellur ef hinn
heiðarlegi Sinclair —, en hann hætti skyndilega ályktun-
um sínum. Hin næma heyrn hans skynjaði eitthvað hljóð
í húsinu, sem ekki stafaði frá storminum. Einhver var að
læðast. Hann læddist hljóðlega að uppgöngunni. Það
hrikkti í húsinu þegar vindhviðurnar skullu á, en þetta
hljóð var mjög óljóst. Collins lokaði gætilega dyrunum
og gekk að glugganum. Stórt tré teygði greinar sínar upp
undir gluggakistuna, en Collins þótti öruggara að nota
reipi. En jafnvel það hefði reynzt örðugt fyrir mann, sem
ekki var líkamlega vel þjálfaður. í einni vindhviðunni
snerist hann í lausu lofti. Þegar hann kom niður gekk
hann gætilega kringum húsið, unz hann kom að borð-
stofuglugganum. Þar nam hann staðar. Kaldur vindsveip-
ur með regnskúr kom á meðan hann stóð þarna og hler-
aði. Ekkert hljóð heyrðist að innan og ekkert ljós var þar.
Var þetta tómur skollaleikur eftir allt saman? Dauða-
Heima er bezt 403