Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 10

Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 10
Uppvaxtardrin Ég fæddist á Bæjarstöðum við Stöðvarfjörð, hér rétt utan við þorpið. Foreldrar mínir vom Sveinn Björgúlfs- son og Svanhvít Pétursdóttir. Faðir minn var Stöðfirð- ingur en móðir mín kom frd Borgarfirði eystra. Við vor- um 4 systkinin; elst var Elsa og næstelstur Björgólfur en þau eru bæði lótin. Margrét er þriðja í röðinni og ég var litla bamið. Það var gott að vera lítil telpa ó Stöðvarfirði. Bæjar- staðir em nú í eyði en vom hér rétt utan við Lönd. Faðir minn var sjómaður en þó vomm við með búskap líka, svona fyrir heimilið. Við, börnin, undum okkur helst við núttúmna og það sem hún gaf okkur. Við lékum okkur í pollum og lækjum og fylgdum fullorðna fólkinu til vinnu eins og við gútum. En við vomm líka í búskap og enn sjúst veggjarbrot úr bamabúinu ú Bæjarstöðum. Ég var bara 5 úra þegar við fómm þaðan og tók lítinn þútt í búskapnum þar en kom mér upp búi hér inni í þorpi. Við krakkarnir vomm oft ú silungaveiðum í öllum lækjum, alltaf með fötu, veiðistöng og maðka. Einu sinni, eftir að ég var orðin fullorðin og farin að búa, heim- sóttu okkur hjón, sem úður höfðu búið ú Stöðvarfirði. Þau vom hér hjú mér í kaffi, þeg- ar sonur minn kom inn, skítugur, beint úr lækj- unum. Ég fór að skamma hann en þú sagði maðurinn: „Ja héma. Mér finnst að þú ættir ekki að segja mikið. Ég man eftir lítilli stúlku með hvíta svuntu og únamaðkana í svuntuvas- anum." Ég hef víst verið eins saklaus af því að vera pjattrófa eins og nokkur getur verið og enn kann ég best við mig moldug. Gengið á vatni? Hér niðri við sjóinn myndast alltaf ddlítið lón ú fjöm. Fljótlega eftir að við fluttum hingað inn eftir, uppgötv- aði ég þetta lón. Ég hafði óskaplega gaman af sögum og hafði heyrt margar sögur af Jesú. Ég var alveg heill- uð af sögunni af því þegar hann gekk á vatninu og dag eftir dag var ég við þetta lón að reyna að ganga ú vatn- inu eins og Jesú. Ég vaslaði þarna fram og til baka en fann aldrei rétta göngulagið. Á þessum tíma bjuggu hér 150 - 200 manns en samfé- Hjomn. Fjölskyldan - Elsa Lísa, Ingimar, Sveinn, Þórkatla. lagið var auðvitað allt öðm- vísi en nú. Hér vom margir litlir bútar fyrstu úrin en svo fóm að koma mótorbdtar, sem svo vom kallaðir. Fiskurinn var verkaður; saltaður og breiddur og þurrkaður úti. All- ir krakkar vom við að breiða og stakka, strax og þeir núðu upp á grindurnar. Ætli ég hafi ekki byrjað í saltfiskinum 6 - 7 úra gömul. Skólaganga Ég var 10 úra gömul þegar ég fór í skóla. Það var barna- skóli hér í þorpinu en sveitakrakkarnir vom í farskóla. Ég var í skólanum hér d Stöðvarfirði þangað til ég var 14 úra gömul en eftir það vann ég ýmislegt, sem til féll hér, mest í fiski. Þegar ég var tvítug fór ég svo í Kvennaskólann ú Blönduósi. Við höfðum úkveðið, tvær vinkonur, að fara í hjúkmn- arnúm og til þess að komast þar inn þurfti annað hvort gagnfræðapróf eða kvennaskólapróf. Það hefði kannski legið beinna við að fara í Hússmæðraskólann ú Hall- ormsstað og sjúlfsagt hefur það verið ævintýraþrú sem dró mig til Blönduóss. Þetta var ú stríðsúmnum. Við fór- um norður haustið 1941 með strandferðaskipinu Esj- unni og vomm húlfan múnuð ú leiðinni. Af öryggisú- stæðum var ekki siglt nema í dagsbirtu því það gútu verið tundurdufl á leiðinni og dagurinn er ekki langur ú haustin. Við fómm með Esjunni til Akureyrar en þaðan með bíl til Blönduóss. Þetta var mikið ferðalag og rútan 6 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.