Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 34

Heima er bezt - 01.01.1999, Blaðsíða 34
þar á meðal ég. Einn var með brjóst- himnubólgu, ristill þjóði hinn þriðja. Vom þeir fluttir í land ó Siglufirði. Ég var fluttur í ókveðið hús, sem skipstjórinn réði yfir eða útgerðarfé- lagið. Þangað neitaði ég að fara. Hús þetta var hinn versti bústaður. Það var alsett götum, og sú víða út um það. Fékk ég þú herbergi ú Hótel Siglufirði. Eftir þrjó daga kemur síðan skip- stjórinn til mín og biður mig að koma með sér, en ég var rúmliggj- andi. Hann sagði mig aðeins þurfa að fara í bdtana, en væri ekki skuld- bundinn að taka vaktir. Fór ég þó með honum og mér batnaði svona af sjólfu sér. Ég komst að því að eina ömgga rdðið gegn brjósthimnubólgu væri að klæða sig vel. Hef ég ekki fengið þd veiki síðan. Klukkan níu morgunn einn, var skipið á reki úti ú sjó og enginn vak- andi. Bdmst böndin að mér. Maður- inn, sem var á móti mér á vakt, sagði að ég hefði ekki vakið sig, þótt ég hefði nú raunar gert það. Hafði ég þann húttinn ú, er vekja skyldi kauða, að ég brd hægri hönd minni um hdlsinn ú honum og dró hann síðan út á gólfið. Þetta gerði ég á hverri vakt, og varð að hafa þennan hdttinn d, því að öðmm kosti sló hann bara fró sér og barðist um og var hinn versti. Þetta var leið- indagaur. Við matborðið bar kokkurinn það, að ég hefði vakið þennan mann. Ekki gengi svo lítið d, þegar ég væri að vekja hann til lífsins. Strdkur þessi var úr Reykjavík. Skipstjórinn sagði, að ef hann ekki hlýddi því, sem hann ætti að gera, skyldi ég hífa hann upp með talíu um mittið. Ekki endurtók þetta sig. Kauði lét sér loks segjast. Norðmaður einn var d skipinu og íslendingur nokkur, sem verið hafði níu úr í Færeyjum, var hóseti þama. Drykkjuskapur var nokkur á skips- mönnum. Ekki var ég í þeirra hópi er tignuðu Bakkus, frekar þd en endranær. Ég var alltaf „þurr." Síldarvertíðinni lauk ekki fyrr en í íbúðarhúsið á Gljúfraborg, sem Bogi byggði árið 1951. september. Hluturinn varð góður, því að afli var ríflegur. Fé því, sem mér óskotnaðist á ver- tíðinni, eyddi ég fljótlega, því aldrei hef ég sparsamur verið. Talsvert var um skemmtanir ó Siglufirði og glatt á hjalla. Fór ég þar d mörg böll og dansaði mikið, enda hef ég alltaf haft gaman af að dansa. íslenskt kvenfólk er fagurt ú að líta og þó sér í lagi austfirskt. Og alltaf er konan mesta yndi karlmannsins, það breytist ekki, þó margt breytist í heimi hér. Ekki varð ég mikið var við óeirðir d böllum ó Siglufirði né að lögreglan þyrfti að beita sér. Upp í Hvanneyrarskól brd ég mér stöku sinnum. Þd fór ég út á „An- leggið," eyju á staurum úti í sjó. Þar fór síldarsöltun fram. Árið 1930 vann ég á Siglufirði. Fékk þd Pétur Bóasson mig lúnaðan til að vinna við byggingu Síldarverk- smiðja ríkisins, d staðnum. Varð ég þar fyrir slysi, sem mig langar til að reyna að lýsa í fdum orðum. Ég var að aka hjólbörum, fullum af steinsteypu, sjö metrum ofar gólfi. Þar sem ég ók börunum, var pallur, og þurfti þar að skjóta sér meðfram timburhlaða. Stóðu endar út úr hon- um hér og þar. Rak ég nú börumar í einn af þess- um endum. Þar með missti ég jafn- vægið og það var ekki að sökum að spyrja, ég húrraði niður. Á leiðinni niður hugsaði ég með mér að ef ég kæmi ekki niður á handleggina og hnén, biði ég brúð- an bana af fallinu. Auðvitað slasaðist ég. Ég byrjaði d því að hreyfa handleggina og tókst það, einnig fætuma. Síðan gekk ég upp stiga, víst sjö metra húan, en menn, sem þama bar að, vildu bera mig. Ég var allur blóði drifinn og vörin í sundur. Síðan þurfti ég að fara niður ann- an stiga, og gekk mér það nokkm verr. Var hann þó ekki jafti hór og sú fyrri. Þú mætti ég verkstjóranum. Só hann hvemig ég var útleikinn. Sagði hann að bíll væri að koma til að sækja mig og flytja upp ó sjúkra- hús. Var ég síðan fluttur þangað. Fólkið, sem var í biðstofunni, hljóð- aði upp yfir sig, er það sd mig. Blóðið fossaði úr mér. Ég fékk dheym hjd sjúkrahúslækn- inum, Steingrími Eyfjörð Einarssyni. Límdi hann rifhu vörina saman með pldstri, bæði að utan og innan, og gerði að handleggnum d mér, en ég hafði brotnað ffam við handarbak og klofnað fram ú höndina. Læknirinn spurði mig hvort meira mundi að mér. Fór ég þd úr skóm, og var þd annar þeirra fullur af blóði. Hnéskelin var beygluð og skorin sundur inn í bein. Var síðan farið með mig inn í her- bergi mitt, sem ég man nú ekki leng- ur, hvar var í bænum. Tvær hjúkmn- arkonur studdu mig út í bfl. Er ég kom heim og hugðist stíga út úr bílnum og brd höndum fýrir mig, gat ég enga björg mér veitt. Bdðar hendumar voru mdttlausar, einnig fætumir. Stakkst ég d hausinn út úr bílnum. Bera varð mig upp í her- bergi mitt. Var ég þar í þrjd daga. Síðan var mér komið ú sjúkrahús. Eftir þriggja daga dvöl þar, var mér komið heim til mín og dtti ég að liggja þar. Fór ég nú d fætur og tók að ganga ddlítið um bæinn. Þd mætti ég hjúkr- unarkonunni og síðar sjúkrahús- lækninum, Steingrími Eyfjörð Einars- syni. Þegar hann var búinn að lesa yfir mér, sagði hann að sér mætti auðvitað vera sama, hvort mér batn- aði eður ei, ef ég færi ekki eftir regl- um þeim er hann setti. Sumarið varð að engu fýrir mér, vegna þessa slyss. 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.