Heima er bezt - 01.06.1997, Blaðsíða 9
„ Heillaðist af glœsileik hennar. “ - Með eiginkonunni
Halldísi Bergþórsdúttur.
voru þannig að Flensborg hafði ekki réttindi til að út-
skrifa nemendur beint upp í menntaskóla.
Við settumst því beint að prófborðinu þegar norður
kom. Þetta var nokkur þrekraun því prófin voru ekki þau
sömu þó um sama námsefni væri að ræða.
Þá voru öll prófin í Flensborg skrifleg en fyrir norðan
voru þau flest munnleg nema stærðfræðin og stílar í ís-
lensku, dönsku og ensku“.
Gódur hópur skólafélaga
„Það var skemmtilegt að koma norður í Menntaskólann
á Akureyri.
Eg settist í stærðfræðideild og naut kennslu margra af-
burða kennara.
Steindór Steindórsson frá Hlöðum kenndi okkur nátt-
úrufræði, líffræði og lífeðlisfræði, Þórarinn Björnsson frá
Víkingavatni kenndi dönsku, dr. Kristinn Guðmundsson
sem síðar varð utanríkisráðherra og sendiherra í Moskvu
kenndi þýsku.
Brynleifur Tobíasson kenndi sögu, Sigurður L. Pálsson
kenndi ensku og Trausti Einarsson sem síðar varð pró-
fessor við Háskóla íslands kenndi okkur stærðfræði.
Skólameistari var Sigurður Guðmundsson. Hann var
mjög litríkur persónuleiki, hafði góðan aga og menn virtu
hann í alla staði. Sigurður kenndi bókmenntasögu og var
ágætur kennari.
Eg tók nokkurn þátt í félagslífinu í skólanum, en þó
ekki mikinn. Félagsmál átm eftir að verða mér hugleikn-
ari seinna meir.
Með mér útskrifuðust ýmsir sem seinna áttu eftir að
verða áberandi í þjóðlífinu. Meðal annarra Steingrímur
St. Sigurðsson listmálari, Bragi Friðriksson lögfræðingur,
Tómas A. Jónsson læknir, Jón Þorsteinsson læknir, Geir
Kristjánsson rithöfundur, Friðrik Þorvaldsson kennari á
Akureyri, séra Arngrímur Jónsson og Úlfur Ragnarsson
læknir o.fl.
Við skólafélagamir frá menntaskólaárunum höfúm
haldið þeim hætti að hittast á fimm ára fresti og förum
norður á tugaafmælum.
Til gamans má geta þess að þegar ég lauk stúdentsprófi
vorið 1943 hafði enginn Grindvíkingur lokið slíku prófi
ífá árinu 1889 þegar Bjami Sæmundsson ömmubróðir
minn tók stúdentspróf.
Ogleymanlegferð í Ofeigsfjörð
Tvö sumur á skólaárum vann Tómas í Djúpuvík á
Ströndum
Fyrra sumarið, 1944, var eitt mesta síldveiðisumar sem
komið hefur en það seinna kom á land aðeins brot af því
sem veiddist árið áður og var það síðasta sumar sem síld
var brœdd í verksmiðjunni í Djúpuvík.
„Þarna átti ég tvö ógleymanleg sumur. Djúpavík hf. rak
þarna verslun og verslunarstjórinn var Helgi Jónsson sem
kvæntur var góðri frænku minni.
Seinna sumarið var Sigmundur Ragnar, sonur Helga, í
Djúpuvík. Hann hafði komið með hesta með sér svo við
nutum þess að ferðast um nágrennið.
Einn af góðvinum Helga og sem ég hafði komist í
kynni við var héraðshöfðinginn Pétur Guðmundsson í
Ófeigsfirði, landsfrægur maður. Hafði oft verið í fram-
boði fyrir Sjálfstæðisflokkinn á móti Hermanni Jónassyni
á Ströndum en ekki haflt erindi sem erfiði fflekar en aðrir
sem meira voru taldir eiga undir sér, sem inn á milli
þreyttu kappi við Hermann.
Pétur var sérstæður maður, kvikur í hreyfingum, ein-
staklega hress í bragði, fjörmaður, orðheppinn og hrókur
alls fagnaðar.
Nú var það að hann býður okkur Sigmundi í heimsókn
á miðju sumri sem við þáðum með þökkum og var ákveð-
ið að fara þangað ríðandi.
Hlíðin norðan Reykjafjarðar er afar brött en gatan mjó
og viðsjárverð. Ekkert mátti út af bera. í hlíðinni stóð
bærinn Naustavík á örlitlum hjalla, gegnt Djúpuvík. Var
all bratt upp að bænum. Grastoppar voru á stöku stað við
lækjarsytrur þegar nálgaðist bæinn, en til marks um bratt-
ann og erfiða búskaparhætti einyrkjabóndans þá var hann
við slátt í hliðinni liggjandi á hnjánum og það litla sem
Heima er bezt 209