Heima er bezt - 01.11.1970, Side 26

Heima er bezt - 01.11.1970, Side 26
Bréfriturum þakka ég vinsemdina. Næst er annar texti, sem ég bað velunnara þáttarins um. Ég birti text- ann eftir fyrirsögn Óskars Hlíðberg, Túngötu 18, Sand- gerði. Höfundur er Jón Sigurðsson. Eins og mig grun- aði var lagið leikið og sungið inn á plötu af þeim Eyja- mönnum, Erlingi Ágústssyni og hljómsveit Eyþórs Þor- lákssonar. Óskari Hlíðberg þakka ég sendinguna, en hann hefur oft reynzt þættinum haukur í horni. Þá kemur Ijóðið, sem heitir VIÐ GEFUMST ALDREI UPP Um forfeður okkar búin til var saga sú, þeir sátu út í Noregi og áttu börn og bú, en Haraldur með frekju fór að þröngva þeirra hag, þeir þutu út í skipin sín og kváðu þennan brag: Við gefumst aldrei upp þó móti blási, á íslandi við getum verið kóngar allir hreint, og látum engan yfir okkur ráða, þó ýmsir vilji stjórna okkur bæði ljóst og leynt. Og Ingólf þeir eltu hingað austur yfir haf, og allir þóttust garpar bera hverjum öðrum af, og síðan hafa allir verið öllum fremri hér, þó við höfum aldrei ráðið nema dönskum her. Við gefumst aldrei upp þó móti blási o. s. frv. Og seinna kom Tyrkinn með sinn Tyrkjalega her, og Tyrkja-Guddu rændu þeir og höfðu burt með sér, og eftir sátu í sárum margir seggir þennan dag, en samt þeir undir kvöldið fóru að kyrja þennan brag: Við gefumst aldrei upp þó móti blási o. s. frv. Nú Bretinn, sem vinur, kom að vernda okkar mið, þeir vildu ekki að íslendingar dræpu þorskgreyið. En varðskip okkar skildu ekki, að Bretinn mikið má, og mikið meira en áður fóru að elta og pína þá. Við gefumst aldrei upp þó móti blási o. s. frv. Þó afdalasnáða margir vilji telja okkur, og hugsa sér íslendinga ekki geta neitt. Við gefumst aldrei upp þó móti blási, því ennþá streymir norrænt blóð í æðum okkar heitt. Við gefumst aldrei upp þó móti blási o. s. frv. Ég gat þess í síðasta þætti, að mér hefðu áskotnazt nokkrar fallegar þýðingar á ljóðum, sem Helgi Valtýs- son rithöfundur hefur gert. Ég ætla nú að birta tvö þess- ara ljóða. Annað nefnist Serenata, en svo nefnist ljóða- form, sem ætlað var til söngs (leiks) fyrir utan glugga hjá ungri meyju. Það hefur sennilega verið á þeim dög- um, þegar rómantíkin réð hér í heimi. Lagið er eftir Franz Schubert, eitt af þessum ódauðlegu lagaperlum, sem í öllu látleysi sínu verða að sannkölluðu listaverki. SERENATA (Mansöngur: Næturljóð) Gegn um laufið Ijúfar nætur ljóðar vindurinn. Ástin tælir unga fætur undir gluggann þinn. Þín æ leitar þrá míns hjarta þótt mér sértu fjær. Unaðsljóða bylgjan bjarta brátt í draum þinn nær. Tunglskin sveipar láðið ljósi, lægir vindaklið. Upp með lygnum elfar ósi, ástmey, göngum við. Stjörnur himins bregða blundi, :,: hlusta á söng til þín. :,: Nótt er ætluð ástafundi. Ástmey, kom til mín. Inní kjarri kvaka smáir kvöldsins fuglar hljótt. En mitt hjarta heitt þig þráir. :,: Bjóð því: Góða nótt. :,: Já, kannske væri margt öðruvísi í okkar fari ef við værum ögn rómantískari. Slíkt hjal hæfir kannski ekki á öld véla og vélmenna? Engan sakar það nú samt, og því áfram með rómantíkina. Næsti texti í þýðingu Helga er úr ensku os nefnist TÖFRAR LÍFSINS (Draumalagið) Ó, þú ljúfi lífsins söngur, loksins fann ég þig! Og nú loksins, loksins skil ég leyndardómsins kall: Draumalöngun, sælu, sem minn sefi þráir, sorg og vonir, gleði, hljóðra tára fall. Því að ást, og ástin ein, sem heimur dáir, er sú ástin ein, sem ei má varpa á glæ. Þetta svar er eining alls, og allt sem lifir, sú ástin ein, sem endurlifir sí og æ. Því það er ást, og ástin ein, sem heimur þráir, sú ástin ein, sú ást sem ei má varpa á glæ.... Þetta svar er eining alls — og allt sem lifir: sú ástin ein sig endurlifir sí og æ. í Borgarfirði eystra virðist búa margt ljóðelskt fólk, sem gaman er að fá bréf frá. Mér hafa borizt tveir alveg ljómandi textar frá manni úr þeirri sveit, sem ég nefni ekki að sinni. Ég vona, að ég rjúfi engan trúnað við hann, þegar ég skýri frá þeim orðum hans, að hann hafi bara ort þessa texta fyrir sig, við vinsæl dægurlög. Ég hef nefnilega grun um, að fleiri yrki texta sér til hugar- hægðar. Þá langar mig afskaplega mikið til að ná í. Ég vildi því óska þess heitt og innilega að þetta ágæta fólk sendi mér þá til birtingar. Ég þarf ekki að birta nöfn höfunda, ef þeir óska ekki eftir því. Ég kveð svo í þetta sinn. Kær kveðja. E. E. 410 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.