Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 33
Ingibjörg Sigurðardóttir.
Fra
5
Séra Grímkell gengur þegar til
móts við hana, hávaxinn og
glæsilegur að vallarsýn, broshýr
og ljúfmannlegur og enga sektarkennd
er að sjá í svip hans. Hann réttir
kennslukonunni höndina.
- Komdu sæl, Glóey Mjöll, segir
hann léttum rómi.
- Sæll, séra Grímkell, svarar hún
háttvís og yfirveguð hið ytra, en í
innstu fylgsnum sálar kennir hún áður
óþekktan skjálfta um leið og hún tekur
í framrétta hönd hans og bros er ekki í
huga hennar við þennan samfund.
Ungi presturinn þrýstir hönd
kennslukonunnar andartak og ætlar
sýnilega að segjaeitthvað meira en í
sömu andrá snarast Hróðmar kennari
heim að skólanum og þar með er
bundinn endir á tveggja manna tal.
Hann heilsar séra Grímkeli með
hressilegu handtaki og býður Glóeyju
Mjöll samkennara sínum góðan dag.
Svo hverfa þau þrjú inn í skólahúsið...
* * *
Vorpróf barnanna fara fram með
hefðbundnum hætti. Þetta er í fyrsta
skipti sem séra Grímkell situr á dóm-
arastóli og dæmir verk annarra. Hann
ávinnur sér strax vinsemd prófþola og
nær góðri samvinnu við kennaralið
skólans. En mitt í önn og erli starfsins
dregst athygli hans að ungu kennslu-
konunni og framgöngu hennar allri,
líkt og segull að stáli. Það getur varla
farið framhjá neinum hve hún nýtur í
ríkum mæli hylli nemenda sinna.
Mynd þessarar stúlku hefúr oflt leitað á
huga hans eftir að hún þreytti göngu
neðan úr Súlnavogi upp að Armótum
á síðast liðnum vetri, til þess að ná
fúndi sálusorgara. Ekki að ferðamát-
inn sem slíkur gæti talist neitt óvenju-
legur, heldur sá drifkraftur, sem þama
lá að baki og skóp erindi hennar. Þessi
heimsókn á skrifstofú hans, var algjör
nýlunda í prestsstarfinu. Á meðan
hann hlýddi á erindi stúlkunnar og þá
frásögn, sem hún hafði fram að færa
því ti grundvallar, fannst honum að
hann sjá í henni þann lífsförunaut,
sem hann dreymdi um. Að sjálfsögðu
lá allt slíkt í þagnarskauti á þeirri
stundu. Hann var eingöngu að gegna
þjónustu við meistara sinn, hans eigið
var ekki til umræðu. Þessa prófdaga
hefur hann fengið að kynnast kennslu-
konunni að störfúm og orðið vitni að
samskiptum hennar og nemendanna.
Þetta hvort tveggja hefur gefið ósk-
hyggju hans og framtíðarsýn byr undir
báða vængi. Hann telur líklegt að
kennslukonan ætli sér að fara héðan
frá Súlnavogi að skólasllitum loknum,
þar sem heimili hennar mun vera í
Reykjavík, hvort sem hún heldur
kennarastöðunni eða lætur hana lausa.
Hann er vanur að ganga hreint að
verki, eins ætlar hann að gera nú.
Hann ákveður að tjá Glóeyju Mjöll
hug sinn áður en skólaslitin fara fram.
Hún hefúr þá dálítinn umhugsunar-
frest, sé hún ekki þegar reiðubúin að
gefa honum svar...
* * *
Síðasti prófdagurinn er að kvöldi
kominn. Börnin hverfa sporlétt á
braut, hvert af öðm, út í vorið. Hróð-
mar kennari og Ammundur skólastjóri
halda einnig til sinna heima, hvíldinni
fegnir.
Glóey Mjöll er óvenju síðbúin. Hún
á enn eftir að taka saman nokkur
kennslugögn og rýma að fúllu kenn-
araborð sitt frá liðnum vetri. Hún er
með hugann allan við starfa sinn og
Heima er bezt 233