Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 15

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 15
10-12 þúsund ferðamenn árlega Nú búa tvö af börnunum mínum hér, eitt flutti suður í haust og það fjórða hefur búið lengi fyrir sunnan. Steinasafnið er eiginlega orðið fjölskyldufyrirtæki. Við hjálpumst öll að og börnin mín og barna- börnin eru mjög dugleg að vera með mér. Dóttir mín, sem býr í Reykjavík, kemur á hverju sumri með börnin sín og er í nokkrar vikur. Ég hef hér mikið af aðstoð- ar- og hlaupaliði. Þetta starfsfólk mitt er ekki kröfuhart, ég borga því laun eftir því hvernig árar í það og það skiptið. Þetta gengur ágæt- lega og ég hef auðvitað elli- styrkinn minn til viðbótar. Ég kemst alveg af. Við þyrft- um hinsvegar að fara að stækka. Við eigum mikið af skeljum og sjávargróðri en vantar hús til að setja það í. Þetta er í kössum hér inn um allt, undir rúmi og allsstað- ar. Svo er auðvitað mjög þröngt þegar margir koma í einu, upp í ellefu rútur eins og stundum og kannski eitt- hvað að veðri og erfitt að vera úti. Mig dreymir um að byggja skála hér uppi í garði. Þar er laust pláss, sem ég hef aldrei vitað hvað ég ætti að gera við og ég held að skaparinn hafi ætlað það undir skála. Enn er þetta bara draumur en ég er búin að segja nokkrum frá hon- um og aðeins farin að teikna í huganum. Ég held að þessi draumur verði að veruleika og vonandi verður safnið hér áfram. Börnin mín og þeirra fólk em á því að halda þessu áfram í þessari mynd. Þetta yrði ekki að neinu ef farið væri að tvístra því. Þetta byrjaði allt, sem einn lítill steinn, þegar ég var 5 ára gömul. Nú telur þetta tugi þúsunda af steinum og ýmsu öðru og hingað koma 10-12 þúsund ferðamenn á ári. Misjafn sauður í mörgu fé Flestir okkar gestir koma í hópferðum og fólkið er alls- staðar að úr heiminum. ítalir vom mikið á ferðinni í sumar og einn ítalskur fararstjóri kom hér vikulega allt sl. sumar með hóp. Þetta var mikil indælis kona. Þjóð- verjar hafa alltaf komið mikið og svo margir og margir. Innandyra í Sunnuhlíð. í sumum rútunum er fólk frá 6-7 þjóð- um. Ég finn ekki mun á fólki eftir þjóð- erni, þetta er indælis fólk - en auðvitað er misjafn sauður í mörgu fé eins og gengur. Það er samt ótrúlega lítið. En einu sinni komu hér þrír saman í bíl og vom hér á sama tíma og rúta. Rútufar- þegamir tóku eftir því að einn úr bíln- um, karlmaður, gekk svo oft afsíðis, eins og hann ætlaði að fara að pissa hér upp við skúr, sem er hér í garðin- um. Hann gekk að skúrnum og renndi niður buxnaklaufinni. Fólkið fór að veita þessu eftirtekt og svo áttaði sig einn á því að maðurinn setti alltaf steina inn um buxnaklaufina. Hann var í pokabuxum, þröngum upp að hnjám, en þetta hefur nú varla verið þægilegt. Við ætluðum að fara að leysa ofan um hann en hann tók þá til fót- .anna og þau öll og sluppu með steinana. Hann hlýtur eiginlega að hafa meitt sig á þessu. En ég held að afar litlu sé stolið, þótt þetta sé svona frjálst og lítið eftirlit. Fararstjóramir segja meira að segja að fólkið kunni vel að meta hvað því sé treyst og vilji ekki bregðast því trausti. En eitt og eitt dæmi kemur upp. í fyrrasumar voru hér hjón með tvo stálpaða stráka í rútu. Ég fékk einhvem ímugust á þessu fólki strax, ekki veit ég af hverju. Maðurinn var alltaf inni með annan strákinn en hinn var allan tímann úti í garði. Þau sögðu að hann hefði engan áhuga á steinum. Ég stend oft hér í dyrunum, fólk hefur gaman af að sjá furðufuglinn og í þetta skipti stóð ég í gættinni og sá þá að maðurinn stóð lengi við lítinn skáp hér inni í einu herberginu. Guðni dóttursonur situr í bergkristal, sem fannst við steðja ofan við þorpið. Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.