Heima er bezt


Heima er bezt - 01.06.1997, Page 31

Heima er bezt - 01.06.1997, Page 31
Umsjón: Ingvar Björnsson ÁSKBIFANDI FJOBDUNGSINS Verðlaunaáskrifandi: Unnur BreiðQörð Oladóttir Engihjalla 17, Kópavogi Annar ársí jórðungur 1997 Landshluti: Vesturland Unnur ogjjölskylda. Fremri röð frá vinstri: Bjarni, Steingerður, Daníel, Unnur, Kristrún og Arnfinnur. Aftari röð frá vinstri: Kristín, Björgvin, Óli Jóhann og Baldur. 1 ar sem að áskrifandi fjórðungs- ins er að þessu sinni búsettur að Engihjalla 17 í Kópavogi, brá ég undir mig betri fætin- um og heimsótti hana. Auðvitað hafði ég áður haft símasam- band og við ákveðið komutíma minn. Ég bað hana að segja mér sem mest af sínum högum og fer frásögn hennar hér á eftir. „Ég heiti fullu nafni Unnur Breið- fjörð Óladóttir, er fædd að Bakka í Geiradalshreppi, A-Barðastrandar- sýslu, hinn 22. september 1936. Foreldrar mínir voru Jóhanna Hall- freðsdóttir úr Geiradal, fædd 27. apríl 1910, og Óli Kristinn Hallsson, fæddur 17. október 1910, ættaður af Skarðsströnd við Breiðafjörð. Hallur afi minn var lengi póstur á Skarðsströndinni. Foreldrar mínir bjuggu að Litlu-Brekku í Geiradal og þar ólst ég upp og fer ekki þaðan fyrr en árið 1958, er ég flyt suður til Reykjavíkur. Hinn 2. ágúst 1958, giftist ég Daníel Arnfinnssyni frá Hlíð í Þorskafirði, A-Barðastrandarsýslu, verkamanni í Reykjavík, fæddum 10. maí 1933. SKUt/WSSON BRACJ SiaJtJONSSON GÖNGUR ,OG RETTIR mia SKDKJÓNSSON C minstcLíjoNssoN g~\ JrL. m.- —''w “-— Verðlaun Göngur og réttir. binda ritsafn Foreldrar hans voru Kristín Daní- elsdóttir frá Hvallátrum á Breiðafirði og Arnfinnur Þórðarson úr Gufudals- hreppi, A-Barðastrandarsýslu. Foreldrar okkar hjóna eru báðir látnir. Börn okkar eru: Baldur, fæddur 25. júní 1959, starfar hjá íslandsbanka á Blönduósi, Óli Jóhann, fæddur 7. október 1960, gullsmiður í Kópavogi, Björgvin, fæddur 11. janúar 1963, kjötiðnaðar- maður hjá S.S. á Hvolsvelli, Kristín, fædd 16. janúar 1964, starfar á saumastofu í Reykjavík, Arnfinnur, fæddur 24. febrúar 1969, starfar hjá Sparisjóði Reykjavíkur og nágrennis, Bjarni, fæddur 3. september 1970, starfar hjá S.S. á Hvolsvelli, Kristrún, fædd 22. september 1971, húsmóðir í Reykjavík, Steingerður Þóra, fædd 15. október 1972, starfar hjá íslands- flugi. Barnabörn okkar hjóna eru nú ell- efú talsins. Störfum mínum má skipta í þrennt, það er hefðbundin sveitastörf fram til ársins 1958, heimavinnandi húsmóðir með allt að ellefu manns í heimili. Ellefta heimilismanneskjan var móðir mín, er hjá okkur dvaldi frá því að hún kom til Reykjavíkur og þar til hún andaðist. Þar sem ég er einbirni leiðir það að Heima er bezt 231

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.