Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Side 31

Heima er bezt - 01.03.1987, Side 31
ARINBJÖRN ÁRNASON Undir álagadómi X. HLUTÍ Tíðindin frá Hvammi bárust fljótt út og þóttu fréttnæm. Silla hafði eignast son. Fannst sumum það mikil furða, að nú skyldi svo til bera eftir öll þessi ár, síðan þau tóku saman hún og Steini. En staðreynd var það samt, að sonur hafði fæðst í Hvammi, og nú var það Silla, sem var móðirin. Það skyldi þó aldrei vera þarna á ferðinni nýr Þorbjörn. Margt hafði þó ólíklegra skeð, alla vega mundi Silla þó láta heita í höfuðið á Þorbirni. Þannig var skrafað. Þó var eitt með ólíkindum í þessu öllu saman, en það var Steini. Hann réði sér varla fyrir kátínu, eftir að sonur hans var fæddur, og var sí og æ að kjá við barnið, þar sem það kúrði, dúðað á milli rekkjuvoðanna, fyrir ofan Sillu í rúminu. Eftir að sængurlegunni var lokið og ljósmóðirin var far- in, þá neytti Steini hvers færis að ýta dúsunni að þeim litla ef hann bærði á sér. Ef snáðinn umraði, eða í honum heyrðist, þá var hrópað strax á Sillu að hugga barnið. Þó kastaði fyrst tólfunum, þegar sá litli fékk brjóstið og værð- arhljóðið kom, þá var Steini fyrst hugfanginn og móður- gleðin og ástúðin skein til hans út úr augum Sillu. Þá voru hamingjudagar. í baðstofunni í Hvammi var allt orðið nú með öðrum svip en áður. Baðstofan virtist stærri, loftið léttara og birtan skærari. Það var bros í augum fólksins, er það kom og fór, og kyrrð og friður settust að völdum. Heilsufar Þuríðar húsfreyju fór dagbatnandi svo útlit var fyrir að hún mundi komast til fullrar heilsu á ný. Einstaka sinnum heyrðist kvak barnsins svo undurblítt, að ómurinn af því varð sem ylur, er gaf umhverfinu hlýju, svo að loftið var milt. Jafnvel Þorbjörn var orðinn hýrri á brún og virtist léttari í skapi, og er hann gekk um, átti hann til að kjá til litla hnokkans. Og brosið á vör hans endurspeglaðist í hinum bláu augum barnsins eins og blik dagsins eða leiftur frá liðnum hamingjustundum. Veðurblíðan þessi björtu vordaga var einmuna góð. Mót dýrð himinsins varp jörðin vetrardrunga sínum og klæddist skarti Iita og fegurðar. í sólskinsskúrablæju glitraði döggin í morgunsárinu, og eftir áfall næturinnar andaði moldin sefjamjúk, og gróðurilmurinn fyllti loftið. Það var sem himinn og jörð féllust í faðma við friðsæld og hamingju mannanna. Að Hvammi fóru gestakomur að verða meiri en áður hafði verið um skeið, og jafnvel bar nú svo til, að konur, sem sjaldan eða aldrei höfðu áður þar komið, áttu nú erindi, eða þá hitt, að þær gátu ómögulega fundið sig í því að fara fram hjá, fyrir ofan garð eða neðan, án þess að heilsa upp á blessaðan hvítvoðunginn, svo maður tali ekki um þau ánægjulegu tíðindi að blessunin hún Þuríður mín sé að fá svo góðan bata, enda ekki nema von úr því Guð sendi þennan ljósengil í bæinn. Aðrir höfðu erindi til einhvers á heimilinu. Flesta fýsti þó að sjá son þeirra Sillu og Steina og samgleðjast þeim, óska foreldrunum til hamingju með þennan blessaða engil, sem þau hefðu nú eignast, og að hugsa sér eftir öll þessi ár. En hvað hann er myndarlegur og stór. Hugsa sér: En augun, hvað þau eru blá, og nefið, það er alveg eins og á pabbanum. Ja, hvað Guð er góður. En heyrðu elskan, hvað ætlarðu að láta hann heita? Silla hlýddi á allt þetta skraf og spurningar í einfaldleik hjartans og með sælli móðurgleði og hljóðri þökk til Guðs og manna. □ Flestir þeir, sem nú áttu Ieið sína að Hvammi þessa vor- daga, höfðu ávallt sitthvað til málanna að leggja, og sitt sýndist hverjum eins og gengur, svo fréttasögurnar, sem gengu á milli bæja, urðu ávallt í nýjum búningi og auka- útgáfum. Það var talið ekki einleikið það dálæti Þorbjörns á barninu eða umhyggja Sillu fyrir Hvammsheimilinu. Þær hefðu þó aldrei haft eitthvað við að styðjast, getgáturnar um árið, sem enginn vissi um upphaf og flestum fannst með ólíkindum. Þó fór svo að til eyrna Steina barst umræða fólksins, og loks fór svo að Steini sjálfur var spurður hvort hann væri í raun og veru faðir barnsins. Allt þetta slúður hafði þau áhrif, að hver ný tilgáta varð kviksár fyrir Steina, sem tók að hugleiða sannindi þessa, sem honum barst til eyrna. Hann hafði í einfaldleika sinum trúað og fundist hamingjan rétta sér hönd i falslausri föðurgleði. En í ístöðulítilli sannfæringu fann hann til þorsta eftir sannind- um. En nú var svo háttað, að þeir, sem síst vildu leggja við eyrun eða taka undir söguburðinn frá Tóftarheimilinu hér um árið, voru nú orðnir ákveðnastir flytjendur margvís- Heimaer bezt 103

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.