Heima er bezt - 01.06.1997, Side 11
Fjölskyldan í garðinum að Langholti 14.
F.v.: Jórunn, Bergþóra, Tómas, Tómas yngri, Flalldís, Asgerður og Halla.
kost á því sem hugurinn stóð til.
Náttúrafræði og allt sem tilheyrði nátt-
úruvísindum voru mínar uppáhaldsnáms-
greinar. Það var bara svo dýrt að fara í
nám t.d. til Bandaríkjanna að það var
ekki á valdi venjulegs fólks í þá daga.
Lögfræðin er þó mjög gott nám sem
opnar manni margar leiðir og nýtist
alltaf.
Að loknu lögífæðináminu fór ég til
Akureyrar þar sem ég rak lögfræðistofu
Jónasar Rafnar sem þá sat á þingi. Þá tók
ég líka að mér ritstjórn á blaðinu íslend-
ingi sem þá var vikublað. Á Akureyri
náði ég mér í hdl. gráðu í málflutningi.
Eg kom síðan hingað suður árið 1951
og vann hjá bæjarfógetanum í Keflavík í
átta ár. Þá rak ég lögfræðistofu og fast-
eignasölu hérna í Keflavík á árunum
1951-54 og 1961-1974.
Eg starfaði samhliða hjá Aðalstöðinni í
Keflavík. Var með bókhald og sá um ljár-
reiður fyrirtækisins.
Þetta var stórfyrirtæki í þá daga og er reyndar enn.
Þarna var bifreiðastöð, smurstöð, dekkjaverkstæði, bif-
reiðavarahlutaverslun og veitingarekstur á þessum árum.“
Heillaðist af glœsileik hennar
„Kona mín er Halldís Bergþórsdóttir. Hún er Mýramaður
í aðra ættina en Dalamaður i hina. Foreldrar hennar voru
Bergþór Bergþórsson bóndi á Ölvaldsstöðum í Borgar-
hreppi og síðar hótelhaldari í Borgarnesi og Ásgerður J.
Þorvarðardóttir Skjaldberg.Eitt árið sem ég var í lögfræð-
inni þá höfðu stúdentar Breiðfirðingabúð á leigu. Þar var
dansað nánast hvert einasta laugardagskvöld og hafðar
nokkrar tekjur af dansleikjahaldinu.
Eg sá konuna mína fyrst á dansleik í Breiðfirðingabúð
veturinn 1947 og heillaðist af glæsileik hennar og höfum
við verið saman síðan.
Börnin era fjögur. Elst er Jórunn f. 21. maí 1954. M.A. í
frönsku og ensku, nú kennari við Fjölbrautaskólann í
Keflavík, Halla f. 27. júlí 1955 skrifstofumaður og hús-
freyja í Garðinum, Bergþóra f. 22. mars 1964 skrifstofu-
og leiðsögumaður búsett í Kópavogi. Yngstur er Tómas f.
5. ágúst 1966 og býr hann hér í Keflavík.
Kona mín átti dóttur áður sem heitir Ásgerður fædd 26.
ágúst 1945, verslunarmaður og húsfreyja í Keflavík.
Barnabörnin okkar eru 8 og 1 barnabarnabarn.“
Sparisjóðirnir hornsteinar menningar
„Árið 1974 var ég ráðinn sparisjóðsstjóri Sparisjóðins í
Keflavík og tók við starfinu af Jóni Pétri Guðmundssyni
sem verið hafði sparisjóðsstjóri. Ég hafði þá starfað lengi
fyrir sparisjóðinn áður m.a. við lögfræðistörf og þekkti
því innviði bankans vel. Það var þó reyndar fyrir tilviljun
að ég gerðist sparisjóðsstjóri. Við vorum ráðnir þarna
tveir saman, ég og Páll Jónsson. Hann er Keflvíkingur og
starfaði áður hjá íslenskum Aðalverktökum.
Ég var tuttugu ár sparisjóðsstjóri. Þetta var mjög gott
starf og sparisjóðurinn óx og dafnaði á þessum áram.
Starfið byggist mikið á samskiptum við fólk. Og þó oft
þyrfti að taka erfiðar ákvarðanir og ekki væri alltaf hægt
að uppfylla óskir allra sem komu, þá var þetta, þegar á
heildina er litið, virkilega ánægjulegt og gefandi starf.
Sparisjóðurinn er merk stofnun í þessu byggðalagi.
Stofnaður 7. nóvember 1907 og verður því 90 ára á þessu
ári.
Lengst af var hann eina bankastofnunin á svæðinu og ég
held mér sé óhætt að segja það að sparisjóðurinn hafi að
mörgu leyti annast þann menningar- og félagsmálaþátt
sem sveitafélögin inntu af hendi. Sparisjóðurinn styrkti
nánast alla menningarviðleitni, íþróttir, tómstundastarf og
marga aðra þætti sem stuðluðu að fjölbreyttara og betra
mannlífi. í flestum þessara þátta var leitað til sparisjóðs-
ins. Þetta á ekki bara við um sparisjóðinn hérna, þetta á
við um sparisjóðina út um allt land. Þeir hafa verið og eru
eins konar hornsteinar menningar, íþrótta, tómstunda og
æskulýðsstarfs í viðkomandi byggðarlögum.“
7 bæjarstjórn Keflavíkur
Arið 1954 tók Tómas sæti í bœjarstjórn Keflavíkur Jyrir
Sjálfstœðisflokkinn, þá rétt þrítugur. Blundaði alltaf með
honum pólitískur áhugi?
Heima er bezt 211