Heima er bezt - 01.11.1970, Side 30

Heima er bezt - 01.11.1970, Side 30
setjast þar. Þau taka fram vindlinga og kveikja í þeim, en meðan þau sitja þarna og reykja, kemur einkennis- klæddur maður til þeirra með drykkjarföng á bakka, raðar þeim á borðið hjá þeim og hverfur síðan á brott. Þau fjögur við borðið lyfta glösum og drekka um stund, en svo rísa þau á fætur og hefja dansinn að nýju. Nú dansar mamma aðeins fyrsta hringinn við pabba, en svo er hún skyndilega kominn í faðm á einhverjum ókunnugum manni, og þessi ókunnugi maður er svo leiðinlega góður við mömmu, hann faðmar hana ákaft að sér í dansinum og talar ósköpin öll við hana, en svo virðist sem mömmu líki þetta háttalag mannsins ágæt- lega. Hrafnhildur htla er gripin nýrri, óþægilegri kennd, sem hún hefir aldrei þekkt áður. Hana langar til að kalla á mömmu úr faðmi þessa ókunnuga manns, en hún get- ur það ekki. Hún andvarpar. En hvar skyldi pabbi nú vera? Jú, þarna sér hún hann sitja við borð hjá Ingva á neðri hæðinni og tveimur öðrum mönnum, og þeir eru allir að drekka eitthvað úr glösum. En pabbi fer hægast í sakirnar, hann fylgist aðeins með. Ingvi og hinir mennirnir drekka með áfergju, og þeir eru eitt- hvað svo undarlegir í andlitinu. Pabbi er hins vegar eins og hann er vanur, þó langar Hrafnhildi litlu ósegjanlega mikið til þess að fá pabba burt frá þessum mönnum, en hún getur engan veginn komizt að borðinu til hans, það er eins og leiðin þangað sé henni algerlega lokuð. Þá fer hún aftur að svipast um eftir mömmu sinni, og nú sér hún hana og Gerði á neðri hæðinni sitja við borð hjá ókunnugum manni og konu, og þau eru öll að drekka eitthvað úr glösum, og mamma sýpur svo ört á sínu glasi og reykir vindiing í ákafa. Hrafnhildur þokar sér nú alveg inn að borðinu til þeirra og nemur staðar beint fyrir framan móður sína, en svo virðist sem enginn verði hennar var. Hún horfir um stund fast og rannsakandi á mömmu sína, og undar- leg skelfing gagntekur hana. Af hverju er mamma orðin svona breytt í andliti? Hún er búin að fá nýjan, torráð- inn svip, og augu hennar eru svo hræðilega skrítin. Skyldi það vera að kenna þessu, sem hún hefir verið að drekka úr glasinu. Hrafnhildur litla réttir fram höndina og ætlar að leggja lófann yfir glasið, sem mamma hefir verið að drekka úr, til þess að hún skuli ekki drekka meira úr því. En litlu stúlkunni til sárrar skelfingar nær hún alls ekki þangað. Borðið og fólkið, sem við það situr, tekur nú að hreyfast og líður hægt í burtu frá Hrafn- hildi litlu. Hún starir fast á eftir því, en getur ekkert aðhafzt, og nú sér hún ótal svarta skugga svífa yfir borðið og umhverfis það. í fyrstu líkjast þeir mannsandlitum, af- skræmdum af tryllingslegum hlátri, en brátt sameinast allir þessir svörtu, hræðilegu skuggar í eina órofa heild myrkurs, og borðið með drykkjarföngunum og fólkið, sem við það situr, er á hraðri ferð inn í þetta ógurlega myrkur. Hrafnhildur litla er alveg lömuð af skelfingu, mamma er að hverfa sjónum hennar. — Mamma! Mamma! hróp- ar hún af öllum mætti, — og við það vaknar hún heima í rúminu sínu. En skelfing draumsins yfirgefur hana ekki. — Mamma! Mamma! hrópar hún að nýju og rís upp til hálfs í rúminu. En nú opnast svefnherbergisdyrnar, og mamma Hrafnhildar litlu kemur inn. Þau hjónin voru rétt að koma heim úr samsætinu. Frú Lísa nemur staðar við rúm Hrafnhildar htlu og ýtir henni fremur ómjúklega aftur niður á koddann, um leið og hún segir óeðlilega höstum rómi: — Hvað gengur að þér, barn. Haltu áfram að sofa! Hrafnhildur litla leggst á koddann og horfir bæði hrædd og undrandi á móður sína. Svona hefir mamma aldrei komið að rúminu til hennar fyrr. Hún er alveg eins og hún var í hræðilega draumnum áðan. Roðinn á fríða andlitinu hennar er óeðlilega dimmur, og augun þokukennd og starandi. Frá þessum augum stafar nú engin hlýja né móðurumhyggja, heldur hyldjúpt myrk- ur. Litla barnshjartað varð hrætt og skalf af angist. Það hafði þráð vemd og kærleika móðurinnar eftir skelf- ingu draumsins, þegar hún kom að rúminu, en fylltist nú nýrri og enn dýpri skelfingu og sárari einstæðings- kennd en nokkru sinni áður. Mamma hefir bragðizt barninu sínu! Og á þessari ör- lagastundu brestur viðkvæmasti strengur trúnaðar- traustsins í barnssálinni, og mamma getur aldrei orðið söm í vitund litlu stúlkunnar hér eftir sem hingað til. Helgasta trúnaðartraustið er glatað. — Mamma, því ertu svona? hvíslar Hrafnhildur litla að lokum sárri og spyrjandi röddu. — Svona hvernig? Hvað er að þér, barn? Hvað viltu? Því sefurðu ekki? Þú, sem ert vön að sofa alla nóttina! Mamma ber ört á, og orð hennar eru óþýð og fálm- kennd. — Ég er svo hrædd. — Hrædd! Enga vitleysu. Farðu bara að sofa. Frú Lísa dregur sængina alveg fram á höfuð Hrafnhildar htlu og gengur síðan frá rúmi hennar, örlítið reikul í spori. En Eiður forstjóri kemur nú inn í svefnherbergið og segir þýðlega við konu sína: — Er nokkuð að Hrafnhildi litlu? — Nei, nei, það er ekkert að henni, hún er bara óþekk að sofa, svarar frúin kæruleysislega. — Pabbi, pabbi minn, hvíslar grátklökk barnsrödd undan sænginni, — komdu til mín. Eiður forstjóri hraðar sér að rúminu til Hrafnhildar litlu og lýtur niður að henni. 414 Heirna er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.