Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 5
Brceðurnir Áskell og Jón Jónssynir veða urriða í Fiská við ísólfs-
vatn um 1920.
ótrúlegt, að hann eigi auðvelt með að sitja lengi, fremur en
þeir vængjuðu vorboðar, sem við æðarbændur metum
mikils og verja varp gegn illfygli hverskonar og öðrum
vargi. Áskell er tónlistarmaður og mun halda áfram að lifa
og hrærast í þeirri voraldarveröld, sem tónlistin opnar
þeim, sem unna henni af alhug.
Gleymdi að endurtaka
Þegar við höfum lofað veðurblíðuna, sem ríkir við Eyja-
fjörð þessa Góudaga, þá vík ég talinu að uppvexti Áskels.
— Það var alltaf margt fólk heima á Mýri á uppvaxtar-
árum mínum. Við vorum nú níu systkinin og auk okkar og
foreldra okkar dvaldist þar löngum fleira fólk til lengri eða
skemmri tíma. Mikið var sungið á því heimili. Mamma
hafði góða söngrödd og pabbi, sem snemma hafði fengið
sér orgel, spilaði og stjórnaði söng. Hann var lengi organisti
í Lundarbrekkukirkju og hefur að líkindum tekið þar við af
frænda sínum, Sigurgeir Jónssyni frá Stóruvöllum, sem
síðar var organisti á Akureyri og leiðandi maður í tónlist-
arlífinu þar.
Ég byrjaði snemma að læra á orgel hjá föður mínum og
var á milli fermingar og tvítugs, þegar ég fór að aðstoða
hann dálítið við kirkjusönginn. Hann leyfði mér að leika
þar á orgelið, þegar honum fannst ég hafa náð tökum á því.
En ég gleymi því seint, þegar mér brást bogalistin fyrst.
Kórinn átti að syngja „Lofið vorn Drottinn, hinn líknsama
föður á hæðum.“ Ég gætti þess ekki, að endurtaka þessar
laglínur, eins og á að gera, heldur hélt ótrauður áfram og
. ogfagnaði góðum gesti. .
Þetta kom mér allt í huga, þegar ég gekk upp Grófargilið,
sem Akureyringar kenna nú fremur við kaupfélagið, hélt
fram hjá Barnaskóla Islands (Akureyrar), Gagnfræðaskól-
anum og sveigði síðan upp hjá Andapollinum neðan
sundlaugar þar sem álftir kvökuðu í blíðunni daginn eftir
föstuinngang, reyndar á bolludaginn. Áfangastaður minn
var við Þingvallastræti nokkru ofan við Iðnskólann, sem nú
er kominn í bland við Verkmenntaskólann. Þarna efra í
húsi númer 34 við Þingvallastræti býr Áskell Jónsson
söngstjóri frá Mýri með konu sinni Sigurbjörgu Hlöðvers-
dóttur frá Djúpavogi. En hópur barna þeirra, sjö eru þau
talsins, er uppkominn og horfinn úr foreldrahúsum, svo
orðið er rúmt um þau. Hins vegar létu þau þess getið, þegar
við vorum sest inn í stofu, að í rauðabíti þessa dags hefði
hús þeirra fyllst af fólki og ekki allt verið hátt í loftinu. Voru
þar komin þau börn þeirra hjóna, sem búa á Akureyri, og
fjölskyldur þeirra, til þess að drekka morgunkaffi með afa
og ömmu og salla á sig rjómabollum í tilefni dagsins. Þetta
er föst venja í Þingvallastræti og víst er um það, að heim-
sóknir eru tíðar þar á bæ og hafa jafnan verið, enda í
samræmi við það, sem tíðkaðist á bernskuheimilum þeirra
Áskels og Sigurbjargar. Má geta þess, að þótt Mýri í Bárð-
ardal virðist afskekkt jörð, var þar löngum gestkvæmt og er
svo enn. Þaðan var lagt upp í lengstu fjallgöngur á haustin
og á vorin var jafnan tekið á móti fjölmörgum upprekstr-
armönnum neðan úr dal og lengra að. Þá var lagt þaðan á
Sprengisand, og ósjaldan komu þangað hópar langferða-
manna óvænt af sandinum, langþreyttir og sumir illa til
reika, og fengu jafnan hina bestu aðhlynningu og beina. Er
mér fullkunnugt um það, að gestrisni á Mýri hefur löngum
verið rómuð.
Áskell Jónsson á samkvæmt kirkjubókum Ljósvatns-
þinga að vera orðinn 75 ára, fæddur á Mýri þann 5. apríl
árið 1911. Þótt hann sé nú hvítur fyrir hærum, þá hefur
andlegt fjör hans ekki dofnað, svo mér er ómögulegt að
skipa honum í sveit öldunga. En lögbundnar starfsaldurs-
reglur hafa hins vegar svipt hann embættum og krefjast
þess, að hann setjist nú í helgan stein. Þykir mér næsta
Gamli bærinn á Mýri í Bárðardal um 1940.
Heimaer bezt 77