Heima er bezt - 01.03.1987, Síða 15
í formálanum segir höfundurinn orðrétt: „Tilgangurinn
með bókinni hefur ekki verið sá að skrifa venjulegt
skrýtlusafn. Takmark skopsögunnar en annað en skrýtl-
unnar. Skopsagan felur í sér meira af hinu smáskrýtna sem
tengt er aldafari, bregður birtu yfir söguna og greinir frá
persónum og eins hinu, hvernig umheimurinn skynjaði
þær. Óhugnanlegar sögur og grófa fyndni á kostnað sjúkl-
inga hef ég sniðgengið.“
Og í öðru samhengi, einnig um tilganginn með bókinni:
„Um leið hugðist ég með efninu bregða upp aldarfars-
legum smámyndum sem kannski kynnu að stuðla að því að
vekja áhuga á sögu læknisfræðinnar. Kunnugleiki okkar á
þeim, sem á undan okkur hafa gengið, ætti helst ekki að
vera merki um háan aldur. á þá lund sem Carl Schiotz,
prófessor í heilsufræði í Osló, orðaði það eitt sinn í fyrir-
lestri:
„Áhugi sumra á sögu læknisfræðinnar vaknar fyrst
samfara æðakölkuninni, hjá öðrum samfara bólgum í
blöðruhálskirtli, og hjá nokkrum aldrei.“
Og ein sagan er raunar tengd íslandi og blöðruhálskirtlum,
Bergen og kunnum lækni þaðan. Ef Bergenar eru skap-
menn, þá eru þeir það svo um munar eins og eftirfarandi
saga er til vitnis um:
L/eiv Kreyberg var í þjónustu Bandamanna í síðari
heimsstyrjöld og gegndi m.a. störfum á íslandi um hríð.
Slíkur skapmaður sem hann var á bergenska vísu skarst
stundum heiftarlega í odda með honum og yfirboðurum
hans. Við eitt slíkt tækifæri skóf hann ekki utan af hlutun-
um. í löngu kærubréfi klykkti hann út með því að kalla
andstæðinga sína samsafn af gömlum blöðruhálskirtlum.
Þegar bréfið barst norsku herbækistöðvunum í London,
ræddu foringjarnir þar í fullri alvöru um að refsa Kreyberg
fyrir agabrot. Úr því varð samt ekki. Ástæðan var sú að
gamalreyndur herforingi réð þeim eindregið frá því með
þessari röksemd: „Náunginn er jú í þeirri aðstöðu að hann
getur sannað mál sitt.“
Geðlæknar eru uppspretta margra skopsagna, en þær
liggja flestar nærri venjulegum skrýtlum:
„Mjög merkilegt tilfelli af geðklofa,“ segir geðlæknirinn
við kollega sinn. „Sjúklingurinn trúir því ekki einungis að
hann sé tvær persónur, hann borgar einnig fyrir tvo.“
Sjúklingur lauk hverri einustu setningu með því að segja
Schscht. „Hvað í ósköpunum á þetta að þýða?“ spyr geð-
læknirinn. „Það er til að fæla burt fílana.“
„Já, en það fyrirfinnast engir fílar hér.“
Þessu svarar sjúklingurinn sigri hrósandi: „Þarna sjáið
þér!“
„Virðist þér sem geðlæknirinn þinn hafi komið þér að
einhverjum notum?“ „Það er nú líkast til! Áður var ég
dauðhræddur við að svara í síma; nú tek ég símann hvort
heldur hann hringir eða ekki.“
„Ég hygg nú að ég megi fullyrða að þér séuð að fullu
læknuð af stelsýki, frú,“ sagði læknirinn. „Afbragð læknir,
og hvað get ég svo gert fyrir yður 1 staðinn?" „Það er bara
að greiða þóknunina mér til handa þegar þér fáið reikn-
inginn,“ svaraði læknirinn. „En ef yður skyldi slá niður, þá
sá ég nokkur virkilega falleg pör af gullmansjettuhnöppum
hjá David Andersen....“
Þegar prófessor Holger Haxthausen, sérfræðingur í húð-
og kynsjúkdómum, var ungur læknir, opnaði hann stofu í
fjölbýlishúsi í miðborg Kaupmannahafnar. Á efstu hæð
bjó öldruð kammerinna (virðingarstaða við hirðina, aths.
þýð.), og mislíkaði henni mjög að hafa fengið lækninga-
stofu af þessari tegund í húsið. Dag einn mætti hún lækn-
inum á tröppunum: „Heyrið þér mig, hr. Haxthausen, það
hefur slæm áhrif á mig að hafa sjúklingana yðar á rápi hér
upp og niður tröppurnar með alla sjúkdóma sína. Maður á
jú einnig á hættu að smitast af kynsjúkdómi."
„Svona, svona nú, kæra kammerinna, sagði Haxthausen.
i „Þér þurfið nú ekki að fara klofvega niður handriðið á
I tröppunum."
Heima er bezt 87