Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Side 10

Heima er bezt - 01.03.1987, Side 10
Sverrir Pálsson og Jóhann Konráðsson stilla saman raddir sinar við undirleik Áskels. saman, einnig á sviði tónlistar. Hann er söngmaður góður og um langt skeið sungu þeir saman, hann og Jóhann heitinn Konráðsson. Var ég fyrst undirleikari með þeim á fjölmennum æskulýðssamkomum, sem núverandi biskup, séra Pétur Sigurgeirsson, stóð fyrir fyrst eftir að hann hóf prestsferil sinn á Akureyri. Þeir félagar sungu ýmist dúetta eða einsöngslög og þetta leiddi síðar til söngferðalaga með þeim. Og þá kom blessaður landbúnaðarjeppinn oft í góðar þarfir fyrir lista- og menningarlíf sveitanna. Ég kenndi söng við Gagnfræðaskóla Akureyrar til ársins 1974. Ég hafði einnig tekið að mér að kenna stærðfræði og hefi stundum haldið því fram af hæfilegri alvöru, að það hafi ég haft upp úr bókhaldinu á Reykjum forðum daga. En þótt ég þreyttist með árunum, ekki síst er kom fram á hinn órólega sjöunda áratug, þá lauk þessum langa kenn- araferli á skemmtilegum vetri. Ég var þá yfirkennari og kenndi ekki annað en söng. Framan af hafði ég lítinn bókakost við söngkennsluna. En til þess að bæta úr því, þá settum við Páll bróðir minn saman dálítið kver með nótum árið 1954: Söngbók skólanna, með lögum, kvæðum og söngfræðiágripi. Fengum við Hilmar Magnússon á Akur- eyri til þess að teikna nóturnar og hann sá einnig um prentun bókarinnar, sem kom út í talsvert stóru upplagi. Helgi Elíasson fræðumálastjóri studdi þessa hugmynd, en fjárstyrk fengum við engan. Hins vegar fór bókin víða og seldist fljótlega upp. — Hugljúfasta starfið — Við höfum nú staldrað nokkuð við skólastarf þitt og þá er eftir þátturinn, sem átti að vera aðalefni þessa viðtals. En nú er mér ljóst, að við verðum að stikla hér á stóru í frásögn af söngstjórn þinni á Akureyri. — — Eins og ég gat um áður, þá tók ég að mér stjórn Karlakórs Akureyrar haustið 1943. Lengst hafði nafni minn, Áskell Snorrason tónskáld, stjórnað kórnum, en ég tók við honum af Sveini Bjarman, sem hafði þá um skamma hríð annast söngstjórn. Karlakórnum stjórnaði ég síðan allt til ársins 1966 eða því nær í aldarfjórðung. Og því fylgdi svo sem meira starf, því árið 1961 var ég kjörinn formaður Heklu, sambands norðlenskra karlakóra. Þrem árum síðar var minnst 30 ára afmælis sambandsins og af því tilefni gáfum við út hljómplötu. Þetta varð óneitanlega talsvert starf til viðbótar öllu hinu. En á fyrstu árum mínum með Karlakór Akureyrar lék ég undir með Smárakvartett- inum um nokkurt skeið, áður en Jakob Tryggvason tók það að sér og einnig leysti ég Jakob af í eitt ár frá Lúðrasveit Akureyrar. Annars er þetta orðin upptalningin ein, en frá ýmsu væri hægt að segja sem gerðist á þessum árum. Rétt er að geta þess, að þótt ég hefði ánægju af því að stjórna Karlakór Akureyrar, þá hefi ég eigi að síður alltaf haft meiri áhuga fyrir blönduðum kórum. Árið 1945 tók ég við organistastarfi í Lögmannshlíð af Jakob Tryggvasyni og hef nú stjórnað kirkjukórnum þar í rúm fjörutíu ár. Auk þess sem kórinn hefur flutt marga tónleika á heimaslóðum, hefur hann víða farið um landið með söng sinn og um fjölda ára notið hinna ágætu sólista, Helgu Alfreðsdóttur og Eiríks Stefánssonar. í tilefni af 40 ára afmæli kórsins 1985 gaf hann út hljómplötu. Af starfinu með kórnum, einsöngvurum og hljómlistarfólki hefi ég jafnan haft ómælda ánægju. Það er hugljúfasta starfið, sem ég hefi unnið, og samt sem áður er ég vel sáttur við að hætta með kórinn nú við vígslu fyrsta áfanga Glerárkirkju. Það er eins og punktur yfir i-ið að ljúka starfinu á þeim hátíðisdegi. Helga A Ifreðsdóttir og Eirikur Stefánsson bíða þess að Áskell gefi þeitn tóninn. 82 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.