Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Side 17

Heima er bezt - 01.01.1999, Side 17
ekki látið útlendingana dást að því hvað ég er sterk. Svo er ég nýbúin að finna hér steina, sem ég á eftir að púsla saman. Ég fæ næstum aldrei í bakið, einstaka sinnum hef ég þurft að liggja í viku eða svo, en það er ekki neitt. En fólk er stundum að spreyta sig á að lyfta hér stein- um, við reynum að hafa eitthvað svoleiðis. Og allir hjálpast að Einu sinni fórum við upp í fjall og fundum töluvert stóran jaspisstein, sem við létum rúlla niður brekkuna. Hundur, sem var með okkur, fór og sótti steininn og bar hann í kjaftinum upp brekkuna aftur. Við létum gestina dást að því allt sumarið, hvað hund- urinn var sterkur. Hann er nýdauður og veistu hvert var banameinið hans? Það stóð í honum steinn! Hann var kominn alveg niður í gamir og stíflaði hann. Huldufólkið í steinunum Ég á hér huldumann í steini. Þegar sonur minn sagaði hann í sundur birt- ist þessi fallegi huldumað- ur. En ég verð ekki vör við Bergkristall með íbúum. ferðir huldufólks hér í garðinum. Margir segjast þó sjá fullt af álfum. Ég spurði einu sinni konu hvort álfamir væru ekki reiðir við mig fyrir að taka alla þessa steina en hún sagði að á meðan ég færi vel með stein- ana væru þeir sáttir. Ef ég færi að trassa þá, gegndi öðm máli, svo ég reyni að vera góð við þá. Söfnunaráráttan Það er mitt helsta áhugamál að safna öllu mögulegu og ómögulegu. Ég safna pennum, póstkortum, skeljum, lyklakippum, kveikjumm, eldspýtnastokkum, spilum, ég gæti talið áfram endalaust. Bílstjóramir em duglegir að senda mér ýmislegt og fólkið mitt leggur mér lið. Svo er ég stundum alveg ótrúlega heppin. Við fómm um dag- inn út á Hafnames að leika okkur, Petra sonardóttir mín og lítill sonur hennar. Þar fann ég eldspýtnastokk, sem ég átti ekki fyrir. Hann lá bara, alveg heill, í glugganum á ónýtum, hriplekum kofanum. Einhver hefur farið þama inn og gleymt stokknum. Svo safna ég flöskuupp- tökumm og ég á talsvert af drykkjarkönnum. Maðurinn minn safnaði þeim. Þetta er í kössum hingað og þangað um húsið, þar á meðal er þétt raðað undir rúmið mitt. Það er gaman að skoða þetta og langömmubömin hafa gaman af að kíkja ofan í kassana. Hirðusemi? Það em margir famir að safna steinum um allt land og útlendingar hirða líka talsvert. Það er ekki hægt að koma höndum yfir þetta. Mér ferst auðvitað ekki að tala en samt er nú kannski skárra að þeir séu í safni hér á landi en að þeir fari út úr landinu. En mér finnst ég stundum vera að vinna skemmdarverk þegar ég er að bera þetta heim. Hins vegar grafast þeir oft niður aftur ef þeir em ekki hirtir. Einu sinni var maðurinn minn að koma af sjónum og tók þá eftir að það hafði hmnið í skriðu, þar sem við köllum Ólukku. Þar höfum við oft fundið mikið af steinum. Við fómm í þessa skriðu og fundum fjölda marga fallega steina og tókum með okkur eins og við gát- um. Maðurinn minn fór svo aftur á sjóinn og þegar hann kom heim viku seinna fórum við aftur í Ólukku en þá var allt horfið, hafði grafist í annarri skriðu. Tréskurður Ég fór á tréskurðamám- skeið hjá Ólafi Eggertssyni á Berunesi. Þetta var viku námskeið og tekur því svo sem ekki að tala um það. Ég á engin verkfæri svo ég held þessu ekki áfram. Bróðir minn lærði tréskurð hjá Ríkharði Jónssyni á sínum tíma og skar mikið út meðan hann var hress. Kogga er dóttir hans og ég held að hún noti járnin hans. Það er heil- mikið listamannsblóð í þessu fólki mínu. Björgólfur bróðir minn var mikill listamaður, hann gat allt, sungið og leikið og skorið út. Stöðvarfjörður Ég hef búið hér á Stöðvarfirði alla mína tíð, í 76 ár. Það er dálítið uppgjafarhljóð í fólki núna og margir fara, en það er ekki í fyrsta sinn. Ég held að Stöðvar- fjörður eigi eftir að rísa aftur úr öskustónni. Það vantar bara dálitla drift. Hér væri hægt að gera miklu meira iýrir ferðamenn. Sjoppan þyrfti t.d. að vera opin og geta tekið við heilu rútuförmunum í mat, nógu margar rútur stoppa héma. Svo er auðvitað hægt að vinna miklu meira sjávarfang. Bróðurparturinn af afla Kambarast- arinnar er unninn á Dalvík og svo liggja Grindavíkur- bátar hér í fjarðarkjaftinum og fara með fiskinn til Grindavíkur. En hér er gott að vera og þetta á eftir að breytast aftur, snúast á betri veg. Það er að minnsta kosti ekkert lát á heimsóknum í steinasafnið. Heima er bezt 13

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.