Heima er bezt


Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 35

Heima er bezt - 01.03.1987, Blaðsíða 35
Bókahillan Steindór Steindórsson frá Hlöðum Lúðvik Kristjánsson: ÍSLENSKIR SJÁVARHÆTTIR V. Rvík 1986. Menningarsjóður. Með þessu bindi lýkur hinu geysimikla verki Lúðvíks Kristjánssonar, líklega stærsta sögulegu verki, sem nokkur íslend- ingur hefir skráð fyrr og síðar. Fiskveiðun- um sjálfum, og því er þeim heyrir til var lokið í fyrri bindunum, en hér kemur til sögunnar annars konar sjávargagn, svo sem hval- og selveiðar, bjargfugl, æðarvarp og fjörunytjar. En þegar allt þetta er tæmt er þáttur um þjóðtrú og getspeki tengt sjó- mennsku og að lokum ýmsar skrár. Þessa mikla verks hefir þegar verið getið í Heima er bezt, og skal það ekki endurtekið hér, að öðru leyti en því að benda á að hér hefir einn maður leyst af hendi slíkt þrekvirki, að einsdæmi má kallast með þjóð vorri. Hér hefir verið bjargað slíkum verðmætum um íslenska atvinnu- og menningarsögu að aldrei verður ofmetið og seint mun fyrnast. Og víst er um það, að margt af því, sem Lúðvík hefir safnað og skráð væri að eilífu glatað, ef ekki hefði notið við hugkvæmni hans og elju. Heyrt hefi ég, að sumum þyki eitthvað vanta, sem þeir þekkja til í bók Lúðvíks. Ég hélt satt að segja, að á einskis manns færi væri að safna öllum siðum og háttum um hverja vík og verstöð, og þótt eitthvað kynni að vanta, ætti það að vera lögeggjan þeim, er það vita að halda því til haga. Sjávarhættirnir eru þrotlaus náma fróðleiks, en þeir eru einnig víða hreinn skemmtilestur, og á það ef til vill hvergi betur við en í þessu síðasta bindi. Eitt er þó ótalið, og það er málvísindaþáttur rit- verksins. Atriðisorðaskrá þessa bindis er 33 blaðsíður þrídálka, og mun ekki fjarri lagi að 120-150 orð séu á hverri blaðsíðu. Svipaðar skrár eru í hinum bindunum fjórum, og má af því sjá hvílíkur feikna orðaforði er í ritinu öllu, og skýringu allra þessara atriðisorða mun vera að finna í texta bókarinnar, og sýnir það best hvert framlag bókarinnar er til íslenskra málvís- inda. Þá er og í þessu bindi skrá um manna- og staðanöfn yfir öll bindin fimm, er hún hin mikilvægasta fyrir notkun rit- verksins, og nær yfir 90 blaðsíður tvídálka. Eins og fyrri bindin er þetta prýtt fjölda mynda, bæði ljósmynda og teikninga. Það er erfitt að spá, en þó hygg ég megi full- yrða að fátt þeirra rita, sem gefin hafa verið út síðari árin á íslensku verði langlífari í landinu en Sjávarhættirnir, ef það verður þá nokkurt. Þeir eru óbrotgjarn minnisvarði um höfund sinn, og ómetanlegt framlag til íslenskrar sögu. Páll Líndal: REYKJAVÍK. Sögustaður við Sund. I. b. Rvík 1986. Örn og Örlygur. Með þessu bindi hefst ný ritröð Arnar og Örlygs, sem á að fjalla um kaupstaði og stærstu þéttbýliskjarna landsins, eins kon- ar framhald af Landinu þínu og með líkum svip, nema brotið er stærra. Eins og vænta má er byrjað á höfuðborginni, og eru henni ætluð 3-4 bindi. Höfundurinn, Páll Líndal, er tvímælalaust sá núlifandi maður, sem mest og best þekkir til höfuðborgarinnar bæði í nútíð og fortíð á öllum sviðum. Kem- ur þar jafnt til staðþekking, atvinnuhættir og þróunarsaga og stjórnun. Bókin er sett saman eins og Landið þitt eftir uppsláttar- orðum og verða þar taldar allar götur, merkileg hús að gerð eða sögu svo og ör- nefni gömul og ný. Mörg einstök hús, eða ef til vill heldur lóðir eiga langa og merka sögu, sem ekki er aðeins til fróðleiks heldur einnig til skemmtunar. Þá er textinn lífgað- ur með greinastúfum úr blöðum eða bókum og brugðið þar oft upp smámyndum úr bæjarlífi liðins tíma og samtíðinni. Að öUu samtöldu er þarna komið handhægt upp- sláttarrit um höfuðstað vorn og um leið elstu byggð landsins. Mjög mikUl fjöldi mynda prýðir bókina, og eru þær raunar þáttur útaf fyrir sig engu ómerkari en hinn ritaði texti. Hefir útgefandinn Örlygur Hálf- danarson annast stjórnun myndefnis, en Einar Arnalds ritstjórn verksins sem heild en Kristinn Sigurjónsson prentlögnina, og ýmsir fleiri lagt hönd að verki, því að ekkert hefir verið tU sparað að verkið mætti verða sem fullkomnast. í þessu bindi eru upp- sláttarorðin A-G, þ.e. Aberdeen til Götu- húsastígur. Bragi Sigurjónsson: GÖNGUR OG RÉTTIR IV. b. Akureyri 1986. Skjaldborg. I þessu bindi segir frá göngum og réttum Skagfirðinga, Eyfirðinga og Þingeyinga austur til Bárðardals. AUmiklu er aukið við efni fyrri útgáfu og gangnafyrirkomulag og rétta fært tU nútímans, enda ýmsar breyt- ingar á orðið á síðustu áratugum og um leið er myndaefni verulega aukið. Fremst í bindinu er skemmtUeg samantekt um frá- færur og hefði mátt vera lengri um þenna merka og nú horfna þátt úr íslenskum land- búnaði, sem fáir fara brátt að muna af eigin sjón og raun. Þá er og aftast bókarauki um einstakar göngur og svaðilfarir, því að enn gerast hættuferðir og hrakningar í fjall- leitum aUt um tækni og kunnáttu. Göngur og réttir eru löngu orðið sígUt rit um sögu íslenskra þjóðhátta, og vonandi fáum vér að heyra um fjaUleitir úr lofti áður en verk- inu lýkur. AUir sem að verkinu hafa unnið og þá fremur öðrum aðalhöfundurinn eiga þakkir skUdar fyrir vel unnið starf. Ljóður þykir mér þó á þessu bindi, að efnisskrá skuli vera sett inn á mUU texta og nafna- skráa en ekki fremst eða aftast í bókinni. Snjólaug Bragadóttir: SETIÐ Á SVIKRÁÐUM. Rvík 1986. Örn og Örlygur. I þessari sögu eins og hinum nýrri sögum sínum bregður Snjólaug á það ráð að skrifa spennusögur og flytja vettvanginn úr landi. Þannig gerist þessi saga að mestu í Englandi, en söguhetjan ráðsnjöU og djörf íslensk stúlka. Enda þótt oftast sé teflt á tæpasta vað um sennUeika atburðanna, tekst höfundi að halda spennunni söguna út, og sýnir sem fyrr að hún kann að skrifa lesendunum tU skemmtunar, án þess að grípa tU nokkurs óhroða eða iUvirkja. Þess vegna eiga sögur Snjólaugar hrós skUið og vinsældir hennar sýna, að lesendur kunna að meta verk hennar, þótt sögurnar finni ekki náð hjá listapáfunum. Gylfi Gröndal: EILÍFT ANDARTAK. Rvík 1986. Menningarsjóður. Það er einkennilegur hraði á ljóðunum í þessari bók, þau minna mann helst á kvik- mynd á tjaldi, sem er sýnd svo hratt, að fyrri myndin er ekki horfin tU fulls, þegar hin næsta birtist. Mest gætir þessa í Ferða- minningum, sem er IV. flokkur bókarinnar. Þetta veldur þvi, að ekki er unnt að lesa ljóðin öðruvísi en hratt, enda þótt einstakar setningar grípi hugann meira en aðrar. En sem heild er bókin notaleg lesning, stundin líður fljótt og fyrr en varir er maður kominn að bókarlokum. í ljóðunum er dálítið áleitin hrynjandi, þótt ekki sé fylgt fornri ljóða- hefð, en hrynjandin, vandað málfar og myndauðgi eru styrkur bókarinnar. St. Std. Heimaerbezt 107

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.