Heima er bezt - 01.11.1970, Blaðsíða 25
sögunni, Búnaðarbálk, Mánamál og ísland. Frá honum
eru nokkrar skáldlegar hugmyndir, sem seinna komu
víða fram, s. s. Fjallkonumyndin. Vísa innan úr einu
kvæði úr Brúðkaupssiðabók hans er orðinn hálfgildings
þjóðsöngur: ísland ögrum skorið. Loks lifa nokkrar
lausavísur á alþýðuvörum, án þess að menn geri sér
grein fyrir höfundi þeirra--“
(Úr formála við kvæði Eggerts, Bókaútg. Menning-
arsj. 1953).
Eggert Ólafsson var fæddur í Svefneyjum á Breiða-
firði 1. desember 1726, og þar ólst hann upp með for-
eldrum sínum, merkishjónunum Ólafi Gunnlaugssyni og
Ragnheiði Sigurðardóttur. En þau voru af þrekmiklu
og dugandi fólki komin. Fleiri börn áttu þau en Eggert,
þjóðkunnugt merkis- og gáfufólk.
Eggert var ungur settur til mennta, en engar sérstak-
ar sögur fara af námi hans, en gera verður ráð fyrir, að
það hafi sótzt vel. í háskólann í Kaupmannahöfn er
hann kominn 1746. Þar drekkur hann í sig hina nýju
stefnu, upplýsinguna, sem svo mjög hafði áhrif á allar
hans hugsjónir og kemur fram í skáldskap hans. Við
Hafnarháskóla leggur hann stund á mörg fræði, svo
sem þá var siður. Einkum stóð hugur hans til náttúru-
fræða, og 1749 gengur út á þrykk rit eftir hann á latínu
um myndun íslands af jarðeldi, 148 bls. að stærð. Upp
úr því sendir ríkisstjórnin hann til rannsóknarstarfa til
íslands (1752—1757), ásamt öðrum ungum fullhuga,
Bjarna Pálssyni, sem síðar varð landlæknir. Um þessa
ferð ritaði Eggert frægt rit, Ferðabókina. — Ferðabókin
hafði mikil áhrif um að leiðrétta hugmyndir erlendra
manna um land og þjóð. Enn í dag er hún merkt heim-
ildarrit um háttu og siðu landsfólksins í ýmsum byggð-
arlögum á 18du öld.
Eggert var veitt embætti vara-lögmanns (1767).
Hugðist hann þá festa ráð sitt og kvæntist frændkonu
sinni, Ingibjörgu Guðmundsdóttur. Hann reisti sér bú
að Hofstöðum á Snæfellsnesi, en þegar hin ungu hjón
voru að flytja þangað búferlum fórst skip þeirra og þau
drukknuðu í Breiðafirði 30. maí 1768. Um þann atburð
hefur Matthías Jochumsson ort frægt kvæði, sem öllum
skólabörnum er kunnugt.
Eggert féll því ungur (42 ára) frá öllu því, sem hann
hafði gert og ætlaði sér að gera, en þó einkum frá öll-
um vonunum. Því það kom aðallega í hlut annarra
manna að gera þær að veruleika, enda má segja, að þær
hafi vaxið betur og blómlegar hjá öðrum, einkum Jónasi
Hallgrímssyni og öðrum Fjölnismönnum. En Eggert
Ólafsson mun halda áfram að lifa í eftirdæmi sínu og
hvatningum.
Hann verður því alltaf talinn einn mesti öndvegismað-
ur íslenzkrar sögu.
E. E.
Fyrir nokkru leitaði ég á náðir lesenda með kvæði,
sem ég nefndi „Dísa heitir draumlynd mær / í dalakofa
bvr.“ Mér hafa nú borizt fjölmörg bréf með þessu ljóði,
sem sýnilega hefur náð miklum vinsældum, og þá ekki
sízt fyrir ágætan söng Hauks Morthens. Hér kemur
ljóðið; höfundur kallar sig Náttfara:
DÍSA
(Manana)
Dísa heitir draumlynd mær,
í dalakofa býr.
Hún unir sér í sveitinni
við sínar ær og kýr,
og þekkir ekki glaum og glys
né götulífsins spé,
og næstum eins og nunna er,
þótt nítján ára sé.
:,: Ó, Dísa, ó, Dísa, ó, Dísa í Dalakofanum
Hún aldrei hefur heyrt um neitt,
sem heitið getur Ijótt,
og heyrist aldrei nefna neitt,
sem nú er eftirsótt:
Nælonsokka, silkiföt
og síðra kjóla prjál,
né varalit og vindlinga
osf vínsins gUUnu skál.
' / / , Ö
:,: O, Dísa, ó, Dísa, ó, Dísa í Dalakofanum :,:
Mig dreymir um þig, Dísa mín,
og Dalakofann þinn.
Um sæluna í sveitinni
ég syng við gítarinn,
því ástin hefur hyldjúp sár
í hjarta mínu rist,
þótt margar hafi meyjarnar
í mínum faðmi gist.
:,: Ó, Dísa, ó, Dísa, ó, Dísa í Dalakofanum :,:
Ég dáist að þér, Dísa mín,
og dýrka þína mynd.
Ég vil koma í kofann þinn,
er kvöldsól roðar tind,
og biðja þig um hjarta og hönd
og helzt að giftast mér,
og gleyma bæði sorg og sút
í sænginni hjá þér.
:,: Ó, Dísa, ó, Dísa, ó, Dísa í Dalakofanum :,:
Heima er bezt 409