Heima er bezt - 01.12.1972, Side 34

Heima er bezt - 01.12.1972, Side 34
útvörður íslands, og það starf, sem hann hefir unnið íslenzkri menningu og þjóðemi á þeim vettvangi, með fádæmum mikið og gott, og verður seint að fullu metið. Þessi bók er í raun réttri einn þáttur í starfi hans að skapa tengsl milli íslands og um- heimsins. Halldór Laxness: Guðsgjafaþula. Rvík 1972. Heigafell. Ný skáldsaga frá Laxness er alltaf viðburður, ekki sízt þessi nýja saga, þar sem hann bregður að nokkru á nýjan stíl og form, eða eins og hann sjálfur segir, að hún sé „blendingur af ýmiskonar ritsmíðum, svo sem æviminningum, heimsádeilu, blaðagreinum, kveðskap, sagnfræði, smásögum og sagnafróðleik . . . . en allt diktur að efni og formi.“ Má vera að svo sé, að allt sé þetta diktur, en hvað um það, efnið, þótt sundurleitt sé, er haglega saman ofið í skemmtilega bók. Baksvið sögunnar er síldarævintýri íslendinga allt frá hruninu mikla 1920 og meðan síldin sást við landið. Er þama furðulega glögg mynd af þessum atburðum, sannari en margar aðrar þjóðlífsmyndir hins ágæta höfundar, og skrifuð af meiri samúð með persónum en honum er títt. En þótt vér skynjum þarna síldarævintýrið mikla, með öllum þess kynjum, þá eru samt persónulýsingar sögunnar meira virði. Þar ber íslandsbersa hæst; hann verður vissulega ein af hinum miklu persónum íslenzkra bókmennta, en margir munu þekkja fyrirmyndina, sem og fleira, er fyrir kemur í sögunni. Sem sagt höf. hefir skráð hér skemmti- lega og hugþekka bók, sem vissulega mun auka hróður hans og vinsældir. Olafur Briem: íslendingasögur og nútíminn. Rvík 1972. Almenna bókafélagið. Bók þessi er leiðarvísan handa nútímamanninum til að skilja og njóta íslendingasagna. Hún er auðskilin, ljós og lipur í framsetn- ingu, og gerð af óvenjumiklum skilningi á menningarverðmætum sagnanna, en laus við allt það yfirlæti frásagnar, sem oft einkennir skrif þeirra, sem við bókmenntaskýringu fást. Allir, sem læsir eru, geta nokkuð af henni lært. Þeim, sem kunnugir eru sögunum, gef ur hún ný sjónarmið og umhugsunarefni, jafnframt því, sern hún hlýtur að skerpa ást þeirra og virðingu fyrir þessum dýi- gripum menningar vorrar. En hinum, sem ekki þekkja til forn- ritanna og ef til vill óttast það, að sögurnar séu eitthvert tormelt torf, opnar hún nýja heima, og leiðir þá frá hverjum staðnum til annars, fegurri og girnilegri til fróðleiks. Hefir höfundur með bók þessari unnið þarft verk og gott. Ég hefi nokkra ástæðu til að ætla, að sögur vorar séu minna lesnar en skyldi af ungu fólki, einmitt af því, að það treystir sér ekki til þess að njóta þeirra, en lítur á það, sem þar er óaðgengilegt. En Ólafur Briem hefir fengið þeim hnoða í hendur, sem vísar þeim rétta leið, án þess hann nokkru sinni reyni að troða einhverjum sérskoðunum inn á Ráðning á verðlaunakrossgátu HEB J 0 • ■ £ • A /3 L 'H 5 H N 2) / • v L £ R. K u t) u ■ sæ F Q N / & 5 EY L. /< U F U N &■ PR. • 5 / T R f) N H S /< UR • 5 æ L U 3 ■D U L U R • V O R H RHT R ! T / R S / F o R ue Ö R R /V H ú F fí /< O L L. H s N H U Ð • R / S L f) R O F r 3 & • Q'O N s • • R u • /9 P R V QT N • 5 /< o ■ L 7 7 l t> O RT ■ s /< 'F) V £ 5 • R H LL ■ s R H P R s u i< i< • R P u ~Ð r H Sr f) R_ • /r>H R F) • um ■ R / N N 5 E & L. u m Ý F) N & P) H / 3 /n 1 R U S L • NÆ R L H R O ■ RP Fr /? ■ 5 ! Það fer ekki á milli mála, að áskrifendur Heima er bezt hafa margir hverjir ánægju af að glíma við krossgát- urnar hans „Ranka“ vinar okkar, enda berst alltaf mikið af réttum ráðningum til blaðsins. Ráðningin á síðustu verðlaunakrossgátunni er svona: VORNÓTT í skyggðum fleti skuggi stóð, skammt frá nýjum degi, þegar sunna, sæl og rjóð, sökk — í norður vegi. Eins og að undanförnu eru veitt þrenn verðlaun fyrir rétta ráðningu, þ. e. bækur eftir eigin vali úr Bókaskrá HEB 1972, að verðmæti allt að kr. 1000.00 (HEB-verð) handa hverjum verðlaunahafa. Nöfn eftirtalinna þátttakenda, sem sendu rétta ráðn- ingu, voru dregin út: 1. Guðmundur Þórarinsson, Vogum, Kelduhverfi, N.-Þing. 2. Sólveig Sigurjónsdóttir, Sunnuhvoli, Stöðvarfirði, S.-Múl. 3. Inga Gísladóttir, Kársnesbraut 74, Kópavogi. Við óskum verðlaunahöfum til hamingju og biðjum þá að velja sér nú bækur úr Bókaskránni fyrir allt að kr. 1000.00 hvern. 434 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.