Heima er bezt - 01.11.1970, Síða 21
HVAÐ
UNGUR
NEMUR
ÞÁTTUR ÆSKUNNAR • RITSTJÓRI EIRÍKUR EIRÍKSSON
MINNISVERÐIR MENN
EGGERT
ÓLAFSSON
LÖGMAÐUR
ísland ögrum skorið,
eg vil nefna þig,
sem á brjóstum borið
og blessað hefir mig,
fyrir skikkun skaþarans.
Vertu, blessað, blessi þig
blessað nafnið hans.
Við skulum hafa það í huga, að á dögum Eggerts
Ólafssonar (18. öld) er Island hluti af einveldi Dana-
konungs. Á þessum áruni kemur fram ný stefna í þjóð-
félagsmálum, upplýsingin, sem fer eins og logi yfir
akur í öllum höfuðlöndum menningarinnar; stefna, sem
vissulega gaf fyrirheit um betra mannlíf, en þó af kóngs-
ins náð. I löndum Danakonungs átti hann að vera hin
vitra forsjá þegna sinna. íslendingar nutu á margan hátt
góðs af þessari nýju stefnu, svo sem sjá má af sögu
Skúla Magnússonar landfógeta. Meðal menntaðra ls-
lendinga komu fram þær raddir, að svo vegnaði okkur
bezt, að við leggðum niður forna tungu og tækjum upp
þá dönsku, snöpuðum eftir erlendu glysi og háttsemi.
Það væri aðeins til trafala á framfarabraut að vera sífellt
að vitna í fornsögur, sem engum kæmi að gagni, hvað
þá að tala þessa fornu tungu. Athugun á tungunni gæti
verið skemmtilegt viðfangsefni vísindamönnum til
grúsks, öllum almenningi væri fyrir beztu að leggja
hana fyrir róða og gerast í einu og öllu órjúfandi hluti
hinnar dönsku ríkisheildar. Einstaka mikilhæfir menn,
eins og járnkarlinn Skúli Magnússon, væru ágætir, þeir
gætu bara engum framfaramálum komið fram, nema
kóngur leyfði, sem og líka var satt. Kóngurinn, sam-
einingartákn ríkisheildarinnar, var hið mikla vald, sem
öll efnaleg framför hvíldi á.
Það verður að segjast eins og er, að þeir menn, sem
svona hugsuðu, voru ekki síður snortnir framfarahug
upplýsingarinnar en Eggert Ólafsson og hans fylgis-
menn, en vildu stefna á annan hátt að marki. Milli em-
bættismannanna og bóndasonarins var því djúpstæður
ágreiningur.
Bóndasonurinn Eggert Ólafsson hélt því fram, að
raunhæfar framfarir væru aðeins fólgnar í því að manna
þjóðina sjálfa, vekja hana af þeim doða, sem hún var
fallin í. Gagnlegt væri það hverjum einstaklingi að
nema háleit fræði, eins og hann sjálfur hafði reyndar
gert, ekki bara til þess að vera færari um að krækja í
feitt embætti sjálfum sér til frama, heldur manndómur-
inn mesti að nota þekkinguna til að auka víðsýnina og
víðsýnin skapa betra mannlíf á íslandi. Kraftinn og
kjarkinn til slíkrar framsóknar vildi hann sækja til for-
tíðarinnar, til þess tíma, er þjóðin lifði frjáls og óbuguð
í landi sínu, heilshugar í öllu starfi. Og ekki var hann
Heima er bezt 405