Heima er bezt - 01.12.1972, Page 11

Heima er bezt - 01.12.1972, Page 11
Ef við sleppum fortíðinni, hvað verður þá uppi á teningnum þegar við athugum nútíðina? Er nokkurt hinna yngri skálda, er yrki betur en Elannes Pétursson? Ég veit það ekld, því ég er þeirra verkum svo lítið kunnugur. En það veit ég, að vel getur hann ort og að vei yrkir hann þegar hann er sjálfum sér trúr og köll- un sinni. Því miður hefur það borið við, að hann hafi, þó að ótrúlegt megi virðast, látið glepjast af dæmi skáld- fíflanna (eða óskáldanna), sfcm vilja yrkja en geta ekki, þykjast svo gjalda Torfalögin með því að raða mark- lausum orðum í mislangar línur. Ætli ekki að það hafi verið sálarkrypplingur af þeirri tegund, sem Skagfirð- ingurinn hafði í huga, er hann sagði: „Eftir þig gat enginn munað eina línu?“ Væri betur, að Hannes léti sig ekki framar henda slíkan apahátt. Hann hefir ekki þá afsökun, að hæfileikann skorti til að gera vel. En ég hefi ekki enn nefnt það skáldið, sem ég vildi gera ofurlitla tilraun að minna á. Það skáld er Árni G. Eylands. Og ég skal þá segja það strax, að ég hygg hann vera meðal hinna beztu skálda, er nú yrkja. Þeir menn, er um bókmenntir okkar skrifa, hafa undarlega litlu látið hans getið, enda undarlegt hvernig þeir virðast sneiða hjá sumum höfundum. Aldrei sá ég Guðmundar Geirdals að miklu getið, og þó er það sannleikurinn, að hann væri athyglisvert skáld. Og sagt hefir mér verið, að í bókmenntasögu, er út kom fyrir fáum árum, finn- ist hvorki nefndur Páll Kolka né Árni Eylands. Þó hafa báðir gefið út mjög merk ljóðasöfn. Auk þess hefir Páll samið sjónleik um Gissur jarl, ef til vill merkasta íslenzka sjónleikinn um sögulegt efni. Og með ágætum hefir hann þýtt fræg og mikil kvæði úr erlendum málum. — Báðir þessir menn eru nú komnir á efri ár. Um Árna Guðmundsson Eylands veit ég það, sem segir í Skagfirzkum Ijóðum (1957), að hann er fæddur 1895, lauk prófi úr Bændaskólanum á Hólum 1913, fór þá til Noregs (að sjálfsögðu félaus, eins og við vorum hartnær öll, sem upp ólumst um aldamótin), stundaði þar nám á búnaðarháskólanum í Ási, kvæntist (1918) norskri stúlku, Margit Fosstveit, og kom ekki löngu síðar heim til íslands (1921). Síðan má segja, að hann hafi alla tíð með ýmsum hætti unnið málefnum bænda og landbúnaðarins, alveg eins þau árin, sem hann var (ólaunaður) búnaðarfullrúi við íslenzka sendiráðið í Osló. Má hiklaust telja, að hann hafi allan tímann verið á meðal fremstu öndvegismanna í landbúnaðarmálun- um og brautryðjandinn í notkun stórra landbúnaðar- véla, þeirra er beinlínis ollu aldahvörfum í jarðræktar- málum landsins.1 Árni Eylands er maður skarpgáfaður og svo fjölgáf- 1 Enda þótt markmiðið með grein þessari sé það eitt að vekja athygli á skáldskap Árna G. Eylands — ef þetta mætti takast, — en ekki öðrum ritstörfum hans, miklum og merkilegum, er þó a. m. k meinlaust að láta þess getið, að á sviði búnaðarmálanna hefir hann verið einn hinn stórvirkasti rithöfundur sinnar sam- tíðar, og um rit hans, Búvélar og ræktun (1950), hefir verið sagt að vera mundi séístxð í norrænum bókmenntum. aður, að svo er sem allt liggi opið fyrir honum. Og fyrir hans mikla áhuga um alhliða menningu þjóðarinnar, hef- ir hann því öðlazt ljóst skyn á öllum þjóðmálum, enda lætur hann ekkert athugalaust fram hjá sér fara og er um engin menningarmál kærulaus. Hann varð ekki að- eins fyrstur manna til þess að sjá það, að kominn var nýr tími, sem krafðist nýrrar tækni í jarðræktarmálum, heldur og fyrsti maðurinn til að hreyfa þeim málum, sem ekki komu bændastéttinni við fremur en öðrum landsmönnum. Þannig mun hann fyrstur manna hafa bent á það á opinberum vettvangi, hve léleg var aðbúð Dana að handritasafni Árna Magnússonar og í hvílíkri hættu safnið var af þeirri ástæðu. Fyrstur benti hann líka á það, hve úrelt og skaðleg væri orðin hin mikla sundurgreining þjóðfélagsins í smáar heildir og gerði mjög skynsemlegar tillögur um nýja skipan. En þegar svo stjórnarvöldin tóku málið til meðferðar og skipuðu nefnd til þess að gera tillögur um nýja skiptingu, gengu þau fram hjá Árna og tóku hann ekki í nefndina. Var sízt að undra, að sumum mönnum þótti þetta kynlegt. En hvaðeina hefir sínar orsaldr. Það hafði um langa hríð ekki verið kunnugt, að Árni hyllti fremur einn stjórnmálaflokk en annan, og þeir menn, sem þannig er farið, eru að jafnaði litnir hornauga af ríkisstjórninni, hver sem hún er. Hún sneiðir hjá þeim eins og verða má. En í málum almennings þurfti aldrei að efa, að Árni Eylands mundi fara að því einu, hvað hann hugði þjóðinni allri fyrir beztu. Fyrir málafylgju sína hefir hann stundum lent í deilum við þá, er höfðu önnur sjónarmið en hans, en aldrei vissi ég hann bera lægra hlut í þeim viðskiptum, enda er hann maður rökvís, og málsnjall jafnt í ræðu sem riti. Þetta er líldega orðinn óþarflega langur formáli, þar sem tilgangurinn með greinarkomi þessu var sá einn, að minnast lítillega á skáldskap Árna Éylands. Það sem fyrst af öllu vekur athygli þegar flett er kvæðasöfnum hans þremur — en þau eru Mold, Gróður og Brattahlíð (þetta síðasta prentað 1960) — er það, hve meginþorri ljóðanna snýst með einhverjum hætti um ísland, landið sjálft og héruð þess, sögu þess og söguhetj- ur að fornu og nýju, þjóðina sem landið byggir, uppruna hennar og upprunatengslin, gleðistundir hennar og raunadaga, og þá frjóanga, sem hún hefur skotið er- lendis, og þá vitanlega einkum í vesturheimi. En Vestur- íslendingar ætla ég, að eigi í honum stærri ítök en flestum öðrum austan Atlantshafsins. Ég minnist þess ekki um ljóð nokkurs annars skálds, að þau séu svo yfirgnæfandi samofin ættjörðinni. Líklega að Jón Þor- kelsson komi þar helzt til sambanburðar um yrkisefnin. Margur mundi ætla, að af þessu hlyti það að leiða, að kvæðin yrðu einhæf og tilbreytingarlítil. En svo er alls ekki. Það má lengi yrkja og skrifa um sama efni og þó láta það ávallt vera nýtt. Állur skáldskapur er í raun- inni endurtekning þess, sem einhver hefir áður kveðið. Ég minnist þess, að þegar út komu Hvammar Einars Benediktssonar, kvað við úr öllum áttum, að nú gerði Einar eklti annað en yrkja upp sjálfan sig. Með þessu Heima er bezt 411

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.