Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 13

Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 13
Tómas og Halldís á umdæmisþingi Lions á Akranesi 1960 en þá var Tómas kjörinn umdæmisstjóri Lionshreyf- ingarinnar á Islandi. heima gæti ég haft meiri áhrif og ég hafði ekki áhuga á að skipta.“ Ólafur Thors, maður þjóðarinnar Ólafur Thors er án efa einn merkasti þingmaður þessa kjördœmis. „Já, ég kynntist Olafi nokkuð því hann og faðir minn voru kunnugir. Hann var séstaklega skemmtilegur maður og heillaði alla hvar sem hann kom. Góður ræðumaður og svaraði vel fyrir sig. Lengst af því tímabili sem hann var eini þingmaður Gullbringusýslu var hann jafnframt formaður flokksins, ráðherra og forsætisráðherra. Það gefur því auga leið að hann hefur haft minni tíma til að sinna sínu kjördæmi. Og þó ég viti að hann hafi sinnt því vel og hefði kannski að- stæður til að koma góðum málum áleiðis fyrir það er ég viss um að hann leit miklu frekar á sig sem mann þjóðar- innar, landsins alls og ég hugsa að hann hafi fyrst og fremst skapað sér nafn í hugum Islendinga sem slíkur.“ Skólamál í brennidepli Um skeið hvarfTómas tir bœjarstjórn en kom síðan aftur árið 1970 ogþá sem oddamaður Sjálfstæðisflokksins.. Það eru þá um margt breyttir tímar og ný viðfangsefni sem krefjast úrlausnar. „Þá eru skólamálin enn í brennidepli. Fjölbrautaskóli Suðurnesja er þá byggður og íþróttahús reist. Fjölbrauta- skólinn var eiginlega byggður sem viðbygging við Iðn- skólann sem áður var kominn. Iðnskólinn var síðan lagð- ur niður og Fjölbrautaskóli stofnaður í staðinn. Það var ákveðið að hér yrði frekar fjölbrautaskóli heldur en menntaskóli og ég er sannfærður um að það var rétt skref. Það er örugglega hagræðing í því að vera með bóknám og verknám undir sömu stjórn. Einnig var byggður íþróttaleikvangur og haldið áfram gatnagerð. Nú er þetta gert samhliða, hús byggð og götur malbikaðar“. Sameining, forsenda betri þjónustu Langmikilvægasta atriðið fyrir sveitafélögin hér tel ég þó vera samvinnu á sem flestum sviðum. Ég hef alltaf verið eindreginn talsmaður sameiningar sveitafélaganna, að fækka þeim og stækka. Við Stóru-Laxá í Hreppum. Frá vinstri: Margrét Jakobsdóttir, Halldís og Tómas. Ég er því ánægður með þá sameiningu sem orðin er, þó ekki að öllu leyti fyrr en öll sveitafélögin hafa verið sam- einuð í eitt, Grindavík, Vatnsleysustrandahreppur, Gerða- hreppur og Miðneshreppur ásamt Reykjanesbæ orðin að einu sveitarfélagi. Öflugri rekstrareining ásamt hagkvæmari stjórnun sparar mikla peninga og veitir betri þjónustu. Það kreijast allir meiri og betri þjónustu og því meiri sem slagkraftur- inn er, þeim mun auðveldara er að mæta auknum kröfum um þjónustu. Framhald á bls. 23 7 Heima er bezt 213

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.