Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.12.1972, Blaðsíða 30
— Það mynduð þér líka gera, ef þér vissuð af hverju við erum að hlæja, sagði ég og leit á hann hálfbrosandi. I sama bili blossaði skært ljós og síðan annað. — Fínt, sagði hann við ungan mann með mynda- vél, sem stóð rétt við borðið okkar, svo hneigði hann sig kurteislega fyrir okkur og sagði: — Við erum blaðamenn frá Nýja Fréttablaðinu og erum að mynda skemmtanalíf borgarinnar og það væri synd að segja að þið skemmtuð ykkur ekki, þakka ykkur kærlega fyrir, sælar frúr mínar. Hann hneigði sig aftur og síðan sneru þeir sér að næsta borði, og tóku þar myndir. — Ja hérna, ég hef aldrei vitað betra, skríkti Anna. — Já sagan þín Hilda, hún var sko enginn harm- leikur, svo hláturinn var ekta, sagði Fía og hinar tóku í sama streng. — En spennandi að komast í blöðin, sagði Elsa, — við erum aldeilis heppnar. En Andrea var ekki uppnæm fyrir svona löguðu. — Yss, sagði hún, — verið þið nú ekki alltof vissar um það, að við komumst í blöðin, ég hef einu sinni áður lent í svona löguðu. — Og hvað? sögðum við hinar í kór. — Hvað, — nú það hefur engin mynd komið af mér í blaði hingað til, eftir því sem ég bezt veit, sagði Andrea og studdi hönd undir kinn súr á svip. En myndin af okkur kom í Nýja Fréttablaðinu, nokkrum dögum seinna, og þvílík sprengja í fjöl- skyldunni, það fór bara allt á annan endann. Ég átti mér einskis illsvon, stóð við eldhúsborðið í mesta sakleysi og flysjaði kartöflur, eins og ég hef gert mörg, mörg, þúsund sinnum, nei milljón, mill- jón sinnum, — ég hata að skræla kartöflur — þegar Haukur geystist in úr dyrunum með blað í höndun- um og hrópaði: — Mamma, viltu sjá? Og hann rak blaðið upp að nefinu á mér. — Sjá hvað, spurði ég, án þess að leggja frá mér hníf eða gaffal. — Myndina af þér, hérna sjáðu. Þú ert bara eins og-----ja, ég veit ekki hvað, þú ert svo sæt mamma, sjáðu og hlustaðu bara á það sem stendur hér undir: — Hér eru nokkrar frúr að lyfta sér upp frá amstri daganna og það leynir sér ekki, að þær skemmta sér prýðilega. Hver á þetta fallega bros frúarinnar lengst til vinstri upplýsum við ekki, það leyndarmál hennar er vel og dyggilega varðveitt hjá okkur, því getur hún treyst. Svo tók Haukur utan um mig og dansaði með mig um gólfið. — Mamma, það ert þú sem ert lengst til vinstri, sjáðu bara. Og það var ekki um að villast, þarna vorum við allar skælbrosandi og ánægðar með okkur, og ég sjálf ekki hvað sízt, ljósmyndarinn hafði einmitt smellt af okkur á réttu augnabliki. Sallý kom í þessu, hún hafði séð blaðið á snyrti- stofunni og var að rifna úr monti. — Mamma, þú ert svo sæt á myndinni og þær á stofunni gátu bara ekki talað um annað en hvað þú værir falleg og smart kona. Lalli bættist fljótlega í hópinn og þegar hann fékk að heyra um þennan „stórkostlega“ atburð innan fjölskyldunnar, hrópaði hann: — Vá, mamma, þú ert nú meiri skvísan, bara alveg eins og fegurðardrotting. Og svo kom Axel heim að borða, þá var í fyrsta sinn, síðan við giftum okkur, maturinn ekki á borð- inu. Fiskurinn var orðinn að stöppu í pottinum, ég hafði í öllum ósköpunum gleymt að slökkva á plöt- unni og kartöflurnar voru kaldar og hálfskrældar á borðinu. Krakkarnir hrópuðu öll: — Pabbi, ertu búinn að sjá myndina af mömmu í blaðinu. — Já já, sagði Axel glaðlega, en ég fann á mér að sú gleði var blandin og flýtti mér að segja: — Svona krakkar mínir, ein ómerkileg mynd í blaði er nú ekki þess virði að gera svona mikið veð- ur út af, við ættum að minnsta kosti að borða, finnst ykkur ekki? — Jú jú, sagði Sallý og lauk við að skræla kartöfl- urnar, en þetta er nú dálítið sérstök mynd, mamma þú ert svo sæt eiginlega bara eins og ljósmyndafyrir- sæta. — Já, það er satt, sagði Haukur. — Þið eruð allar agalega góðar, þó ert þú auðvitað lang bezt. — Já, ég veit ekki hvernig á því stendur, en mér finnst þú hafa breyzt upp á síðkastið mamma, sagði Sallý. — Einmitt það, sagði ég og setti upp tvírætt bros. — Mamma hefur alltaf verið sæt, sagði Haukur og kyssti mig á kinnina. — Ekki satt pabbi? — Auðvitað drengur minn, þess vegna kvæntist ég henni, sagði Axel í léttum tón, en samt leyndi það 430 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.