Heima er bezt - 01.11.1970, Page 29
hún hafði lofað Hrafnhildi litlu, og segir við mann
1 O O
sinn:
— Ég verð víst að skreppa snöggvast inn til Hrafn-
hildar litlu, áður en við förum, ég var búin að lofa henni
því, að halda í höndina á henni á meðan hún læsi bæn-
irnar sínar, hún sofnar víst ekki án þess.
— Já, góða mín, því máttu ekki gleyma, svarar Eiður
forstjóri þýðlega, — ég bíð þín hérna á meðan. Sjálfur
var ég búinn að gefa Hrafnhildi minni kveðjukossinn
í kvöld.
Frú Lísa hraðar sér inn til dóttur sinnar og nemur
staðar fyrir framan rúm hennar.
— Jæja, Hrafnhildur mín, þá skaltu lesa versin þín
í flýti, við erum að verða of sein í samkvæmið.
Litla stúlkan réttir móður sinni höndina með hægð
og lokar augunum. Síðan les hún kvöldversin sín með
lágri röddu og innilegri án þess að hafa hraðan á sam-
kvæmt ósk móðurinnar. Hún leggur barnslega tilbeiðslu
sína og lotningu í hvert orð í heitu og djúpu trausti.
Frú Lísa hlýðir á barnið með sýnilegri óþreyju, hug-
ur hennar allur er bundinn algerlega óskyldu efni, og
sjálf hefir hún aldrei hirt um að kenna litlu einkadóttur-
inni bænir.
Loks hefir Hrafnhildur litla lokið við að lesa kvöld-
versin sín og breiðir nú báða armana á móti móður
sinni og ætlar að bjóða henni góða nótt að vanda með
kossi, en frú Lísa vill ekki aflaga andlitssnyrtingu sína
með því að kyssa dóttur sína, og enginn tími til að lag-
færa það eftirá. Hún strýkur aðeins lauslega hendi yfir
enni Hrafnhildar og segir í flýti:
— Góða nótt, vina, farðu nú að sofa.
Síðan hraðar hún sér fram úr svefnherberginu og
lokar því. Eiður forstjóri stendur ferðbúinn í anddyr-
inu og bíður konu sinnar.
— Jæja, loksins get ég þá farið að leggja af stað. Við
erum orðin langt á eftir áætlun, þvílíkt háttalag! segir
frú Lísa óþolinmóð við mann sinn og snarast í yfirhöfn
sína.
— Það er engu sem munar, góða mín, svarar forstjór-
inn með hægð. — Hrafnhildur litla hefir verið róleg
og góð, eins og hún er vön?
— Já, já. Hún fer að sofa.
— Það er gott, þá er okkur ekkert að vanbúnaði.
Hjónin hraða sér út í bifreiðina, en þar bíða hin hjón-
in eftir þeim, og síðan er ekið hratt af stað í sam-
kvæmið....
Nóttin færist hljóðlega yfir, en Hrafnhildur litla sofnar
ekki strax eftir venju. Einhver viðkvæmur tómleiki
fyllir sál hennar: Ósköp þurfti mamma að flýta sér í
kvöld, hún mátti ekki einu sinni vera að því að bjóða
henni fallega góða nótt með kossi. — Alltaf mátti amma
vera að því að strjúka blíðlega um vanga hennar, þegar
hún hafði lesið með henni kvöldversin, og bjóða henni
síðan góða nótt með hlýjum kossi á ennið, um leið og
hún bað Guð og góðu englana hans að vaka yfir litlu
Hrafnhildi sinni. Og það var svo sælt öryggi, sem
streymdi frá orðum og atlotum hennar ömmu, en það
sama finnur hún aldrei hjá mömmu sinni. — Skyldi
mamma ekki kunna að biðja?
Djúpt andvarp líður af vörum litlu stúlkunnar. —
Það var hræðilegt. Aldrei skyldi hún gleyma því að lesa
fallegu bænaversin sín á kvöldin, þó að hún verði stór
kona eins og mamma, og Hrafnhildur litla byrjar ein
að lesa kvöldversin sín að nýju, og út frá því sofnar
hún að lokum.
— Hvað ertu, draumur?
Hrafnhildi litlu Eiðsdóttur finnst hún vera stödd í
anddyri stórs húss, sem hún kannast ekkert við. Hún sér
þar enga manneskju, en heyrir óminn af háværum sam-
ræðum innan úr húsinu. Hún litast betur um í anddyr-
inu og kemur þá auga á frakka föður síns og loðskinns-
feld móður sinnar, sem hanga þama á herðatrjám. Pabbi
hennar og mamma hljóta þá að vera hérna í þessu húsi,
og þá hlýtur hún að mega fara inn til þeirra, fyrst hún
er hingað komin.
Hrafnhildur litla gengur nú inn breiðan gang að stór-
um dyrum, og þar ætlar hún að drepa á dyr, en áður
en svo langt er komið, opnast dyrnar sjálfkrafa, og við
augum hennar blasa stór og skrautleg salarkynni þétt-
skipuð prúðbúnu fólld, sem situr að snæðingi.
Hrafnhildur litla þokar sér áfrarn inn í salinn í leit
að foreldrum sínum, og brátt kemur hún auga á þau,
þar sem þau sitja saman við borð, og hjónin á neðri
hæðinni við hlið þeirra.
En nú hefir Hrafnhildur litla engan löngun til að gera
neitt vart við sig, hún hefir fundið foreldra sína, og það
finnst henni nóg, hún ætlar bara að fylgjast með og sjá
hvað pabbi og mamma eru að gera hérna í þessu stóra,
ókunna húsi.
Borðin í þessum stóru salarkynnum eru hlaðin dýrum
veizluréttum, sem fólkið neytir auðsjáanlega með mestu
ánægju og ræðir glaðlega saman á meðan. En brátt er
borðhaldinu lokið, og fólkið rís á fætur.
Nú gengur allt fólkið inn í annan sal, og Hrafnhild-
ur litla fylgist með því, án þess að nokkur virðist veita
henni athygli. í sal þeim, sem nú blasir við augum henn-
ar, eru þéttar raðir af smáborðum og stólum meðfram
báðum hliðarveggjunum, en á upphækkuðum palli fyrir
innri enda salarins sitja nokkrir prúðbúnir menn með
margvíslega gerð hljóðfæri, sem þeir leika fjörugt á, og
tónaflóðið fyllir stóra salinn.
Fólkið þyrpist nú fram á gólfið og svífur þegar í
dansandi hringiðu. Hrafnhildur litla horfir á foreldra
sína og hjónin á neðri hæðinni dansa um stund, en svo
ganga þau öll saman að borði f einu horni salarins og
Heima er bezt 413