Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 21

Heima er bezt - 01.03.1987, Qupperneq 21
norðan við hávestur. Hríðin var svo dimm að lítið sá nema öðru hvoru grillti í næsta leiti. Þegar eg hélt að eg væri kominn á Miðás austanverðan kom eg að vörðu sem var 5 flatir steinar lagðir hver ofan á annan en undir þeim var stórt jarðfast bjarg með sléttum fleti að ofan. Litlu síðar kom eg að annarri vörðu. Hún var ógreinilegri, aðeins þrír steinar ofan á stórum steini. Þá tók eg aftur upp áttavitann og var veðurstaða enn hin sama. Stundarkorn gekk eg ennþá, en þá tók að halla undan fæti. Loks kom eg að hinni þriðju vörðu og er eg hafði haldið niður hjá henni og kom á næsta leiti sá eg yfir Tinnár- drög. Kom þá í ljós að eg hafði verið nákvæmlega á réttri leið. Eg kom á brúnina hjá fremra Illagili kl. 12.45. Þegar eg kom ofan í dalbotninn settist eg niður og borðaði nesti og renndi því niður með tveim sopum af víni úr glasi því er Hjálmar í Villingadal hafði gefið mér. Eg kom að Skata- stöðum kl. 4.15 og hafði því ekki verið nema 15 mínútum lengur en á norðurleið og mátti það gott kallast þar sem hvasst var á móti vestur yfir fjallið. Til er saga um að þrír eða fjórir menn hafi komið norðan yfir Nýjabæjarfjall um vetur. Norðan stórhríð skall á eins og hendi væri veifað og þeir þorðu ekki að halda áfram af ótta við að þeir gengju fram af klettum. Þeir grófu sig ekki í fönn, en reyndu að halda á sér hita með því að ganga um og berja sér. Þegar næsti dagur rann og veðrinu slotaði komust þeir heilu og höldnu af fjallinu. Þetta mun hafa verið um 1880. Forystumaður þeirra var Steingrímur Jónsson, síðar lengi bóndi á Silfrastöðum. Annar maður var nefndur í þessari ferð. Hann hét Árni, kallaður slompur, mikill drykkjumaður. Hann hafði með sér nóg brennivín frá Akureyri, en þorði ekki að smakka það yfir nóttina, þegar þeir börðust við að halda sér lifandi. Síðar kom eg tvisvar að norðan, gangandi vestur yfir Nýjabæjarfjall einn með sjálfum mér. Um páskana 1948 var eg á Akureyri. Þá var gott veður og skíðaíþrótt stunduð í Hlíðarfjalli. Eg fór upp í Hlíðarfjall og sá þar skíðastökk og er það í eina skipti sem eg hef augum litið slíkar loft- ferðir. Eg kom inn í skíðaskálann áður en mótið hófst. Þar var troðfullt af fólki og þar var Guðmundur Karl Péturs- son. Eg spurði lækninn hvað hann ætlaði að gera þarna. Hann svaraði snöggt: „Eg ætla að binda um ef þeir brjóta sig.“ Svo var það að einn stökkmanna rotaðist þegar hann kom niður. Þá var Guðmundur Karl fljótur að hlaupa út á völlinn. Á annan í páskum fór eg fram að Villingadal og næsta dag, 30. mars, gekk eg vestur yfir fjall. Vestlæg átt var, þoka, dimmviðri og hríð á háfjallinu. Snjór var mikill, örlaði aðeins á hæstu hæðum, en gangfæri var þó allgott. Eg tók stefnu eftir áttavita á Tinnárdrög. Þegar kom vestur yfir Miðás birti dálítið og tók eg þá stefnu norðvestur og gekk ofan Grjótárdal. Ferð þessi gekk vel. Eg var 9xh tíma frá Villingadal að Merkigili. Nokkrum árum siðar kom eg að norðan um hvítasunnu og gekk yfir Nýjabæjarfjall. Þá var bjart og gott veður. Færi var ekki gott. Snjórinn var svo meyr að það óð í hann og sumstaðar í slökkum var krapavaðall. Árin 1945-1949 var eg í haustleitum á Nýjabæjarafrétt. Þessi ár, nema fyrsta árið, var eg varðmaður með Jökulsá eystri og tók að mér að leita Fjöllin sem svo eru kölluð, svæðið fyrir framan Geldingsá. Næsta dag komu tveir Ey- firðingar að Geldingsá og smöluðu með okkur norður að Fossá. Þar var dregið sundur í rétt sunnan við ána og þaðan fóru Eyfirðingar norður með sitt fé. Þessi haust öll kom Gunnar bóndi á Tjörnum vestur á Fjöllin enda átti hann flest féð sem þar gekk þá. Gunnar á Tjörnum er einn af skemmtilegustu mönnum sem eg hef kynnst. Hann sagði svo vel frá að unun var á að hlýða. Stundum var hann stórkostlegur í frásögnum sínum, en það var aukaatriði. Haustið 1948 kom Aðalsteinn á Jórunnarstöðum með Gunnari að norðan. Það var glatt á hjalla við Geldingsá það kvöld, því brjóstbirtu höfðu þeir. Seint um kvöldið var vínið búið. Þá fór Gunnar að segja frá því að þeir hefðu skilið eftir flösku við vörðu lengst suður á Vatnahjalla; vildi sækja hana og gerði það. Hann var nokkuð lengi en ferðin gekk vel því veður var gott. Aðalsteini fannst hið mesta óráð að sækja flöskuna. Hann vildi hafa hana á sínum stað og taka til hennar á leiðinni norður eins og til var æílast. Næsta morgun lögðum við af stað með birtu og vorum komnir út að Fossá um kl. 11. Ekki gerði það Eyfirðingum til þótt þeir smökkuðu vín kvöldið áður. Þeir voru góðir gangnamenn og vel ríðandi. Eg var austastur af gangna- mönnum og voru mínar göngur ofan Fossárdrög. Fossá kemur úr tveimur dalskorum sem koma saman uppi á dalnum. 1 tanga þar sem kvíslarnar koma saman voru tveir fullorðnir hrútar. Eg þóttist vita að hrútarnir væru að norðan. Þess vegna varð eg að reka þá yfir syðri kvíslina en treysti þeim ekki til að hafa sig úr henni, því Fossá rennur í miklum halla, í svo miklum streng að hún er hvít til að sjá. Norður kvíslin er vatnsminni og treysti eg hrútunum ekki til að komast lifandi yfir hana. En þá hefðu þeir verið fluttir til Akureyrar og slátrað þar vegna fjárskipta. Allt fé að norðan sem kom fyrir norðan Fossá fór þá leið. Eg sagði Gunnari á Tjörnum frá hrútunum og eftir þeirri lýsingu sem eg gaf á þeim giskaði hann á að þeir væru að norðan og sagðist skyldi sækja þá seinna, sem hann og gerði. Þeir Eyfirðingar fóru frá Fossá kl. 12 á hádegi með 51 kind. 5 kindur úr Akrahreppi voru fyrir framan Fossá. Þær átti Eiríkur Gíslason á Tyrfingsstöðum. Eg kom nokkrum sinnum að Jórunnarstöðum. Aðal- steinn tók mér tveim höndum. Hann var hressilegur maður og greindur. Eitt sinn er eg kom þar lét hann son sinn fylgja mér á hestum upp að Villingadal. Það var um vor og við riðum gegnum skóg. Oftar en einu sinni hef eg heyrt Eyfirðingum lýst þannig að þeir væru iðjusamir, yfirlætislausir og ógestrisnir. Því síðasta mótmæli eg eindregið. Eg á góðar minningar um kynni mín af Eyfirðingum fyrr og síðar og þykir notalegt að rifja þær upp Heimaer bezt 93

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.