Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 29
grjótið að vopni. Vann hann hún- inn með steinkasti. Bjarndýr í Njarðvík Þegar Einar lögsagnari Magnús- son, bjó í Njarðvík, lagðist bjarndýr í híði í Sultartorfu í Tóarfjalli. Seint um veturinn sótti björninn heim ú bæinn. Braut bangsi upp lambhús, fór inn eftir húsinu, drap lömbin og hlóð þeim öllum fram fyrir sig. Einar fór þó til með mönnum sínum. Kom hann lagi ó björn- inn inn um glugga og drap hann. Bjarndýr unnið á Héraðssöndum 15. júní 1913 Laugardaginn 14. júní 1913, laust eftir hádegi, reið Guðni frá Gagnstöð, til silungsveiða úti á Héraðssöndum. Þegar hann kom fram á Sand- inn, sá hann einhverja skepnu liggja á sandin- um, rétt utan við Mel- þúfurnar. Hugði hann það vera sel, valdi sér hæfilegt rekaviðarkefli að vopni og hugðist rota selinn. Þegar Guðni nálgaðist dýrið sá hann að það var hvítabjöm. Tók Guðni þá til fót- anna, hljóp bak hesti sínum, reið heim að Hrafnabjörgum og sagði Halldóri Þorkelssyni tíðindin. Halldór átti tvíhleypta haglabyssu og rjúpna- skot, taldi hann það mundi duga. Halldóri fannst öruggara að hafa einnig lagvopn. Tók hann búrhníf og festi hann við hrífuskaft með vír- benzli. Var þar komið lagvopnið. Að svo búnu fór Halldór ásamt Guðna og Ólafi vinnumanni sín- um, út á Héraðsand. Var klukkan að ganga tíu um kvöldið þegar komið var að bælinu. Þar lá haus- laus vorkópur, sem sýndi að bangsi var vel haldinn, fýrst hann gekk frá leifum. Slóð lá frá bælinu og röktu þeir hana inn milli melþúfnanna. Allt í einu stóð dýrið andspænis þeim. Það fitjaði upp á trýnið, svo skein í vígtennurnar en hélt svo undan í rólegheitum. Sóttu menn- irnir fast eftir, Halldór og Guðni ríð- andi en Ólafur hlaupandi. Eftir því sem þeir hertu eftirförina, því hrað- ar hljóp bangsi. Eftir skamma stund komu þeir að grunnu lóni. Óð dýrið út í lónið, nam þar staðar, sneri í mót mönnunum og urraði. Halldór fór af baki og tók byssuna en Ólafur hafði lagvopnið. Óðu þeir út í lónið á móti biminum, sem urraði grimmilega og sýndi þeim tennurnar. Þegar þeir voru komnir í sex metra færi, lyfti Halldór byssunni, miðaði á haus bjamarins og hleypti af. Bangsi reis þá upp á afturlapp- imar, grenjaði ógurlega og riðaði til falls. „Á hann með hnífinn," kallaði Halldór. Ólafur hljóp að biminum og stefndi sveðjunni að síðu hans aftan við bóginn. Áður en Ólafur kæmi lagi á dýrið, rétti það sig við og sner- ist gegn honum með reiddan hramminn, svo lagið geigaði. Ólaf- ur vatt sér undan högginu og forð- aði sér. Halldór skaut þá öðru skoti með svipuðum árangri og áður. Hopuðu veiðimenn þá. Þó skaut Halldór þriðja skotinu af lengra færi. Árangurinn af því varð sá, að dýrið grenjaði og urraði ákaft, en sat sem fastast úti í lóninu. Ólafur var nú send- ur í Hrafnabjörg eftir meiri skotfærum og hleðslutækjum, þar sem augljóst var að rjúpnaskotin dugðu ekki á bjamdýr. Hlóð Halldór síðan tvö skot, eins kraft- mikil og patrónumar leyfðu. Var síðan haldið á vettvang. Þegar þeir nálguðust bangsa, lét hann óffiðlega og urraði ákaflega. Þorðu þeir ekki að fara mjög nærri honum og sendi Halldór honum tvö skot, af of löngu færi til þess að árang- urs væri að vænta. Héldu menn heim við svo búið. Á sunnudaginn var síðan leitað til Vig- fúsar Þórarinssonar prests á Hjaltastað, sem átti kúluriffil. Sendi hann Einar son sinn með riffilinn og lagði hann dýrið að velli með einu skoti aftan við bóginn, á hundrað metra færi. Tók prestur þriðjung dýrsins fyrir hjálpina. Kjötið af dýrinu var 125 kíló og þótti lostæti, að undanskildu þriggja sentimetra fitulagi, sem þakti allan skrokkinn. Heimild: Frásögn Ólafs Jónssonar, forstöðumanns rœktunarfélags Norður- lands á Akureyri. Birt í Vikunni, á árunum 1960 til 1965. Framhald í nœsta blaði. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.