Heima er bezt - 01.12.1972, Side 21

Heima er bezt - 01.12.1972, Side 21
Á Þingvöllum voru oft fyrstu kynni hjónaefna. Þrælarnir voru fljótir að átta sig á því, að víðáttan og landshagirnir í þessu nýja landi, gaf þeim tækifæri til að ná langþráðu frelsi. Hér gátu þeir strokið og haft ofan af fyrir sér á stöðum, þar sem líkindi voru til, að enginn finndi þá. Eins gátu þeir flokkað sig saman og gerzt stigamenn í skógum og stundað ránsskap, þótt áhættusamt væri. Landnámsmenn hafa því séð, að þeir gátu reynzt hættulegir og höfðu reyndar fyrir sér dæm- in. Hyggilegast var því að umgangast þessa herteknu menn með meiri vinsemd en tíðkast hafði hingað til, auka heldur á frjálsræði þeirra, jafnvel veita þeim alger- an rétt frjálsborinna manna. Margir þrælanna voru hinir nýtilegustu menn til allra verka og kunnu talsvert til farsællar búsýslu. Nokkrir þeirra voru jafnvel kynbornir menn, þótt örlögin hefðu leikið þá svona grátt. Mcð réttu má því segja, að landið sjálft, víðáttan og landkostir, hafi borið í sér frelsið, og hér var ekki unnt að lifa nema í frelsi og með virðingu fyrir fólki. Frelsið verður þó alltaf einhverjum annmörkum háð. Erindi Gríms var því að fá menn til að bindast samtök- um um að halda uppi einhvers konar reglum um frið- samleg samskipti og koma upp stofnun (Alþingi), sem fært væri að segja til um hverjar þessar reglur væru. Þetta skildu bændurnir og tóku því erindi Gríms vel, og til að sýna hug sinn gáfu þeir honum einhvers konar gjafir, sem hann gaf svo aftur til hofanna. Þetta sýnir hvað karlinn hefur verið vitur. Hér hefur honum gengið tvennt til. I fyrsta lagi hefur hann verið fjarska glaður yfir því að hafa komizt klakklaust úr hinu erfiða ferðalagi og því viljað sýna guðum sínum þakklæti. í öðru lagi hefur hann viljað sannfæra bænd- ur um, að til ferðalagsins hafi honum ekki gengið fé- girnd, heldur hafi hann lagt það á sig af friðarþrá og friðarþörf og til að skapa hér öryggi. Og bændurnir urðu sammála um að stofna til Alþing- is. Því var valinn staður í Bláskógum, sem seinna fékk svo nafnið Þingvelhr. Margir ímynda sér, að Þingvellir hafi orðið fyrir valinu, af því að staðurinn hafi þótt svo fallegur. Ólík- legt er það. Þingvellir þykja þó fallegur staður og hafa kannski verið enn fallegri á dögum Gríms geitskarar, en um fegurð eru alltaf skiptar skoðanir. Staðurinn hefur verið valinn af hagkvæmnisástæðum. Hann lá vel fyrir samgöngum úr stærstu og fjölmennustu landnámshér- uðunum, Borgarfirði og Suðurlandi. Lengra var að sækja úr öðrum héruðum, menn þó sætt sig við staðinn, af því að þeir hafa talið hagsmunum sínum bezt borgið með því að bindast samtökum við fjölmennustu héröðin. Fleira hefur þó komið til um val staðarins. Landnáma segir, að staðurinn hafi verið lagður til þinghaldsins af því að gnægð viðar hafi verið í Bláskóg- um og á heiðum var stór og góður hrossahagi. Hvoru- tveggja hefur verið nauðsynlegt þar sem miklu fjöl- menni var ætlað að koma saman. Viður var nauðsyn- legur til að elda við matinn og eins til að hita upp vistar- verur þingmanna, búðirnar svonefndu. Eina og eina spýtu hefur og mátt nota í þak yfir torf og grjótveggi búðanna. Þingmenn komu allir á hestum, þá þurfti að fóðra og stórt flæmi nauðsynlegt svo til örtraðar kæmi ekki. Þá hefur aðstaðan ekki versnað við nálægð Þing- vallavatns, en ætla má, að þangað hafi mátt sækja marg- an girnilegan silunginn í pottinn. Alþingi var einstök stofnun. Hún hefur aldrei verið hugsuð sem tæki í valdabaráttu einhvers eins höfðingj- ans, sem hug hefði á að ná hér yfirráðum. í þessari stofnun var frá upphafi leitast við, að sem flestir hefðu hönd í bagga með stjórnarfari. Sá sem þuldi upp lögin, lögsögumaðurinn, var fremstur meðal jafningja, og aðrir þingmenn fylgdust með því, að rétt væri farið að og gerðu óspart athugasemdir ef svo var ekki. Þingvellir urðu höfuðstaður landsins um margar aldir. Þangað þ) rptust menn úr öllum landshornum seint í júní eða snemma í júlí til að sinna alvarlegum málum og til að sýna sig og sjá aðra. í þetta mátti samt ekki eyða lengri tíma en hálfum mánuði. Hér hefur farið fram lífleg verzlun og alls konar önnur mannleg sam- skipti í alvöru og leik. Þinghaldið hefur sennilega stuðlað meira en nokkuð annað að sambræðslu landsmanna í eina heild, og ef til vill því að þakka, að svo að segja Heima er bezt 421

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.