Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 12

Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 12
„Það má segja að ég hafi haft áhuga á pólitík frá blautu barnsbeini. Faðir minn var sjálfstæðismaður og svo var um mörg skyldmenni mín, ekki þó alla ættina. Ég fór að taka virk- an þátt í pólitík í Háskólanum og sat meðal annars í Stúd- entaráði fyrir Vöku. Ég var kosinn í bæjarstjóm Keflavík- ur árið 1954. Þá hafði ég búið hér í þrjú ár.“ Helstu baráttumálin, gatnagerð, sjúkrahús og skólamál „Árið 1954 var ekki einn einasti götuspotti í Keflavík malbikaður. Hvergi slitlag og engar gagnstéttir, því var það eitt af baráttumálum okkar fyrir kosningar að í þessu þyrfti að gera verulegt átak. Síðan gerðist það í kjölfar kosninganna að Framsóknarflokkur og Sjálfstæðisflokkur mynda meirihluta og bæjarstjóri verður Valtýr Guðjóns- son sem var framsóknarmaður. Þar sem eitt af stefnu- skrármálum okkar fyrir kosningar hafði verið varanleg gatnagerð þá var farið að hrinda þeim málum í fram- kvæmd. Á þessu fyrsta kjörtímabili er Hafnargatan mal- bikuð og steyptur vestasti hluti götunnar frá Tjarnargötu og vestur fyrir Aðalgötu. Þetta voru heilmiklar fram- kvæmdir á þeim árum og það sem mér finnst standa upp- úr í minningunni frá mínum fyrstu árum í bæjarstjórn. Sjúkrahús Keflavíkurlæknishéraðs, sem nú heitir Sjúkrahús Suðurnesja, hafði verið reist fyrir stríð. Þegar svo landið var hernumið af Bretum lagði breski herinn hald á húsið sem þá var varla meira en uppsteypt og not- aði það fyrir hermannaskýli. Og var húsið þannig í notk- un út stríðsárin. Eftir stríð þegar húsið var aftur komið í umsjá íslendinga var farið að koma því í nothæft ástand. Árið 1954 vantaði þó enn herslumuninn og var það eitt af hlutverkum okkar í bæjarstjórninni að láta fúllgera það og koma því í notkun. En sjúkrahúsið er jafnframt fyrsta sameiginlega átak sveitarfélaganna hér á Suðurnesjum. Þá má minnast á skólamálin sem voru náttúrlega ofar- lega á baugi. Það kostaði oft hörð átök að koma málum í gegn í bæjarstjórn. Alþýðuflokkurinn og Framsóknar- flokkur höfðu verið við stjóm kjörtímabilið á undan og því nokkur sárindi þegar því samstarfi lauk og Framsókn- arflokkur og Sjálfstæðisflokkur tóku upp samstarf. Slíkt jafnar sig þó alltaf þegar frá líður. Það sem mér finnst þó hafa einkennt þessi ár mín í bæjarstjóm var hvað allir vom samstíga í að koma mál- um áleiðis þegar ákvörðun hafði verið tekin um fram- kvæmdir. Menn höfðu eðlilega mismunandi áherslur, vildu fara ólíkar leiðir að marki og höfðu mismunandi hugmyndir um forgangsröðun en þegar endanleg ákvörð- un lá fyrir snéru menn bökum saman. Það er líka oft svo að verið er að deila um hluti sem skipta mun minna máli en hin sem engar deilur eru um. Ég minnist þessara ára miklu frekar sem tíma drengi- legs og ágæts samstarfs en deilna.“ Gamlir starfsfélagar úr Sparisjóðnum í Keflavík, Bragi Halldórsson aðalgjaldkeri en hann var ráðinn til Spari- sjóðsins árið 1955 og Tómas.. Stjórn Sparisjóðsins í Keflavík á jyrstu árum Tómasar í starfi sparisjóðsstjóra. Fremri röð f.v. Páll Jónsson sparisjóðsstjóri, Þorgrímur St. Eyjólfsson stjórnar- formaður og Tómas. Fyrir aftan eru Marteinn Arnason og Skafti Friðfinnsson. Tómas sat um skeið í miðstjórn Sjálfstœðisflokksins og var mjög virkur í flokksstarfinu. Stóð hugur hans aldrei til setu á Alþingi. „Ég hafði aldrei neina löngun til setu á þingi. Það kom reyndar til tals og mér var boðið öruggt þingsæti hér í þessu kjördæmi. Þá ámálgaði þáverandi formaður, Geir Hallgrímsson skólabróðir minn það við mig að ég gæfi kost á mér í framboð. Ég hafði bara miklu meiri áhuga á bæjarmálum hér í Keflavík og þá fannst mér ég mundi verða svo smáróma rödd héðan af Suðurnesjunum sem litlu fengi áorkað. Hér 212 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.