Heima er bezt - 01.12.1972, Page 4
WMNsNsNsNsNsA'SNNNNSNSNS^Nli
Séra PÉTUR SIGURGEIRSSON
vígslubiskup:
/rx<j)/r\
A
Áli\
Ev
Pann 10. des. í ár, annan sunnudag í jólaföstu,
gerðist sá merkisatburður, að fram fór endur-
vígsla gömlu Svalbarðskirkjunnar í Suður-Þing-
eyjarsýslu, sem reist hefur verið á kirkjulóð
fyrstu kirkjunnar á Akureyri. Þar sem sú kirkja hafði
verið rifin eftir að hún var afhelguð 1940, með tilkomu
hinnar nýju Akureyrarkirkju, hefur sú lóð verið auð
og beðið eftir því, að eitthvað væri gert fyrir hana til
þess að minna á helgi staðarins og sögu.
Stjórn Minjasafnsins, formaður hennar er Jónas Krist-
jánsson fyrrv. mjólkursamlagsstjóri, fékk áhuga á því
að fá í gamla byggðakjarna innbæjarins kirkju, sem gæti
verið sýnishorn af guðshúsum fyrri tíma, og hóf að
kynna sér um hvaða kirkjur væri að ræða.
Þá stóð svo á, að gamla Svalbarðskirkjan var enn uppi-
standandi. Hafði sóknarnefnd Svalbarðssóknar gefið
Æskulýðssambandi kirkjunnar í Hólastifti bygginguna
og var ætlunin að flytja hana austur til sumarbúðanna
við Vestmannsvatn. Þegar til átti að taka, var sú ráða-
gerð talin ógerleg vegna flutningserfiðleika. Stjórn
Minjasafnsins fór þess á leit við sambandið að fá þessa
gömlu kirkju í umræddu skyni og varð sambandið við
þeirri bón. Kirkjuhúsið var svo flutt til Akureyrar árið
1970 undir umsjón safnvarðarins, Þórðar Friðbjarnar-
sonar. Hann sá einnig um nauðsynlega viðgerð á kirkj-
unni til þess að hún yrði aftur nothæf.
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, og
þáverandi þjóðminjavörður, dr. Kristján Eldjárn, hafa
báðir farið mjög lofsamlegum orðum um menningar-
sögulegt gildi hússins. Er biskup var á vísitazíuferð um
Suður-Þingeyjarprófastsdæmi fyrir 10 árum bað hann
hlutaðeigandi að sjá til þess, að þessu merka húsi yrði
þyrmt. - „Þá þótti mér vel skipazt um örlög þessarar
fornu kirkju, þegar ráðið var, að hún yrði flutt til Akur-
eyrar og gerð upp á vegum Minjasafnsins þar,“ segir
biskup í bréfi til Minjasafnsins.
Hin gamla Svalbarðskirkja var byggð árið 1846 af
hinum kunna kirkjusmið Þorsteini Daníelssyni á Skipa-
lóni, og var afhelguð 1957, þegar nýja Svalbarðskirkjan
var vígð. Með þeirri viðgerð, sem hún hefur nú hlotið er
hún mjög stæðilegt hús og sómir sér vel með sínu hóg-
væra yfirbragði í hvamminum hjá Kirkjuhvoli.
Verður það að teljast góð lausn á meðferð gömlu
kirkjulóðarinnar, að fá þangað guðshús. Úr því að svo
tókst til, að Akureyrarkirkjan þar var rifin, hæfir staðn-
um ekki annar minnisvarði betur en annað musteri
drottni til dýrðar, þangað, sem menn geta áfram sótt til
lofsöngs og bænagjörðar eins og áður.
Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson,
fól mér á hendur það ánægjulega verk að vígja Minja-
safnskirkjuna. Til aðstoðar við þá athöfn voru prófastur
Eyjafjarðarprófastsdæmis, séra Stefán Snævarr á Dalvík,
/SNSfSNsNsNsNsN\NsNWsNSN/NS/MNS^^
404 Heima er bezt