Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 20
kyrrð ríkti í húsinu. Collins fálmaði sig áfram fyrir horn-
ið. Við gömlu eikarhurðina nam hann aftur staðar. Það
var niðamyrkur en eitthvað ljós varpaði daufri skímu á
gamalt álmtré í garðinum. Hann gekk frá húsinu og sá
nú að efst uppi í húsgaflinum skein ljósgeisli út um smugu
eða illa hulinn glugga. Sennilega einhver af þjónustu-
liðinu, sem ekki gat sofið eða var veðurhræddur. Kaldur
og blautur sneri hann við að reipisendanum og dró sig
fimlega upp.
Hann stóð lengi hugsi. Ef hann ályktaði rétt, þá var
eitthvað á seyði í þessu húsi, sem krafðist athugunar.
Hann opnaði dyrnar og renndi sér hljóðlega niður stiga-
handriðið. Niðri í forsalnum stóð hann grafkyrr og hlust-
aði. Dyrnar að borðstofunni voru opnar og hann heyrði
óljóst að einhver dró andann þar inni. Hægt og hægt
þreifaði hann eftir straumrofanum og kveikti ljósið.
Á arinhellunni í uppljómaðri stofunni stóð Eiríkur
Sanders eins og myndastytta. Hann hélt á skammbyssu
í hendinni. Þeir horfðust þegjandi í augu. Það var haturs-
glampi í augum Sanders.
— Nú jæja, sagði hann, svo það voruð þá þér. Ég vissi
að mér mundi ekki hafa skjátlazt. Bölvaður þorparinn,
þér eigið ekki skilið að lifa lengur. Og hann hóf byssuna.
— Þér farið ógætilega með skotvopn yðar, sagði Collins
kuldalega. Má ég biðja yður um skýringu á orðum yðar?
— Það er þýðingarlaust að segja neitt, svaraði Sanders.
Auðvitað neitið þér öllu og það gerir hún líka. En ég
heyrði.
— Þér verðið að afsaka, en ég hefi ekki hugmynd um
hvað þér eigið við, sagði Collins hörkulega. Við ættum
ekki að vekja allt fólkið um þetta leyti nætur. Væri ekki
skynsamlegt að þér segðuð mér hvað er að? í fyrsta lagi
hvað eruð þér að gera hér?
— Þér vitið það fjarska vel. Það þýðir ekki að reyna
að Ijúga. Ég heyrði allt og kom hingað til að hitta yður.
Þér farið ekki lifandi út úr þessu herbergi.
Collins tók rólega upp vindlingaveski sitt oog kveikti
sér í vindlingi. Hann vissi að ef hann færi ekki rólega að
öllu gat það hert á framkvæmdum Sanders.
— Hvað heyrðuð þér? spurði hann blátt áfram.
— Ég gat ekki sofið. Þér vitið hvers vegna. Svo datt
mér í hug að drekka eitt glas af whisky, sem ég er annars
ekki vanur. Svo ég fór niður. Þegar ég gekk fram hjá
herbergi Mabel heyrði ég mannamál og — ég veit að ég
hefði ekki átt að gera það — ég hleraði.
— Ef þér hafið gaman af að vita það, sagði Coollins, þá
veit ég ekki einu sinni hvar herbergi ungfrú Watson er,
svo að í yðar sporum mundi ég spara mér allar aðdrótt-
anir.
Það sljákkaði í Sanders við hina ákveðnu framkomu
Collins.
— En ég segi yður satt, sagði hann. Ég heyrði karl-
mannsrödd inni hjá Mabel, og hún kallaði þann, sem hún
talaði við „kæra sinn.“ Og síðan sagði hún: Farðu ofan
í borðstofu, ég kem til þín þangað.
— Og þér þykist elska þessa stúlku og leyfið yður að
koma með slíkar aðdróttanir í hennar garð. Hafi ungfrú
Watson verið að tala við einhvern, þá er það hennar
einkamál og hefir ugglaust sínar góðu og gildu ástæður.
Þér ættuð að blygðast yðar. Hvað snertir komu mína
hingað, ef þér þykist þurfa að vita það, þá gat ég ekki
sofið og heyrði einhvern umgang í húsinu. Eins og þér
vitið er ég leynilögreglumaður og brottséð frá innbrots-
þjófum, er ég viss um að eitthvað er á seyðí hér í húsinu,
sem krefst upplýsinga. Svo ég fór niður og fann yður hér.
Sanders horfði efalblandinn á hann.
— Ég fullvissa yður um að Mabel var að tala við karl-
mann í svefnstofu sinni.
— Ég vil ekki hlusta á þessar aðdróttanir yðar. Hvernig
vitið þér að það var karlmaður? Kona getur hermt eftir
karlmannsrödd eins og karlmaður eftir kvennrödd.
Sanders var hálf utan við sig og lagði skammbyssuna
á borðið. Collins tók hana rólega upp: — Eigið þér þessa?
spurði hann blátt áfram.
— Nei, sagði Sanders. Sir James átti hana, ég fann
hana meðal skjala hans.
— Sir James hefir haldið mikið upp á skammbyssur,
sagði Collins. I Lundúnum átti hann aðra.
— Já, sagði Sanders. Hann var alltaf smeykur við að
ráðist yrði á hann.
— Það er mikið að þér skulið enga eiga, sagði Collins.
— Ég átti — byrjaði Sanders, en hélt ekki áfram.
Collins var eins og hann átti að sér. Afbrýðisbrjálsemi
Sanders var að fjara út. — Týnd? spurði hann.
— Já — ég missti hana —, sagði Sanders í fáti — en
við megum ekki dvelja hér. Ef þér leggið við drengskap
yðar að það hafi ekki verið þér sem ég heyrði til skal ég
biðja yður afsökunar á orðum mínum.
— Auðvitað var það ekki ég, en það er ungfrú Watson,
sem á að fá þá afsökun. Ekki ég.
— Vitanlega get ég ekki minnzt á þetta við hana. Hún
mundi aldrei fyrirgefa mér það. Og ég vona að þér segið
henni ekki frá því.
Collins horfði beint í augu hans: — Ég vildi ráða yður
til að leggja bönd á þessi köst yðar — og — bætti hann
hægt við — þegar þau koma yfir yður, að skilja við yður
byssuna.
— Hvað eigið þér við? spurði Sanders og náfölnaði.
— Þegar þér heimsóttuð Sir James síðast og báðuð
hann að tala við ýður, höfðuð þér eitt kastið. Ég býst
ekki við að þér séuð búnir að gleyma þeim degi.
— Eruð þér að gefa í skyn —?
— Ég er ekkert að gefa í skyn. Ég er að hafa yfir stað-
reyndir.
— Ef þér haldið að ég hafi átt þátt í morðinu er bezt
fyrir yður að taka mig fastan strax, sagði Sanders ofsa-
lega.
— Ég er ekki lögregla, sem gengur með handtöku-
heimildir upp á vasann. Það er hennar hlutverk. Ég er
aðeins að gefa yður vinsamlega bendingu um að hafa
hemil á skapsmunum yðar. Og nú fer ég að hátta. Ég er
viss um að einhverjir hafa hlustað á samræður okkar.
Og ef yður er það ekki á móti skapi ætla ég að hafa
þennan hlut með mér. Hann stakk skammbyssunni í
vasann og fór út. Sanders horfði þögull á eftir honum.
Framhald.
BRÉFASKIPTI
Adda Hjaltadóttir, Hólmahjáleigu, A.-Landeyjum, Rangárvalla-
sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16—19 ára.
Oddgeir Þórðarson, Sólvöllum, Þórshöfn, óskar eftir bréfaskipt-
um við pilta og stúlkur á aldrinum 13—15 ára.
404 Heima er bezt