Heima er bezt - 01.12.1972, Qupperneq 2
Ég veit þú segir satt. Við höldum jól. Við sjáum eins
og vant er nú um tíma, hvað ból og hól og hjól og skjól
og sól er himnesk sending þeim, sem eiga að ríma. Þessar
ljóðlínur Þorsteins Erlingssonar hafa furðuoft hvarflað
í huga mér seinustu vikurnar við að horfa í fjarlægð á
undirbúning jólanna, bæði úti í Kaupmannahöfn og hér
heima. Skáldið lætur jólin vera hér eins konar hvöt til
rímaranna um að finna sem flest samrímandi orð, án
þess að efni eða baksvið ljóðsins snerti á nokkurn hátt
innihald eða gildi jólahátíðarinnar sjálfrar. Innantóm orð
og annað ekki. Og jólaviðbúnaðurinn hjá oss flestum er
af sama toga spunninn, íburður, auglýsingar, kaupæði,
sem gengur oft firnum næst. Þegar svo hátíðin sjálf
gengur í garð, verður það með ofneyzlu matar og
drykkjar hjá hverjum þeim, sem það getur. Fjarri sé
það mér að lasta það, þótt menn geri sér dagamun, geri
eitthvað til hátíðabrigða, þegar við á, slíkt er krydd lífs-
ins, sem vér raunar notum alltof lítið. Vér lifum alltof
mikið í hinum gráa hversdagsleika, sem margir smá-
munir gætu varpað lit og ljósi á, ef vér vildum. Eða þá á
öðru leitinu lifa menn um of við hvers konar stundar-
gleði, svo að grípa verður til æsilegri ráða, þegar um
einhver hátíðabrigði er að ræða. En hvernig sem það er,
vér höfum lagt oss til þær lífsvenjur að hætta að gleðjast
af smáu, og sjást þess skýrust merki í öllu jólahaldi voru.
Því að það er Iangt bil frá að gera sér dagamun og til
alls þess tilstands, rétt eins og á einu jólakerti og hinum
glæsilegu jólagjöfum nútímans.
Jólin eru fagnaðarhátíð, mun einhver segja, hví skyld-
um vér þá ekki vera glöð umfram aðra daga? Vissulega
er þetta rétt, en er það fögnuður jólanna, sem fram
kemur í jólahaldi voru? Er þar ekki á ferðinni einhver
gervifagnaður, sem raunverulega dylur fyrir oss hina
sönnu jólagleði.
Oss er ljóst, að jól kristinna manna eru haldin í minn-
ingu um fæðingu frelsarans, sem flutti mannkyninu boð-
skap friðar og kærleika. Friður á jörðu var söngur engl-
anna á Betlehemsvöllum, segir jólaguðsspjallið oss. Og
löngu áður en kristni kom til norrænna þjóða, héldu for-
feður vorir jólagleði til að fagna hækkandi sól, sigri
ljóssins yfir myrkrinu, vitnisburði þess, að í hönd færi
vöxtur og gróandi. Jólin eru þannig, hvernig sem vér
lítum á málið, hátíð ljóss, friðar og fagnaðar.
Friður á jörðu er boðskapur jólanna. Hvernig hefir
oss gengið að tileinka oss hann á tveim þúsundum ára.
Hvarvetna um heim logar ófriðarbál, svívirðileg hermd-
arverk eru unnin nær daglega víðsvegar í heimi, og undir
niðri ólgar í glóðum haturs og hefndarþorsta. Þó vantar
ekki friðarhjalið, og oft gæti oss virzt, að þeir, sem hæst
tala í þeim efnum vilji minnst gera til raunverulegra um-
bóta. Á friðarráðstefnum fer oft lengri tími til að ræða
sætaskipan á fundunum og röð mála á dagskrá en til
málefnanna sjálfra, sem að lokum eru jafnóleyst og í
upphafi.
Meðal vorrar fámennu þjóðar logar í flokkadráttum
og ófriði milli stétta og einstaklinga, og þótt vér veg-
umst ekki með vopnum, fljúga margar sárbeittar örvar
í annarra garð.
Það fer naumast hjá því, að oss hvarfli í huga, að bar-
áttueðli, sérhyggja og eigingirni séu svo ríkir þættir í
eðli mannsins, að hann geti ekki haldið friði. Stríð við
náungann sé honum jafnmeðfætt og andardrátturinn.
Vér skulum þó vona, að svo sé ekki, og boðskapurinn
frá Betlehem eigi eftir að rætast, svo að mannkynið
megi að lokum fagna friði og njóta velþóknunar Guðs.
Jólin eru hátíð ljóssins jafnt í andlegum og veraldleg-
um skilningi. Vér lýsum híbýli vor svo vel sem unnt er,
bæði utan og innan. Ekkert af táknrænum störfum jóla-
hátíðarinnar þykir mér jafnfagurt. Jólaljósin ljóma
skyndilega í skammdegismyrkrinu.
Enn er mér í barnsminni fögnuðurinn yfir því, þegar
ljós var kveikt í hverjum krók og kima. Gamlir moldar-
veggirnir fengu allt í einu bjartan svip, og skotin, sem
Grýla og aðrar óvættir gátu leynzt í, voru allt í einu
björt og hættulaus. Ég efast ekki um, að svo mikið
barn er í oss flestum, þótt árin færist yfir, að vér fögn-
um jólaljósunum af alhug. Ef til vill eru þau hið eina í
öllu jólahaldinu, sem færir oss verulega nær hugsjón
jólanna sjálfra, en hví geta þessi ljós ekki lifað í oss allt
árið? Er ekki hlýja og ljós eitt það, sem oss skortir mest
almennt. Sambúð okkar manna er yfirleitt án hlýju,
þótt vel fari á ytra borðinu. Vér ölum með oss of mikið
af sérhyggju, tortryggni og öfund, jafnvel til góðkunn-
ingja vorra. Vér getum ekki varizt því að gera saman-
burð á hag þeirra og vorum, og finnst þá oft sem þeim
vegni svolítið betur, húsið þeirra sé stærra, bíllinn vand-
aðri, þeir skemmti sér meira o. s. frv. Broddur öfundar-
innar særir oss, hvert sinn, sem vér hugsum til þessa. Vér
402 Heima er bezt