Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 17

Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 17
varðar líkamlega skavanka. Paul J. Reiter hefur skrifað bók sem heitir: Martin Luthers Umwelt, Charakter und Psyc- hose“ í tveim bindum (Ejnar Munksgaards Forlag 1942). Þar kemur fram að auk sálrænna sérkenna sinna, sem benda til að hann hafi verið „maniodepressivur“ (sinnis- veiki sem lýsir sér í sterkum sveiflum milli sinnuleysis og ofláta), þá þjáðist hann af nýrnasteinum (urolithiasis). Og hann var ekki smálegur í þeim efnum: „Þegar steinninn gekk niður við eitt nýrnakastið fylgdi þvaglát í tvo tíma samfleytt og fylltust 11 „kander“ með þvagi. („Kande“: mælikanna sem tekur tvo potta). ... Það hefur tæpast verið létt verk að starfa sem læknir sagn- fræðilegra persóna. Þar þurfti að taka tillit til ýmiskonar heilagleikahugmynda, leyndar og allskyns formsatriða. Til marks um hið greypilega stranga spænska siðferði er þessi saga: Maria Anna (1665-1700), drottning Karls II Spánarkonungs, var dag nokkur í skemmtiferð er vagn hennar valt. Það var sýnt að drottningin hefði skaddast, að minnsta kosti leið yfir hana. Læknirinn taldi að hún kynni að hafa beinbrotnað og hugðist fá úr því skorið. En siða- meistari hirðarinnar stöðvaði rannsóknina á auga lifandi bragði með athugasemd sem jafnskjótt varð fleyg: „Drottningin á Spáni hefur engin bein.“ Frönsku konungarnir voru heldur engir smákallar þegar sá gállinn var á þeim. Lúðvík XIII. kenndi sér meins og lét senda eftir hinum kunna lækni, Moreau, og tók strax skýrt fram að hann myndi ekki sætta sig við að vera meðhöndl- aður sem venjulegur sjúklingur. Læknirinn svaraði: „Því miður get ég ekki gert neinn greinarmun, yðar hátign, því að ég meðhöndla alla mína sjúklinga sem væru þeir kon- ungar.“ Einkum voru sjúkdómar í kviðarholi erfiðir konungleg- um líflæknum, að ekki sé talað um þá keisaralegu. Um það vitnar þessi saga sem enn er á kreiki í háskólanum í Vínar- borg: Maria Theresia (1717-1780) var aðeins 23 ára þegar hún varð keisarainna yfir Austurríki-Ungverjalandi. 19 ára gömul giftist hún Frans Stefáni af Lothringen, stórhertoga af Toscana. Þau höfðu verið gift um hríð án þess að bólaði á barni. Þá var fremsti kvensjúkdómalæknir Vínarborgar sóttur til að rannsaka keisarainnuna og ráða bót á þessu. Viðtalið fór fram í stóra hirðsalnum í Schönbrunn. Keis- arainnan sat í hásæti sínu fyrir gafli og hirðin hafði tekið sér sæti meðfram veggjum. Hinn mikli kvensjúkdómalæknir gekk í salinn við hinn endann og marséraði alla leið upp til keisarainnunnar, kraup á kné og var síðan vísað til sætis á stól fast við hásætið. Hirðin öll lagði við hlustir og mikil eftirvænting ríkti um hvað næst mundi gerast. Keisarinnan laut fram og hvíslaði í eyra læknisins. Svo reis hann á fætur og hvíslaði í eyra henni. Augnabliksþögn. Hún hvíslaði á ný. Þá reis hann á fætur og hvíslaði að henni. Þá stokk- roðnaði keisarainnan. Þar næst eignaðist hún átján börn. Og ekki nóg með það. Dóttir hennar, Maria Christina, eignaðist hvorki meira né minna en 21 barn. En hverju kvensjúkdómafræðingurinn hvíslaði í eyra Mariu Theresiu hafa síðari tímar aldrei fengið að vita. Keisaralegir sjúklingar eiga það til að vera ónotalegir í garð lækna sinna. Vilhjálmur II. Þýskalandskeisari of- kældist og lét kalla til lækni. Lækninn langaði að uppörva keisara sinn og róaði hann með því að hans hátign hefði einungis orðið sér úti um smávegis nefkvef. Vilhjálmur keisari sendi lækninum ómilt augnaráð, yppti öxlum og sagði: „Ég er með mikið nefkvef; hjá mér er allt stórt.“ En það hendir að konunglegum líflæknum gefist færi á að gjalda líku líkt. Friðrik Prússakonungur spurði eitt sinn lækninn Zimmerman hversu mörgum mönnum hann hefði kálað um dagana. Hin kaldhæðna hátign fékk þetta svar: „Mun færri en þér, yðar hátign, og við mun minni orðstír.“ En ekki voru allir læknar jafn miklir hæfileikamenn og nafnbætur og há embætti gáfu til kynna, svo að ekki er víst að ætíð hafi verið sérlega þægilegt að vera í hlutverki kon- unglegs sjúklings. Prófessor Wilson í Edinborg stærði sig mjög af konunglegum samböndum sínum. Dag einn þegar stúdentar hans mættu til fyrirlesturs varð fyrir þeim miði á hurðinni sem á stóð: „Enginn fyrirlestur í dag, þar sem ég var kallaður til konungsins." Ungur stúdent bætti við þessari setningu: „God save the king.“.... En víkjum aftur að þagnarskyldunni. Hver það var sem ekki gat þagað í eftirfarandi tilviki, veit ég ekki, en sagan gerir tilkall til að vera sönn: Karl Jóhann, konungur Svíþjóðar, hét upphaflega Jean-Baptiste Bernadotte, fæddur í Suður-Frakklandi, liðsforingi að mennt. (Síðar einn af marskálkum Napó- leons, aths. þýð.). Bæði á byltingarárunum og á Napó- leonstímanum gegndi hann ýmsum háum embættum, og mikið orð fór af honum sem snjöllum hershöfðingja. 1809 skarst i odda með honum og Napóleon, en ári seinna heimilaði keisarinn engu að síður að hann tæki kjöri sem ríkisarfi Svíþjóðar. Það var mótsagnakennd aðstaða, að fyrir hinum gamla lýðveldissinna skyldi liggja að verða sænskur konungur, og þótt Bernadotte hrifi brátt þegna sína, fór ekki hjá því að hann kæmist af og til í slæma klípu. Eitt sinn í veikindum varð hann t.d. felmtri sleginn þegar líflæknir hans krafðist þess að fá að taka honum blóð. Hann streittist lengi á móti, en þar kom að hann lét telja sér hughvarf. Skýringin á „blygðunarsemi" Karls Jóhanns kom þá á daginn í mynd gríðarlegs hörundflúrs sem var merki frönsku byltingarinnar og undir því stóð þetta: „Mort aus rois.“ (Dauða yfir konungana). Þegar þarmavegurinn lokast vegna garnaflækju er lífs- hætta á ferðum. Búkurinn tútnar út vegna þess að loftið kemst ekki út gegnum þarmana. Prófessor Christian Bruusgaard á III. deild Ullevál sjúkrahússins í Osló vitnaði oft í grafskrift manns frá Karmoy sem beið bana af völdum þessa: „Leys alla þína vinda hvar um heiminn sem þig ber. Ég hélt í einn af mínum og því ligg ég hér.“ Bergen, des. 1986. Jóhannes Helgi. Heima er bezl 89

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.