Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 24
Úr þjóðsögum Sigfúsar Sigfussonar: Hvítabjörn á Breiðdalsheiði ísavetur einn er sagt að ísbjöm hafi hafst við ó Tjarnarfleti á Breið- dalsheiði. Vitað var um bangsa, bæði í Breiðdal og Skriðdal. Þótti þetta ískyggilegt, þar sem dýrið hefði ekkert að lifa af. Þorðu fdir að leggja d heiðina þótt vopnaðir væm. Ofurhugi nokkur úr Breiðdal varð loksins til þess. Hann bar brodd- stöng mikla. Var broddurinn fjað- urlaga, bæði langur og hvass. Þeg- ar hann kom upp úr þrönginni, só hann bjöminn við veg sinn. Bersi leit við manninum en óreitti hann ekki. Hélt hann ófram ferð sinni yfir heiðina út Víðigróf og í Þrepin. Þar mætti hann manni af Héraði og sagði honum fró biminum. Þar sem skammt var að bænum Haug- um, léði Breiðdælingur Héraðs- manni vopnið og hélt hvor sína leið. Þegar Héraðsmaður kom ofan að Tjamarfleti, sér hann bangsa. Brú dýrið grimmdarlega við en lét Héraðsmann í friði og þaut norður heiðina í slóð Breiðdælingsins. Ndði það honum við Haugahól, réðst ó hann og drap hann. Eiríkur í Snæhvammi drap Hvítabjörn Eiríkur Eiríksson, sem bjó í Snæ- hvammi í Breiðdal, var garpur mik- ill að karlmennsku og djæði. Isa- vetur einn lagðist bjarndýr á sauði hans. Eiríkur vakti um nótt hjó sauðunum og kom þd bjöminn, greip sauð og lagðist á bróðina. Ei- ríkur réðst ú bangsa, með sterka reku og hníf að vopni. Lauk svo viðureigninni að hann drap dýrið. (Eiríkur bjó í Snæhvammi 1762). Jón Oddson á Oddsstöð- um d Sléttu lagði dtján hvítabirni Jón Oddson höfuðsmaður á Odd- stöðum, var stórvaxinn og hið mesta karlmenni og ofurhugi. Það var löngum venja Jóns, að ganga á hafísa og berjast við hvítabimi. Átti hann bjarnarsviðu eða atgeir mik- inn, er hann lagði bimina með. Var það siður Jóns að stinga stang- arskaftinu í mjöðm sér og miða svo fram frá sér á dýrin. Síðan manaði hann þau, þangað til þau stukku á hann og gekk þá sviðan í gegnum þau. Sagt er að þegar Jón hafði unnið sautján dýr á þennan hátt og átti við það átjánda, hafi eitthvað farið úrskeiðis og dýrið slasað hann. Jón náði sér ekki að fullu af meiðslun- um, hætti bjarndýraveiðum og gaf sig að skipasmíðum. Bjarndýr á Austurlandi 1621 Árið 1621 kom mikill hafís að Austfjörðum. Gengu þá 25 bjarn- dýr um Fljótsdalshérað. Síðan sáust þau ekki þar í 60 ár. Hvítabirnir í Húsavík eystri, veturinn 1880-1881 Runólfur Þorsteinsson, bóndi í Húsavík austur, læddist að bimi og birnu niðri í Árgarði. Hann hlóð byssu sína og hafði skipsnagla í kúlu stað. Skaut hann bjöminn í hrygginn og drap hann en birnan flúði. Var björninn afar stór. Nokkm síðar var birna skotin í Loð- mundarfirði og var það talið sama dýrið og flúði frá Húsavík. Bjarndýr unnin í Breiðdal 1880-1881 Jón bóndi á Þorgrímsstöðum, innsta bæ í Breiðdal, elti birnu með tvo húna. Skaut hann annan hún- inn yfir gil. Ærðist birnan og hugð- ist ráðast á hann. En þar sem gilið var á milli þeirra, tókst honum að hlaða aftur og skaut hann bæði bimuna og hinn húninn. Bjarndýr í Brúarseli á Jökuldal Sigurður Jónsson, hálfbróðir Eyj- ólfs illa, var við gegningar í Brúar- seli. Til þess að hafa birtu inn yfir garðann, tók hann hurðina af hjör- um og lét hana þversum innan við dyrakampa. Meðan hann tók hey- ið í hjágjöf, inn úr garðanum, heyrði hann að hurðin skall. Hann leit við og sá, að stórt hvítt dýr stóð hjá garðahöfði og starði á hann inn yfir garðann. Féð hafði hrokkið inn að stafni í báðum krónum. Sigurð- ur sneri þá fram og hélt heynálinni framundan sér. Dýrið stóð þama nokkra stund, hristi sig síðan og hvarf út. Á heimleiðinni rakti Sigurður slóð dýrsins ofan að Jökulsá. Þar hafði dýrið rennt sér ofan brattan bakka í ána. Þetta mun vera sama dýrið og Stefán Þorsteinsson á Vaðbrekku sá, er hann rak fé í haga. Sat dýrið sem hundur í slóðinni og rak hann féð framhjá því og áreitti það hvorki hann né hjörðina. Hvítabjörn unninn á Borgarfirði eystra Árið 1890 rak mikinn borgarís að Austurlandi. Var ísinn krakur af sel. Dag einn sást hvítabjörn frá bæjum við Borgarfjörð og heyrðust ólætin í land, þegar hann drap sel- ina. Einar Guðmundsson, einbeittur harðneskjumaður, fór á báti ásamt nokkmm mönnum. Vom þeir búnir lagvopnum. Einar hafði sterkan, beittan torfljá. Sáu þeir bangsa liggjandi á jaka og var forbyrgi á, svo ekki sást dýrið nema frá vissum hliðum. Voru þeir félagar ragir við að leggja að. Einar hljóp í stafn og bað þá róa að jakanum. Gerðu þeir það. Einar seildist þá til dýrsins og lagði það í hjartað með ljánum. Sluppu þeir naumlega undan, þeg- ar dýrið féll í sjóinn. Var það þegar dautt. Þeir höfðu bjöminn síðan heim með sér. Einar varð frægur af verkinu. Stefán Hjörleifsson á Star- mýri vinnur bjarnarhún Sögn er um það að ísavetur einn færi Stefán gangandi norður til Bemfjarðar. Mætti hann þá bjam- arhúni, á hálsinum norður frá kirkjustaðnum Hálsi. Dýrið réðst að Stefáni en hann var vopnlaus. Stef- án komst að vörðu og varð honum 20 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.