Heima er bezt


Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 39

Heima er bezt - 01.01.1999, Qupperneq 39
messa næstliðið sumar á Hesteyri, tregðu hans til þessa og yfir höfuð vanrækslu hans, sökum heilsubrsts, til allrar prestþjónustu." Af orðum kæru þessarar („safnað- arins vegna") er svo að sjá, og svo virðist hafa verið ætlast til að biskup skyldi skilja það, sem samviskusam- ur safnaðarfulltrúi sé, með kæru þessari að reka erindi safnaðarins! En eftir því sem skilríkir menn úr sókn síra Páls Sívertsen hafa skýrt oss frá, þá vissu menn þar nyrðra ekkert af þessu tiltæki Sig. Pálsson- ar, fyrr en ofannefht bréf prófasts, dags. 18. desember síðastliðinn, barst þangað norður. Það er því talið víst að hr. Sig. Pálsson hafi einskis manns umboð haft til kæru þessarar en eingöngu tekið þetta upp hjá sjálfum sér og sé að reka sitt eigið erindi og þjóna sinni lundu. Hvívetna í sóknum síra Páls Sí- vertsens, kvað því þetta laumuspil Sig. Pálssonar og prófasts mælast illa fyrir, enda er það almannaróm- ur þar nyrðra, að naumast geti skylduræknari prest en síra Pál Sí- vertsen, bæði að því er húsvitjanir, barnauppfræðslu og önnur embætt- isverk í þessu örðuga útkjálka- prestakalli snertir.* Sýnist mörgum að nægja hefði mátt með félagskapinn þeirra pró- fasts og Hesteyrarfactorsins við al- þingiskonsingarnar síðustu, þótt eigi slægju þeir pjönkum sínum saman í fleiru. Annars er, fyrir kunnuga, naum- ast gott að verjast brosi við að hugsa sér hr. Sig. Pálsson, Hesteyr- arfactor, sem vandandi um kirkjulíf og kristindóm! Verður það, er varir, og ekki varir. Síra Páll Sívertsen kvað nú hafa ritað biskupi og beiðst þess að fá eft- irrit af kærunni, sem fráleitt verður nein fyrirstaða, þá allra síst er bisk- up fær að vita, hve pukurslega kæra þessi er til orðin, og aðeins eins manns verk, að því er virðist. Munu og safnaðarmenn sír Páls Sívertsens óska þess almennt að þeir fái enn að njóta prestsþjónustu hans sem lengst, meðan heilsu hans fer eigi meira hnignandi en enn er og að sú miður hreinlyndislega að- ferð, sem nú hefur beitt verið, til að reyna að bola honum frá prestskap, nái eigi tilgangi sínum. *) Hesteyrarkirkja var vígð 8. sept- ember 1899 og messaði síra Páll Sí- vertsen þar þrisvar það ár, en 6 messur flutti hann þar árið sem leið. Sé nú þess gætt að kirkja þessi var reist að óþörfu, þvert á móti óskum meginhluta safnaðarins, þá verður eigi betur séð en að síra Páll Sívert- sen hafi gert aukakirkju þessari full- hátt undir höfði. Til samanburðar er fróðlegt að minnast bænahússins í Furufirði, sem fullreist var ágústmánuði 1899, en prófastur Þorv. Jónsson hefur enn í dag eigi komist til að „vígja" né heldur að síra Kjartan hafi „vígt" það, eða messað þar, og er þó ólíku saman að jafna, Hesteyrarkirkju og Furufjarðarbænahúsinu, hvað þörf- ina snertir. 16. mars 1901 Út af ummælum yðar, herra rit- sjóri um mig í grein, sem hefur að fyrirsögn: „Prestur kærður. Óvið- felldin aðferð," í síðasta tölublaði blaðs þess er þér gefið út hér á ísa- firði, óska ég að þér takið í næsta blað yðar þessa leiðréttingu: Það er alveg ástæðulaus sú tilgáta yðar, að ég muni hafa átt einhvern leynilegan þátt í hinni umræddu kæru verslunarstjóra S. Pálssonar á Hesteyri, yfir síra Páli Sívertsen á Stað. Ég hef aldrei með einu orði hvatt S. Pálsson til þess að kæra síra Pál og ég vissi ekkert um kæruna fyrr en biskup sendi mér hana. Kær- an var stíluð til biskups en ekki til mín og ég áleit og álít enn, að ég hafi ekki haft heimild til þess að gjöra neitt við kæruna annað en það, sem fyrir mig var lagt, sem var, að segja álit mitt um hana. Ekki á heldur við miklar ástæður að styðjast sú tilgáta yðar að um- sögn mín um kæruna hafi fremur gengið kæranda í vil, en síra Páli. Síra Páll sá sjálfur umsögn mína, þegar hann kom hingað til ísafjarð- ar í vetur og sagði að hún væri rétt og sönn í öllum greinum. Það er satt að ég í bréfi mínu til síra Páls, hvatti hann til þess að segja af sér og gjörði ég það af því að ég áleit það æskilegt heilsu hans vegna, og gat mér ekki til hugar komið að honum yrði svo mjög hverft við það, þar sem hann hefur mörg undanfarin ár, svo þráfald- lega lýst því yfir bréflega og munn- lega, bæði við mig og aðra, að hann ætlaði hið allra fyrsta að segja af sér og hefur hann eflaust fyllilega haft það í huga í vetur, því að mér hefur verið sagt að hann hafi beðið um og fengið, læknisvottorð til sönnunar því að hann, sökum van- heilsu, eigi væri fær um að gegna lengur embætti sínu. Þá er bænhúsið í Furufirði. Mig minnir að þetta sé í annað skiptið sem þér haldið því fram í blaði yðar að ég hafi vanrækt að vígja það. Þetta er ekki rétt. Ég hef sótt um leyfi til þess að vígja það, en mér var synjað um það, með því að nægan undirbúning vantaði, svo sem það, að réttindi þess eigi voru ákveðin, og ekki heldur fengin næg trygging fyrir því að því yrði framvegis hald- ið við í sómasamlegu „standi." En ég get glatt yður með því að það mál er nú komið svo langt að ég vona að það verði vígt snemma á næstkomandi sumri. ísafirði, 12. mars 1901. Þorvaldur fónsson. Enda þótt þessi framaskráða grein Þorvalds prófasts Jónssonar raski að engu leyti því, sem var aðalatriðið í grein vorri í síðasta nr. blaðs þessa, að sýna fram á hve óviðfelldinni og miður hreinlyndislegri aðferð hefði beitt verið í máli þessu gagnvart síra Páli Sívrtsen, svo að grein hans megi að því leyti óþörf heita, þá hefur oss þó eigi virst alveg næg ástæða til að synja henni móttöku. Prófastinum hefur, sem von var, sérstaklega fundist að hann þyrfti að bera það af sér að hann hafi ver- Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.