Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 14
JÓHANNES HELGI:
Læknaskop
- Kynning ábók eftir Ole D. Lœrum prófessor í Björgvin -
Ole D. Lœrum heitir norskur íslandsvinur og læknir, kom-
inn af læknum í marga ættliði. Lærum er málamaður og
dregur ekki dul á hvert það erlent tungumál er, sem hann
skipar í öndvegi. Lærum er prófessor í líffærafræði við
háskólasjúkrahúsið í Bergen, Haukeland, og hefur um
árabil lagt stund á frumufræði í tengslum við krabba-
meinsrannsóknir og verið víðförull fyrirlesari og afkasta-
mikill rithöfundur á þeim vettvangi. Greinar hans og
bækur um þessi vísindi hafa verið þýddar á fjölda tungu-
mála. Þær eru ekki aðeins ritaðar á afar ljósu máli og
auðugu af samlíkingum, sem gera þær auðskiljanlegar
leikmönnum, þær eru að auki með bráðfyndnu ívafi og
þykir vel af sér vikið um svo hávísindalegt efni sem
frumufræði er, enda hefur verið sagt um prófessorinn að
hann sé merkur rannsóknarmaður sem stundi fræði sín af
mikilli alvöru, en taki hvorki sjálfan sig né læknastéttina
hátíðlega um of. Lærum hefur um árabil safnað gaman-
sömum læknasögum heima og erlendis og gert úr bók, sem
kom út s.l. haust í tengslum við aldarafmæli norska
læknasambandsins, útgefin af „Hjemmet-Fagpresseforlag-
et,“ Osló, í samvinnu við norska læknasambandið. Bókin
heitir „Fra Blodigler til Datamaskin, Muntre Legehistori-
er. “ Sögurnar eru ekki einungis bráðvel sagðar svo sem við
var að búast þegar Lærum á í hlut. Tenging einnar sögu við
aðra er oft vandinn meiri, og það verk leysir læknirinn af
hendi af mikilli íþrótt; sömu sögu er að segja um miðlun á
andrúmslofti sjúkrahúsa á hinum ýmsu tímum og læknis-
fræðilegar skýringar þar sem þær eiga við, þannig að leik-
maður er ætíð með á nótunum þar sem orðaleikurinn er
Prófessor Ole D. Lœrum.
Jóhannes Helgi rithöfundur.
reistur á læknisfræðilegum forsendum. Og þess er vandlega
gætt að sjúkdómurinn sem slíkur, þjáningin, standi utan
við gamanmálið sjálft, og lýsir sú afdráttarlausa aðgát vel
manninum sem á pennanum heldur. Samúð hans fer aldrei
milii mála. Þannig er vel fyrir öllu séð um svo viðkvæmt
mál sem sjúkdómar hljóta að vera í bland við gamanmál.
Prófessorinn kemst svo að orði í formála, samandregið
hér, að bókin fjalli um hina „huldu læknisfræði", þann
hluta hins læknisfræðilega hvunndags sem aldrei birtist í
stóru læknisfræðilegu kennslubókunum, bókin sé um
skrýtnu tilvikin sem lifi í munnlegri geymd hjá sjúklingum
og þó kannski öllu fremur hjá samstarfsfólki Iæknanna. Að
baki alvarlegs yfirbragðs margra lækna leynist oft ríkuleg
gamansemi. Þegar kvöldi að loknum ströngum starfsdegi á
læknaþingum stingi læknarnir oft nefjum saman og skiptist
á góðum gamansögum frá læknisvitjunum, sjúkrahúsun-
um, stúdentsárunum, og þó kannski einkum og sér í lagi
munnmælasögum sem gangi um skörungana gömlu, hina
stóru yfirlækna og prófessora af gamla skólanum. í þessum
gamansögum leynist oft drjúg menningarsöguleg heimild
úr heimi læknisfræðinnar.
Prófessorinn greinir frá því að á þriðja námsári sínu við
Hinn konunglega Friðriksháskóla í Kristjaníu, svo sem
hann hafi heitið á fínu máli — hafi atvikin hagað því svo til
að hann lenti fljótt í rannsóknum og þær hafi síðar á ævinni
orðið höfuðviðfangsefni hans innan læknisfræðinnar. Af
því hafi sjálfkrafa leitt að hann hafi löngum verið mikið á
faraldsfæti til fyrirlestra um Evrópu og Bandaríkin og þá
kynnst náið ýmsum ævafornum erfðavenjum, sem í há-
vegum séu hafðar við þessa háskóla. Fyrirlestrarnir eru þá
haldnir í virðulegum fornum sölum þar sem frægðarmenn
úr heimi læknisfræðinnar horfi ábúðarmiklir úr þungum
gullrömmum niður á áheyrendurna. Að fyrirlestri loknum
sé gjarnan farið út að borða og þá streymi sögurnar fram úr
tímans straumi, kostulegar frásagnir um hina stóru vís-
indamenn og lækna. Skyndilega eru þeir stignir einkar
mannlegir niður af hefðartindi sínum og lifi og hrærist í
sögunum. Með þeim hætti lífgi skopsögurnar upp sagn-
fræðina og geri okkur hana nákomna.
Verið er að þýða bókina á meginlandinu, veit ég, og
kannski víðar, enda vinsæl mjög hér í Noregi.
Ýmislegt bindiefni, forvitnileg flóra, sem eftirsjá er í,
situr vitaskuld eftir þegar einstakar sögur eru tíndar upp á
víð og dreif og þjappað saman, en við því er ekkert að gera.
86 Heima er bezt