Heima er bezt


Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 24

Heima er bezt - 01.11.1970, Qupperneq 24
Minning Eggerts Ólafssonar. Táknrœn mynd úr Draumadikti eftir Ólaf Ólafsson (Olavius). „Myndin s'ýnir ólgandi haf og bát á hvolfi. Tvœr hendur, karlmannshönd og kvenmanns, halda sér við borð skipsins. Milli þeirra er letrað: Mors vita nobis — dauðinn vort líf. Til heegri handar er gyðjan Minerva með alvœpni „búin að hjálpa vini sinum og unnusta, er hún sér í fári staddan, en fcer ekki að gert; hryggist þvi og harmar ófarir hans“. Haninn og uglan, sem gyðjunni fylgja „tákna kostgcefni henn- ar og árvekni, skarpsýni og spakleika. Konurnar á vinstri hönd í sorgarbúningi gráta tjón og missi sinnar dyggu stallsytur".“ mest. Hann vissi sem var, að sjómaðurinn við árina og bóndinn í teignum skynjuðu alltaf hörpuhljóm skálds- ins í gegnum brimsúg og hvin ljásins; skáldíþrótt gróin í þjóðlífi. Sjálfur var hann alinn upp við skáldskap og af skáldi kominn. Það kom því eins og af sjálfu sér að koma hugsjóninni á framfæri í vísu. Ég get ekki rætt af neinu viti um skáldskap Eggerts Ólafssonar, en þar sem ekki verður komizt hjá því, þegar rætt er um manninn, leyfi ég mér að taka upp glefsur eftir merkum bókmenntamanni, Vilhjálmi Þ. Gíslasyni, fyrrum útvarpsstjóra: „Auk þess sem Eggert skrifaði um náttúrufræði mál- fræði og þjóðmál orti hann stórt hundrað kvæða og lausavísna, eða þar um bil, þar af nálega tuttugu stór kvæði og bálka. Margt er þetta meira að vöxtum en gæðum, og sumt nagað ,af tímans tönn og hefur ekki lengur þau áhrif sem áður var. Nýtt málfar og nýr smekkur orka þannig á nær öll skáld meira eða minna. Margt í kvæðum Eggerts er nú orðið tyrfið og lopa- langt, fræðaþurrt og fábreytt. Sumt af þessu var þá í tízku þess skáldaskóla, sem hann aðhylltist, sumt per- sónueinkenni sjálfs hans. Það er erfitt að safna úrvali úr kvæðum Eggerts og gera þeim rétt skil. Gildi þeirra er meira en sú list þeirra ein, sem læsileg er nútímamanni, því að þau kvæði hans eru ekki mörg, sem nú mundu vera talin heilsteypt listaverk og lesin til unaðar. Svo er um marga aðra, þótt höfuðskáld séu. Skáldskapurinn er einn þáttur undinn í margþætt líf Eggerts Ólafssonar. Menn skyldu heldur ekki gera lítið úr skáldskap hans. Hann orti kvæði, sem enn eru höfuðkvæði í bókmennta- 408 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.