Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Síða 32

Heima er bezt - 01.01.1999, Síða 32
Kristján konungur X., Alexandrine drottning hans og fylgdarlið, ferðaðist um Fcereyjar, ísland og Grœnland, sumarið 1921. Á þessari dönsku blaðamynd sést konungur og drottning hans á ferð um Suðurland 1921. Ekillinn er Hans póstur Hannesson. Kannski var það konungskomunni að þakka hve fljótt hellisbúarnir í Reyðarmúla fengu jarðnœði í byggð. En þau Vigdís og Jón vom ekki búendur í Laugar- vatnshellum, því árið 1910 fluttu þangað Indriði Guð- mundsson smiður og síðar kaupmaður i Reykjavík, og unnusta hans Guðrún Kolbeinsdóttir. Sagt var að þau hafi búið í stærri hellinum, en haft þann minni fyrir búsmala sinn. Dvöl þeirra varð þó ekki lengur en til vorsins 1911 að þau fluttust á jörð í Grímsnesinu og ekki er bama getið hjá þeim í hellunum. En víkjum aftur að Vigdísi Helgadóttur og Jóni Þor- varðssyni. Þau fluttust í Laugarvatnshelli vorið 1918 og með þeim Símon Símonarson. Bjuggu þau um sig í stærri hellinum eins og fyrirrennar þeirra höfðu gert átta ámm áður. Ekki varð sambýlið langt, því að unnusta Símonar neitaði að flytja til hans í hellinn og búa svo afsíðis. Hvarf því Símon annað þegar líða tók á veturinn. Vom þau þá orðin þarna ein, Vigdís og Jón, og kom þá stundum fyrir að konan var ein heima þegar Jón þurfti að bregða sér frá til aðdrátta. Tíðarfar var slæmt þennan vetur, snjóasamt og ófærð mikil. Um mánaðamótin mars/apríl var barnsvon hjá þeim hjónum. Fóstra hennar, sem átti heima í Miðdal, Ástríð- ur að nafni, ætlaði að vera hjá Vigdísi meðan hún lægi á sæng, en vegna hins slæma tíðarfars komst hún ekki til þeirra í tæka tíð. Aðfaranótt hins 3. apríl 1919 fjölgaði í hellinum og fæddist dóttir. Fæðingin gekk vel og hjálpuðust þau að, skildu á milli og annað sem gera þurfti. En fylgjan kom ekki og fór þá að vandast málið. Það varð að ráði hjá þeim hjónum að Jón freistaði að ná í ljóðsmóðurina, sem þá var Sigríður Bergsteinsdóttir í Útey, dugmikil kona og góð ljósmóðir. Hund sinn lokaði Jón inni hjá konu sinni, henni til skemmtunar. Síðan bað Vigdís Jón um að slökkva ljósið, ef hún kynni að sofria. Hann hafði tvo duglega hesta en ófærðin var mikil og ferðin gekk seint. Kom hann að Laugarvatni, vakti upp og sagði tíðindin. Brá húsbóndinn þar skjótt við og hélt þegar af stað vestur í hellana ásamt dóttur sinni, sem var kjarkmikil og áræðin, en Jón hélt viðstöðulaust áfram að Útey eftir ljóðsmóðurinni. Það er af Vigdísi að segja að hún sofnaði eða mókti eins og hún komst að orði í blaðaviðtali löngu síðar: „Mér leið vel þá og ævinlega í hellinum. Ég trúði því og treysti, að ég væri ekki ein. Einhver hulin hönd héldi vernd sinni yfir mér og litlu stúlkunni minni." Er ekki að orðlengja það að allt fór vel eftir að ljós- móðirin kom og móður og barni heilsaðist vel, þrátt fyr- ir þessar bágu aðstæður. Alls tók það Jón átta klukkustundir að sækja ljósmóð- urina, en feðginin frá Laugarvatni voru komin tveim stundum áður til sængurkonunnar í Laugarvatnshelli, sem hafði beðið einsömul í myrkrinu í sex klukkustund- ir, ásamt seppa sínum. Vart þarf að taka það fram að þau Vigdís og Jón voru fátæk um þetta leyti, en samhent um að bjarga sér. Þau eignuðust alls sjö börn, allt dugmikið myndar- fólk. 24 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.