Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 14

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 14
það hefur nánast aldrei neitt komið fyrir. Einu sinni datt ég þó í Teigarhorni. Ég var dálítið hátt uppi í fjalli og studdi mig við stein til að teygja mig eftir öðrum. Þá losnaði sá, sem ég studdi mig við og ég stakkst niður í urð og kollveltist þar. Dóttir mín og svil- kona voru með mér og þær héldu báðar að ég væri stórslösuð en ég var ekkert meidd. Ég fékk marbletti hér og þar á ólíklegustu stöðum en fann varla til. Ótrúleg heppni Ég er búin að fara margar gönguferðirnar í þessum erindagjörðum. Einu sinni var ég með mörg bamaböm upp í Sauðdal, sem við köllum og við vomm þar í skrið- um. Þá fóm kindur yfir skriðuna nokkuð hátt fyrir ofan okkur og ég sá að steinn valt af stað undan einni kind- inni. Ég kallaði hópinn saman og við kúrðum okkur undir klettabelti. Það bjargaði okkur, því niður kom stærðar skriða og dansaði yfir okkur. Við vomm alveg rosalega heppin þá en bömunum fannst þetta bara skemmtilegt. Auðvitað lærist að umgangast náttúmna og gæta sín. eina rjómatertu, svona í kveðjuskyni. Þetta er alveg rosalega gaman. Ef ég elda eitthvað, sem er svolítil lykt af þá kemur fólk gjaman inn og horfir ofan í pottana hjá mér. Stundum kemur hala- rófan hér inn í eldhús og kíkir í pottana. Þetta er auðvitað ekkert einkalíf en ég sætti mig alveg ljómandi vel við það, þetta er svo skemmtilegt og ég á marga perluvini í hópi bílstjóra og fararstjóra. Þetta er allt úrvals fólk Allir hjálpast að Ég hef ekki hugmynd um hvað stein- amir hér í safninu em orðnir margir. En við höfum skráð það sem við geymum innandyra og það er vel á þriðja þús- und. í raun em þeir þó miklu fleiri því Leik- við skráum ekki minnstu steinana og skóla- stundum em steinar í nokkmm brotum börn í en þó skráðir sem einn steinn. Úti í heim- garði er svo margfalt meira. Það skiptir sókn. einhverjum tugum þúsunda. Svo emm við með dálítið af uppstoppuðum fugl- um hér inni í stofu. Við áttum fjóra eða fimm fugla, en svo flutti héðan maður, sem hafði safnað fugl- um. Hann vildi gjaman að fuglarnir yrðu eftir og seldi mér þá. Þar fékk ég 18 fugla. Sonur minn hefur alltaf haft mikinn áhuga á fuglum og reyndar við öll, þar á meðal kötturinn! Það telst nú kannski ekki til tíðinda þótt kettir hafi áhuga á fuglum en okkur þótti dálítið merkilegt, þegar köttur, sem sonardóttir mín átti, sýndi hug sinn til safnsins. Hann kom til okkar með keldusvín í kjaftinum. Keldusvín em sjald- gæfir fuglar og þetta var mikill fengur fyrir safnið. Keldusvínið er nú uppstoppað hér uppi í skáp. Fjallgöngur og lyftingar Ég hef alveg ótrúlega góða heilsu, einmitt vegna þessa áhugamáls míns. Ég var t.d. einar fjórar klukkustundir ein á rölti uppi í fjalli í gær, alveg á nýjum slóðum. Það er ekki lítil líkamsrækt fólgin í því að fara svona í fjall- göngur og stunda lyftingar. Ég er aldrei smeyk á þessum ferðum mínum og verð ekki vör við að fólkið mitt óttist um mig, það er þá ekkert að tala um það. En þó finn ég að þau fara orðið frekar með mér. Veður skiptir mig ekki máli. Pabbi sagði alltaf að ég væri eins og hund- amir; frökkust í versta veðrinu. En auðvitað fer ég ekki mikið í ísingu og það þykir mér verst við skammdegið, að þá er svo stuttur tími til útivistar. Ég fer ennþá mikið í fjömrnar og þær skila alltaf einhverju. Aldrei slys - en stundum óhöpp Trúlega má segja að ég sé náttúmbam. Mér líður ekki vel ef ég kemst ekki dálítið mikið út á hverjum degi. Ég kann rosalega vel við mig uppi í fjalli í góðu veðri og 10 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.