Heima er bezt - 01.06.1997, Síða 34
fylgist ekkert með brottför annarra af
staðnum. Henni er þv'ókunnur sá
veruleiki að hún og prófdómarinn eru
orðin tvö eftir í skólahúsinu. Brátt hef-
ur hún lokið verki sínu og býst til
heimferðar. í sama mund er drepið að
dyrum á kennarastofú hennar. Hún-
lýkur upp. Séra Grímkell stendur fyrir
framan dymar.
- Fyrirgefðu ónæðið, Glóey Mjöll,
segir hann háttprúður. - Má ég eiga
við þig nokkur orð?
Hún lítur á hann föstu augnaráði en
svarar ekki að bragði. Skyldi hann
vera kominn til að afsaka brigðmæli
sín, flýgur í gegnum huga hennar og
blóðið tekur að streyma örar í æðum.
Hún sýnir prestinum að sjálfsögðu
viðeigandi háttvísi og hlýðir á það,
sem hann hefúr fram að færa. En reifi
hann málaleitan hennar á skrifstofu
hans á siðast liðnum vetri og taki að
afsaka eigin vanefhdir, ætlar hún að
mæta því af fúllri hreinskilni.
- Já, séra Grímkell, svarar hún ró-
lega hið ytra. - Gjörðu svo vel.
Hún víkur til hliðar úr dymnum.
Presturinn gengur inn í kennslustof-
una. Glóey Mjöll vísar honum til sæt-
is, sjálf tekur hún sér stöðu við kenn-
araborðið. En séra Grímkell kýs
einnig að standa á meðan hann ber
upp erindi sitt, hann ætlar ekki að tefja
kennslukonuna lengi eftir strangan
vinnudag. Nokkur andartök ríkir raf-
mögnuð þögn. Svo hefúr ungi prestur-
inn mál sitt:
- Ég er lítið gefinn fyrir langar for-
múlur, segir hann festulega, - og kem
því beint að efúinu. Að vísu eru kynni
okkar ekki löng, Glóey Mjöll, en þau
hafa gefið mér þá mynd af þér og
manngildi þínu, sem ég met dýrasta.
Viltu verða konan mín?
- Konan þín!!? hefur hún upp eftir
honum og undrun hennar er algjör.
Hún hefði getað búist við öllu öðm en
þessari spumingu í máli prestsins.
Blóðið þýtur ffam í kinnarnar og
glímuskjálfti blossar upp innra með
henni. Nú skal presturinn fá það á
hreint að hann hefúr glatað trausti
hennar.
- Við eigum ekki satnleið, séra
Grímkell, svarar hún einbeittum rómi.
- Ertu viss um að svo sé? spyr hann
rólega.
- Já, ég er fúllviss í þeim sökum.
- Á sú fúllvissa þín rætur að rekja til
heimsóknar þinnar á skrifstofu mína
síðast liðinn vetur?
- Já, svarar hún fastmælt.
- Gott er að vita það. Fyrirgefðu
dirfsku mína, segir séra Grímkell
hæversklega. Ég met hreinskilni þína
mikils. Vertu sæl, Glóey Mjöll.
Ljúfmannlegt bros leikur um andlit
hans um leið og hann gengur fram úr
kennslustofúnni.
Glóey Mjöll stendur agndofa og
horfir á eftir biðli sínum. Sá tók sér
ekki nærri hryggbrotið, sem hún gaf
honum. Hvarf á braut með bros á vör.
Ef til vill er hann þjálfaður í því að
snúa bónleiður til búðar, hugsar hún
með sigurglampa í augum. Henni
finnst hún hafa jafnað reikningana og
vel það. Hún heyrir prestinn ræsa
heimilisjeppann á Ármótum, sem
staðið hefúr daglangt í biffeiðastæði
skólans og aka á brott. En séra Grím-
kell mun lengi verða henni ráðgáta.
Hún þrífúr kennaratösku sína, snarast
út úr skólahúsinu og hraðar sér heim á
leið. Hún hefúr í hyggju að nota
kvöldið til þess að láta niður í ferða-
töskur, sem mest af farangri sínum.
Hún ætlar að fara héðan frá Súlnavogi
strax næsta morgun. að loknum skóla-
slitum, en þau eru boðuð eftir einn
dag. Hún hefúr enn ekki komið því í
verk sökum annríkis, að kaupa smá-
gjafir, sem hana langar til að færa án-
ustu ættingjum og vinum við heim-
komuna. Hún ákveður að ljúka af-
þeirri höndlun um leið og kaupfélagið
verður opnað að morgni. Og vomóttin
björt og hljóð stígur í háæti hins liðna
dags...
* * *
Morgunsól í heiði hellir geislaflóði
yfir Súlnavog. Glóey Mjöll heldur að
heiman. För hennar er heitið í kaupfé-
lagið. Enn eru fáir á ferli um götur
þorpsins, ffiðsæl árdegiskyrrð situr í
öndvegi. Glóey Mjöll nýtur þessarar
morgungöngu, þeirrar næst síðustu hér
um slóðir, á þessu vori. Vogurinn,
spegilsléttur, blasir við augum hennar
og langt í fjarska. úti á bláum hafflet-
inum, eygir hún báta af ýmsum stærð-
um, sem raða sér um fiskimiðin í
morgundýrðinni. Þetta er óneitanlega
heillandi sjóna, hugsar hún og gengur
inn í kaupfélagið.
Lísa bíður fýrir innan afgreiðslu-
borðið, til þjónustu reiðubúin. Glóey
Mjöll brosir til hennar um leið oghún
kemur inn í búðina en afþakkar aðstoð
hennar að svo stöddu. Hún ætlar að
gefa sér góðan tíma til að skoða gjafa-
vörurnar, sem eru í hillunum og velja
og hafna. En hún er ekki fyrsti við-
skiptavinurinn á þessu árdegi. Tvær
húsffeyjur úr þorpinu eru í óða önn að
gera innkaup í matvörudeildinni. Gló-
ey Mjöll veit nokkur deili á þessum
konum. Hún kenndi bömum þeirra
beggja síðast liðinn vetur og þær sóttu
báðar reglulega foreldrafúndi skólans.
Agata í Sunnuhlíð og Petrína á Efpp-
löndum, eins ogþær eru nefndar í dg-
legu tali meðal þorpsbúa, em mágkon-
ur. Petrína er gift bróður Agötu, en
hann er organisti í Súlnavogskirkju.
Agata hefúr um árabil stýrt kvenfélagi
staðarins og einnig gengt formennsku
í bamavemdamefhd Súlnavogs, ásamt
fleira félagsmálastússi, sem hún gefúr
sig að. En Petrína hefúr annast bama-
uppeldi og unnið hljóðlát húsmóður-
störf á eigin heimili. Konumar tvær
hafa lokið innkaupum og koma næst-
um jafúhliða að afgreiðsluborðinu, þar
sem uppgjörið fer ffam, en Agata hef-
ur forgang.
Á meðan Lísa reinar saman verðið á
vamingi hennar, snýr Agata sér að
Petrínu og segir með kaldhæðni í
rómi:
- Ég hef ffétt að þið hjónin séuð
búin að fá nýja leigjendur á effi hæð-
ina og þá ekki af verri sortinni, Bóas
Jensen og Sölvínu.
- Já, þau em flutt á effi hæðina hjá
okkur, svarar Petrína glaðbeittri röddu.
- Ibúðin var laus.
- Hvemig í ósköpunum gat ykkur
komið ti lhugar að leigja svona fólki?
Glettni færist í svip Petrínu.
234 Heima er bezt