Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 19

Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 19
Þar heitir Miðás og liggur frá norðri til suðurs og hallar dálítið af honum bæði til austurs og vesturs. Hæðartala er þar sem varðan stendur, 1136 metrar, aðeins tveim metrum lægra en Mælifellshnjúkurinn. Fjallið í austri væntanlega Hólafjall, þúsund metra yfir sjó. Tíð var góð framan af vetri, snjó festi lítið. Um miðjan desember var alautt, ekki snjódíll í fjöllum með Austurdal alveg upp á brúnir. Það var þá að eg ákvað að ganga til Akureyrar yfir Nýjabæjarfjall. í hálfan mánuð hafði verið ríkjandi sunnanátt og oftast þítt. Hinn 16. desember lagði eg af stað norður kl. 5.45 frá Skatastöðum. Hægviðri var, úrkomulaust og þítt. Tæpt kvartil var eftir af tungli og skíma af þvi um morguninn af því ský voru létt. Eg fór yfir á kláfnum fyrir neðan túnið á Skatastöðum og svo fram hjá Ábæ. Eg mun hafa farið úr sokkunum og vaðið yfir Ábæjará, eg man það ekki, en hún er sjaldan vatnsmikil á vetrum. Síðan lá leiðin hjá Tinnár- seli og þar austur dalinn. Þá var það að eg fór eitthvað að hugsa um Ábæjarskottu og rifjaðist upp fyrir mér saga sem Ölafur Kristjánsson, smiður frá Ábæ, sagði mér. Hann ólst upp á Ábæ og gekk á Tinnársel á unglingsárum. Klukkutíma gangur er frá Ábæ að Tinnárseli og beitarhúsamenn urðu að ganga fram eftir fyrir dag í skammdegi, því þá var fé ekki látið liggja við opið. Beitarhúsamenn fóru ekki heim aftur fyrr en dimmt var orðið og búið að láta féð inn. Ólafur sagði mér að oft hefði hann lagt sig meðan féð var á beit, ýmist í hlöðu eða fjárhúskró og á öðrum staðnum dreymdi hann oft Skottu en aldrei á hinum. Sem eg var að hugsa um þetta rak eg tána í steinnibbu og hnaut við eða datt. Já, það var auðvitað að Skotta þyrfti að láta vita af sér, fyrst eg var að hugsa til hennar. Sú var tíð að Skottu var kennt eitt og annað, sem ómögulegt var að sanna. Klukkan 9.30 var eg kominn upp á brún við botn Tinn- árdals fyrir sunnan Illagil. Snjór var á fjallinu og fór vax- andi eftir því sem austar dró. Kl. 10.50 var eg staddur á Miðás hjá vörðunni og tafði eg þar 15 mínútur. í dagbók hef eg skrifað meðal annars: Fögur var fjallasýn þar. Hraunin suðvestur, norðan við Hofsjökul voru snjólítil að sjá og að horfa þangað var eins og að horfa niður á láglendi. Það voru rauðir flekkir í hæðum og fellum og því meiri sem vestar dró. Sáta á Eyvindarstaðaheiði var rauð upp í hársrætur með hvíta lokka hangandi niður á herðar. Mælifellshnjúkur sýndi sig í norðaustri, en aldrei hefur mér fundist hann jafn niður- lútur. Sólin var lágt á lofti yfir miðjum Sprengisandi og sendi daufa geisla gegnum skýjahulu. Laugafellshnjúkur var beint undir sól að sjá. í suðaustri sá til Vatnajökuls og bar Bárðarbungu hæst, en austast roðaði á Brúarjökul. Þá sáust Trölladyngja og Kistufell og á milli þeirra grillti í fjallstind sem eg álít að hafi verið Kverkfjöll. Eg settist á stein og tók upp nesti, borðaði steikta köku, vel smurða og bruddi snjó með. Hangiketið sem eg var með þorði eg ekki að smakka vegna þorsta. Síðan hélt eg áfram og tók nú stefnu til suðausturs á hæð sem bar dálítið yfir í nokkurri fjarlægð. Færi var vont. Það var laus snjór sem óð upp í mjóalegg eða kálfa. Kl. 12.10 kom eg á þessa hæð og þaðan sá eg ofan í djúpan dal og norðast í honum var reisulegur bær í túni sem enn bar grænan lit. Eg þóttist sjá að þarna væri Vill- ingadalur. Síðar fékk eg að vita að þessi hæð sem ekki sýndist mikil að sjá af Miðás var sjálfur Galtárhnjúkur, ellefu hundruð metra yfir sjó. Dalurinn er djúpur þarna undir Galtárhnjúk. Eftir hon- um fellur Torfufellsá, en austan hennar heitir dalurinn Torfufellsdalur. Vesturhlíð dalsins ber þrjú nöfn. Norðast er Villingadalur, fram að Svartá sem kemur úr Svarfdal, það er dalskora sem liggur vestur í gegnum fjallsbrúnina. Frá Svartá og fram að Galtá heitir fjallshlíðin Leynings- dalur og þar lá gönguleiðin upp á fjallið eins og áður er getið um. Frá Galtá og fram í dalbotninn að vestan heita Galtártungur, austan undir Galtárhnjúk. Af Galtárhnjúk tók eg stefnu að Villingadal á ská niður fjallið. Ekki varð eg var við Galtána og hefur hún verið undir snjó þar sem eg fór yfir hana. Áratugum síðan fór eg ríðandi yfir Galtá niðri undir ármótunum og er hún eitt versta vatnsfall sem eg hef farið yfir. Hún fossar niður fjallið í þröngum farvegi. Vatnið tók neðan á síðu þar sem skást var að fara og holurð í botninn svo eg var dauð- hræddur um að hestarnir festu fætur og brytu sig. Heim að Villingadal kom eg í albjörtu veðri kl. 2.45 og hafði þá verið rétta 9 tíma frá Skatastöðum. Eg hafði vaðið tvær ár; Ábæjará og Svartá og man ekki eftir að eg væri blautur í fætur, hef hlotið að fara úr sokkum. Ekki man eg heldur eftir að eg væri lúinn, enda var eg þá ungur maður, 41 árs. í Villingadal var mér tekið opnum örmum og átti þar göða nótt. Þar var ibúðarhús nýbyggt, lítið en snoturt. Fólkið var ekki margt. Það var Hjálmar Þorláksson og synir hans, Þorlákur og Jón og kona Jóns, Hólmfríður Sigfús- dóttir, falleg kona og góð. Ekki man eg eftir börnum Jóns og Hólmfríðar. Þau hafa líklega ekki verið fædd, nema kannski það elsta. Ekki hafði eg séð þetta fólk áður nema Hjálmar. Eg sá hann þá um vorið á Stekkjarflötum í af- mælisveislu hjá Hrólfi Þorsteinssyni. Áður þekkti eg Hjálmar mikið af orðspori og mér var líka kunnugt að góður kunningsskapur var með föður mínum og Hjálmari þegar hann bjó á Þorljótsstöðum á fyrsta tug aldarinnar. Næsta morgun, 17. desember, fór eg kl. 7 frá Villingadal. Hjálmar kom með mér út að húsum, tók þar tvo hesta og fylgdi mér ofan á Leyningsbakka, því ekki var bílfært upp hólana. Og Hjálmar gerði meira. Hann fór inn í hlöðu og kom þaðan með flöskú af brennivíni. Síðar fór eg að hugsa um hversvegna hann geymdi vín í fjárhúshlöðu og komst að þeirri niðurstöðu að það hefði hann gert af tillitssemi við aðra, því synir hans munu ekki hafa verið hrifnir af vín- drykkju. Hjálmari mun hafa þótt vín gott, en aldrei heyrði eg hann talinn með drykkjumönnum. Við Hjálmar komum ofan á Leyningsbakka í tæka tíð og þar kvaddi eg hann með góðri vináttu. Eg fékk far með mjólkurbílnum til Akureyrar. Bílstjóri var Sigtryggur Heimaerbezt 91

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.