Heima er bezt - 01.06.1997, Side 10
Járngeröarstaðir í dag. Lengst til vinstri er Vesturbœr þar sem Tómas er
uppalinn. Tjörnin heitir Dalur og hún tengist sjónum á þann veg að í henni
gœtir sjávarfalla.
Tjörnin var leiksvæði barnanna jafnt á sumri sem vetri.
í baksýn er fjallið Þorbjörn.
hann gat losað af grasi setti hann
jafnóðum í poka sem var bundinn við
stein svo hann ylti ekki niður hlíðina.
Heyið þurrkaði hann síðan á þessum
litla bala í kringum bæinn. En gest-
risnina og hjartahlýjuna skorti ekki
og var okkur boðið upp á kaffi og
góðgjörðir.
Upp frá Naustavík er skarð í fjallar-
anann sem skilur að Reykjafjörð og
Trékyllisvík. Ferðin þangað gekk vel
og var greiðfærari og fannst mér
sveitin upp af Trékyllisvíkinni ein-
staklega falleg.
Ekki voru þó margir bæir í byggð.
Undirlendið umkringt stórbrotnum og
hrikalegum fjöllum, hamraveggir og
stórfenglegar klettamyndanir efra en
brattar skriður neðra.
í Árnesi sat þá prestur séra Yngvi
Þór Árnason kvæntur læknisdóttur
frá Keflavík, Jóhönnu Helgadóttur.
Þorgeir Gestsson læknir frá hæli í
Gnúpveijahreppi, var einnig í Árnesi
um þessar mundir. Þá þekkti ég báða
úr skóla. Við heimsóttum prestshjón-
in og sátum hjá þeim alllengi í góðu yfirlæti. Úr víkinni
héldum við um Eyrarháls til íngólfsfjarðar. Þar var síldar-
stöð allt frá 1915. Þar bjó Guðjón hreppstjóri Árnes-
hrepps. Þaðan héldum við í síðasta áfangann. Þegar kom-
ið er í botn Ingólfsfjarðar lokast algjörlega sýn til hafs og
er fjörðurinn eins og stöðuvatn á að líta. Munaðarnes
með Kálfatindi loka fyrir fjarðarmunnann séð frá fjarðar-
botni.
Gatan upp úr Ingólfsfirði að norðanverðu er mjög brött,
víða mikið niðurgrafin og þröng og meira aflíðandi niður
af hálsinum Ófeigsfjarðarmegin.
Fagurt útsýni var af háhálsinum yfir Ófeigsfjörð út til
Selskers og til Drangaskarða en þar eru ægifagrar kletta-
myndanir, einkennilega skörðóttur rani fram úr fjallgarð-
inum norðan Ófeigsfjarðar og Eyvindarfjarðar.
Ófeigsfjörður er örstuttur en allmikið undirlendi á
Strandavísu. Þar fellur Húsá til sjávar.
Við ána stendur samnefndur bær afar vel í sveit settur.
Okkur var tekið opnum örmum af Pétri og konu hans
Ingibjörgu Ketilsdóttur.
Það var tekið á móti okkur eins og höfðingjar væru á
ferð enda var Ófeigsfjarðarheimilið annálað fyrr og síðar
fyrir rausn og gestrisni. Þar var löngum stórbýli og geysi-
mikil hlunnindajörð. Selveiðar, æðarvarp, reki og há-
karlaveiðar voru stundaðar áður fyrr en hákarlaskipið
Ófeigur sem smíðað var árið 1875 er þaðan, nú varðveitt
á byggðasafni.
Pétur fór með okkur um landareignina og sýndi okkur
m.a. hvernig útbúnaði hann hafði komið upp til að vinna
rekaviðinn, fletta hann og saga en til þess hafði hann
virkjað bæjarána (Húsá). Mjög hugvitsamlega gert.
Margan annan fornan búnað sáum við til búskapar og
nýtingar margvíslegra hlunninda.
Eftir að hafa gist tvær nætur í Ófeigsfirði fylgdi Pétur
okkur upp úr firðinum og þegar við sáum ofan í Reykja-
Qörð kvaddi hann og við þökkuðum honum af alúð.
Þessi ferð er mér mjög minnisstæð, ekki fyrir mann-
raunir eða stórviðburði heldur vegna þess hve ljúf hún
var. Veðrið lék við okkur, landslagið fagurt og stórbrotið
en landið torvelt yfirferðar á hestum. En frábært viðmót
fólksins sem á leið okkar var og dvölin í Ófeigsfirði og
gestrisni hjónanna var hápunkturinn.
I Ófeigsfirði blasti við augum menjar um forna frægð
staðarins og mikil umsvif. Enn báru húsakynni og gest-
risni vott um höfðingsskap þó farið væri að halla undan
fæti. Þá var Ófeigsfjörður nyrsti bær í byggð á Ströndum.
Byggð á Norður-Ströndum hafði smám saman ljarað út
og árið 1965 fór Ófeigsfjörður í eyði.“
Áhugi á náttúruvísindum
„Þegar ég innritaðist í Háskólann valdi ég lögfræðina.
Það voru ekki neinar sérstakar ástæður til þess. Þetta var
á stríðsárunum, flest lönd lokuð og ekkert hægt að kom-
ast. En ég hefði örugglega valið mér námsgrein tengda
náttúruvísindum, líffræði eða lífeðlisfræði hefði ég átt
210 Heima er bezt