Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 23
Þér sudda-drunga daufir andar,
sem dragizt gegnum myrkra loft!
Þér jökul-byggða vofur vandar,
sem veikar þjóðir kveljið oft!
Hvað lengi Garðarshólma þið
hyggizt að trylla fárátt lið?
Hvað sem meinvœtta mœltu þóftar,
mér varð gengið í tjaldareit;
ég fór að hugsa enn sem oftar,
um bjargrœðið í vorri sveit;
heimila störf ég hölda sá
og hvörsdagslífið bœjum á.
Vætn er að kunna vel að búa,
vel að fara með herrans gjöf,
hatis verkum sér í hag að snúa,
honum þakka fyrir utan töf,
enn sér og öðrum gera gott,
gleðjast og forsmá heimsins spott.
lsinn þykir á Isalandi
óblíðu merki skaparans;
það er ei satt! hann sviptir grandi
sifellt og geymir blessan hans;
hlunnindi margt og ferskan fisk
fáum vér þaðan á vorn disk.
UPPHAFSERINDI MÁNAMÁLA EGGERTS
Viljið þér mér ei til trúa
sem talað hefi‘ ég um búskap lands;
Salómon kóngur kunni1 að búa;
komum, bræður! að ráðum hans;
vilja guðs, oss og vorri þjóð
vinnum á meðan hrærist blóð.
Ur Búnaðarbálki.
Ingólfr kvað:
Hvat er þat reykjar,
er ek rjúka sék
við sund vestr á
Víkr hjarli?
Þorsteinn kvað:
Þar hefir niflúngr
norðrlanda
fyrir sex árum
fjölgjört tóptir.
Vel má kalla þetta útúrdúr, en vel viðeigandi þegar
minnt er á öndvegismann íslenzkrar sögu.
Endurreisn og fegrun tungunnar var þó það, sem
Eggert Ólafssyni var hugstæðast. Og þá er komið að
merkilegum og jafnframt furðulegum þætti í athöfn
hans, þætti, sem sýnir vel hvað hann var mikill þjóð-
ernissinni. Hann taldi „sæmilegra að líkjast heldur í
fornan skáldskap, þegar vanda skal.“ Málvöndun
hans varð stundum að svo ofsalegri fyrnsku (forn-
eskja), að vel hæfir að tala urn hreina öfga, jafnvel
þótt hann gerði sér ljóst, að „túngnanna orðfæri eptir
fornmönnum þykir nú stirt og óviðkunnanlegt.“
Ég skal til fróðleiks birta hér erindi úr einu kvæða
hans, en um það farast mági hans, séra Birni Hall-
dórssyni í Sauðlauksdal svo orð í eftirmælum um
Eggert:
„1749 gekk út á prent latínskur bæklingur Eggerts,
hvar hann sýnir og sannar: Að eyin ísland hafi löng-
um tíma áður en hún byggðist þotið upp af jarð-
eldi; á sama ári var og prentað kvæði hans fornyrt,
með latínskri version, viðvíkjandi þriggja daga hátíð,
sem þá var haldin guði til þakkinda fyrir 300 ára
ríkisstjórn Oldenborgara í Danaveldi; kallaði hann
kvæðið: Það uppvaknaða ísland“, en það hefst svo:
Lesendur geta rétt ímyndað sér, að svona fyrnska
var ekki vænleg til málhreinsunar og fegrunar tungu,
enda farið fyrir ofan garð og neðan hjá þeim, sem
njóta skyldu. Eggert mun síðar hafa gert sér þetta
Ijóst, því hann dró mjög úr henni í kveðskap sínum,
jafnvel gagnrýndi hana.
Freistandi væri að ímynda sér, að Eggert hafi fund-
ið upp á þessu til að vekja athygli á málstaðnum, en
það er held ég ekki hægt, því þeir hugsuðu ekki
þannig í þá daga. En við vitum af sögunni, að þegar
mikil hugsjón verður til, sem knýr menn áfram,
verður ýmislegt óljóst í fyrstunni og eins og í þoku.
Samtímamönnum hefur áreiðanlega fundizt eftirfar-
andi vísa hans vænlegri til skilnings, enda á vörum
þjóðarinnar enn í dag:
Undir bláum sólar sali,
Sauðlauks uppí lygnum dali,
fólkið hafði’ af hana gali
hvörsdags skemmtun bænum á,
fagurt galaði fuglinn sá;
og af fleiri fugla hjali
frygð um sumarstundir;
listamaðurinn lengi þarvið undi.
Aptæig Haufut þat it hafa,
HuitfauLþot Jocli cauLþom,
Moþr Jaurþ or Marsuæþi
Mal es HauGua brealom.
Eggert ritaði mikið um hugðarefni sín, bæði á ís-
lenzku og latínu. Auk þess var hann málkunnugur
fjölda manna, vegna ferða sinna um landið. Skáld-
skapurinn, vísan, var þó það form, sem hann notaði
Heima er bezt 407