Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 2

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 2
ÆSKAN Happdrætti Háskóla Islands gefur yður mörg tækifæri til stórra vinn- inga um leið og þér styrkið gott málefni. Bókabúð ÆSKUNNAR Kirkjuhvoli. Bækur fyrir eldri og yngri lesendur. Urval af barna- og unglingabókum. Bæloðr sendar um allt land gegn póstkröfu Sími: 4235. — Ríkisprentsm iðja n Gutenberg Reykjavík • Þingholtsstrætl 6 Pósthólf 164 Sfmar (3 línur) 2583, 3071, 3471 Prentun Bókband Pa ppír Vönduá vinna ♦ Greiá viáskipti —-------~---------------------1 Skrítlur. Feit og digur kona kom upp í strætisvagn hér á dögunum. Hún varð þess vör, að nokkrir strákar tóku að stinga saman nefjum og hvíslast á, og hún heyrði þá segja: „Þarna fáum við að sjá flóðhest.“ „Æ, já,“ sagði konan um leið og hún fór fram hjá drengjunum. „f strætisvögnum er það líkast og í örk- inni hans Nóa, þar eru alls konar dýr saman komin, og eg sé, að hér eru iíka nokkrir asnar.“ Hans litli, sem er sex ára gamall, kvartar yfir ranglæti heimsins: „í gær gaf mamma mér löðrung, af því að eg hafði ekki þvegið mér, og í dag barði pabbi mig, af því að eg baðaði mig í sjónum,.“ Englendingur og Ameríkumaður stóðu hlið við hlið og voru að horfa á gjósandi eldfjall. Þetta var í einni af nýlendum Englands. „Slíkt og þvilíkt hafið þið vist ekki í Ameríku?“ sagði Englendingurinn. „Það veit eg ekki,“ svaraði Ame- 62 ríkumaðurinn, en i Chicago höfum við slökkvilið, sem mundi slökkva þetta á minna en einum stundarfjórð- ungi.“ / Bréfaviðskipti. / Þessi óska eftir bréfaviðskiptum: Arnþór Haukur Aðalgeirss., Gríms- stöðum við Mývatn, S.-Þing. (14—18 ára). — Kristín Guðmundsdóttir, Núpi í Fljótshlíð, Rangárv. (14—18 ára). — Hrefna Valdimarsdóttir, Varmadal, Kjalarnesi (14—16 ára). — Þórður Jónsson, Finnbogastöðum í Strandasýslu (10—12 ára). — Sig- þóra Sigurðardóttir, Lambastöðum í Flóa, Árnessýslu (14—16 ára). — Vif- ill Búason, Ferstiklu á Hvalfjarðar- strönd, óskar eftir að skrifast á við dreng eða stúlku, 11—13 ára, i Húna- vatns- eða Skagafjarðarsýslum. — Sigurður M. Pétursson, Mýrarhúsa- skóla á Seltjarnarnesi, óskar eftir að skrifast á við stúlku, 16—18 ára, ein- hvers staðar utan Reykjavíkur. Dægradvöl. Þrjár gamlar gátur. Á fjórum stend eg fótum hér, fangi sný að sveinum, háir og lágir lúta mér, eg lýt þó aldrei neinum. ☆ Býr mér innan rifja ró, reiði, liryggð og kæti. Kurteisin og kári þó koma mér úr sæti. ☆ Eg er hús með öngum tveim, í mér liggja bræður fimm, i hörðum kulda hlífi eg þeim, þó hríðin verði köld og grimm. MUNIÐ, að tilkynna bústaðaskipti.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.