Heima er bezt - 01.06.1997, Qupperneq 25
með lakara móti síðan veðráttan fór
dálítið að skána og skipaferðum að
fjölga.
Mér finnst annars, að eftir því sem
framfarirnar vaxa, þá íjölgi líka sjúk-
dómunum. Mikið er það allt öðruvísi
en var í mínu ungdæmi. Ég man þá
eiginlega ekki eftir nema þrenns kon-
ar sjúkdómstegundum: Það var takið
gamla, innvortis slæmska og útvortis
ótukt. Við takinu tóku gömlu menn-
irnir blóð, við flestri innvortis
slæmsku höfðu menn heilagsanda
plástur og við útvortis ótukt voru það
húsráð og hitt og þetta. Menn lifðu
þá þangað til þeir dóu, eins og gerist
núna, svo munurinn er ekki allur.
En þetta er nú allt búið að vera,
kunningi! Það þarf lærðari mann en
mig til að nefna suma þessa nýju
sjúkdóma.
í vetur var kránkfelt í börnum; nú
aftur síðan kom fram á, bryddir
meira á ótukt í fullorðnum. Faraldur-
inn, sem nú kvað ganga mest hér
syðra, er nefndur ráðgjafasótt.
Það heitir svo ég kann að nefna
það, lagsm!
Já. Satt er það, sem gömlu menn-
irnir sögðu, að mörg eru manna
meinin. Þetta kvað vera umgangs- og
ótuktarveiki, með kláðaværingi og
þreyjuleysi í öllum kroppnum, hátt
og lágt, að utan og innan. Þeir eru að
káka við þessa slæmsku, að sagt er,
bæði Guðmundur á Stóru-Borg og
Guðmundur á Krossi. Og ekkert
gagnar. Já! Þú munt hafa heyrt að
Guðmundur makahittaði Krossinum
þarna áður en bóndinn á Gullbera-
stöðum komst upp á hornið. En Guð-
mundur hinn býr ennþá í efri bænum
á Stóru-Borg, hvað lengi sem það nú
verður.
Þeir eru að þessu brutli. Eins og þú
manst var hún Sigríður mín alltaf
nærfærin við svona fólk, og hún ráð-
leggur „bramann“ og „pípuna“ skil-
málalaust.
Aftur var í morgun altalað við alla
vatnspósta, að þessi nýi blóðkoppari
bæjarins, ég kann að nefna það, full-
yrti að sjúkdómur þessi stæði í sam-
bandi við fýsn holdsins, lyst augn-
anna og stærilátt líferni, og að kopp-
arnir væru eina meðalið, sem við
ætti. Enn halda sumir, að þessar um-
leitanir séu undirbúningur undir ein-
hvern hundadagafaraldur og muni sú
raunin á verða, þegar þessu slær út,
að það reynist einhvem veginn litir
hundar, sem engum geri skaða, sé
því óhætt að láta slag standa.
En út úr þessu tilstandi kvað nú
vera spáð nýrri flokkaskiptingu og
nýju stórrifrildi um endilangt landið.
Gunna mín sagði í gærkveldi, að í
Laugunum hefðu þær fróðustu sagt
að orsökin að þessu væru einhverjar
„bakteríur." Það em skoplegar
skepnur, lagsm, svo lítil smákvik-
indi, miklu minni en minnstu lýs.
Þær höfðu nú stungið upp á, stúlkna-
tetrin, að láta þennan norðlenska
Lúsa-Hrólf, taka þetta í karphúsið.
Svona skal það vera í öllum sköpuð-
um hlutum, sinn vill hvað. En þessi
djánkans óværð kvað skríða af ein-
um á annan og er talað, að fjölda-
margir séu núna orðnir kvikir af
þessum délans bitvargi.
Jú! Tölum nú fátt um flest! En það
veit ég, að væri þessi óværð í Norð-
lendingafjórðungi, þá mundi amt-
maðurinn þar láta baða heila korpus-
ið.
En Sunnlendingar hafa aldrei orðið
samtaka í kláðamálum. Má því búast
við að allt verði látið dankast.
Þú sérð að ég spjalla við þig eins
og í gamla daga. Brýt ég nú blaðið
þennan ganginn, með óskum bestu.
Þinn gamli kunningi,
Hallur Hallsson.
P.S.
Þú færð annað seðil seinna.
Þinn sami
H.H.
Fjallkonan 13.janúar 1905.
Samþegnar vorir á Grænlandi.
Vér höfum ekki að jafnaði hugsað
sérlega mikið um samþegna vora á
Grænlandi. En umhugsanir um þá
hafa ofurlítið glæðst við það, að
Danir hugsa til að sýna oss í félagi
við þá á næsta sumri.
Fyrir því gerir Fjallkonan sér von
um að lesendur hennar hafi gaman af
að fá ofurlítið meira af þeim fróðleik
er hr. Mylius-Erichsen hefir aflað sér
og miðlað löndum sínum í dönskum
blöðum.
Fjallkonan sagði síðast frá fjórum
morðum er framin voru af Skrælingj-
um við Yorkhöfða, sögu, er endaði á
því að töframaður át hjörtun úr
mæðginum, er hann hafði unnið á.
Þessi töframaður var lengi í þjón-
ustu M.E. og ekki verður annað séð,
en að þeim hafi komið vel saman.
Heiðingjar við Yorkhöfða eru í
raun og veru alls ekkert grimmir í
lund, segir M.E. Þeir drepa menn
ekki af rángirni, fjárgræðgi eða þess
konar auvirðulegum hvötum, eins og
oft kemur fyrir í menningarlöndun-
um. Konan framdi morðin af afbrýði
einni. Og það, sem töframaðurinn
gerði, var í hans augum réttlátt end-
urgjald og heilög skylda.
Töframaðurinn var ekki heldur
nein mannæta þó að hann æti
hjörtun. Honum hefir fráleitt þótt
það viðfeldin máltíð. Hann gerði það
eingöngu fyrir þá sök að eftir sann-
færing hans og trúarbrögðum var það
óhjákvæmilegt til þess að þeir sem
eftir lifðu skyldu fá að vera í friði.
Skrælingjar þessir trúa á hulið
vald, sem þeir hugsa sér ekki í neinni
líkamlegri mynd. Þetta hulda vald
kveður á um hvað þeir megi aðhafast
og hvað þeir eigi að láta ógjört. Þeir
trúa því að framtakssamir og hraustir
menn, þeir er reynst hafa hugprúðir
veiðimenn á sjó og landi, fái að laun-
um betra veiðiland eftir andlátið. Og
þeir, sem eitthvað hafa móðgað þetta
hulda vald, drekkja sér í sjónum.
Kannist þeir ekki sjálfir við brot sitt
kveða aðrir upp drekkingardóm yfir
þeim og fúllnægja honum.
Þessi hegning tíðkast mest með
Skrælingjum, og hún stendur í sam-
bandi við þann mikla beig, sem þeir
hafa af vatni. Þeir þvo sér aldrei.
Vatn er í augum þeirra hættulegt og
voðalegt. Og sennilega er það fyrir
þessa andstyggð á vatninu að sú trú
Heima er bezt 225