Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 12

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 12
ÆSKAN Ættjarðarást. Menn sýna ættjörðu sinni og átthögum ást sína og tryggð með ýmsu jnóti. Sumir láta það aðeins koma fram í orðum, aðrir í verkum. Sumir halda, að stórvirki þurfi til að sýna þetta, — og koma þeim venjulega aldrei i verk. Aðrir birta æittjarðarást sína og trúmennsku í hversdagsverkum sínum, sjálfrátt eða óafvitlandi. Og sú er oftast hreinust ættjarðarástin, sem fram kemur í smáu. Hér er sögukorn úr stríðinu: í þorpi einu bjó aldraður bóndi. Hann var of gamall til að fara í stríðið og sat þvi heima að búi sínu. Hann hafði plægt akra sína, en ekki sáð í þá. Óvinirnir voru komnir inn i land hans 'og fóru um það sem eyðandi eldur. Þeir nálguðust þorpið. Skotin hvinu og eldar kviknuðu í þorpinu. Allir flýðu, sem flúið gátu; en bóndinn vildi hvergi fara. Hann leitaði sér hælis í kjallara húss sins. Bæjarhúsin hans góðu, sem hann hafði varið margra ára striti í að reisa frá grunni, voru skotin niður á skanynri stundu, svo að þar voru rústir einar eftir. En hann lét það ekki á sig bita og beið trúr á verði sínum. Fyrir honum vakti að- eins eitt: að hverfa ekki frá ökrunum sinum ósán- um. Skothriðin kvað við látlaust allan daginn, og af því vissi liann, að óvinirnir voru enn í þorpinu. En þegar nólitin kom, læddist hann úr fylgsni sinu. Um nóttina sáði hann víðlendan akur, og skreið á fjórum fótum við verkið, til þess að sjást síður. En daginn eflir fannst lík bóndans. Það lá úti á akrinum, með gapandi banasár á brjóstinu og hægri lófann fullan af sáðkorni. Hann hafði sáð i stóran blett helsærður og vökvað nýsáð kornið blóði sínu. (Lausþytt A. S.) sögulegan. Við vorum búin að tina í einni lyng- brekkunni og hlupum hvert i kapp við annað yfir breiðan mel, til þess að komast að annarri brekku. Nú var um að gera að vera sem fljótastur að taka það, sem bezt var, á undan öllum öðrum. •— Einn drengurinn varð fyrstur og sneri sér að hinum börnunum og hrópaði: „Eg á alla brekkuna einn.“ Hann var eldrauður í framan, svo að það var auðséð, að honum var alvara. En þá fór að hitna í fleirum. Fyrsti löðrungurinn buldi á kjamman- um á honum, og áður en nokkur fengi tíma til að átta sig, voru allir drengirnir komnir i áflog, en stúlkurnar drógu sig að mestu í hlé. Þetta var bardagi, sem um jnunaði. Við slógum og börðum, liver í kapp við annan og veltum hver öðrum upp úr moldinni. Allir voru fjúkandi vond- ir. En drengir geta barizt endalaust. — Loks urð- um við samt þreyttir og móðir og fórum að lin- ast. Eitthvað af stúlkunum gekk á milli, til þess að sætta og stilla til friðar. Þegar bardaginn var hætt- ur, sátum við þarna á þúfum og steinum, óhreinir upp fyrir höfuð, másandi og blásandi, einn eða tveir þeir minnstu hálfskælandi. Við vorum víst ekki sérlega fallegir ásýndum. En sólin skein á okkur, fuglarnir sungu og blómin í brekkunni lilógu, hvert framan í annað. Það lá samt ekki vel á okkur börnunum. Við fundum það vel, að við vorum búin að verða okkur til skammar og liöfð- 72 um spillt ánægjunni af berjaferðinni. Einhver var svo hreinskilinn að segja þetta upphátt, og öllum kom sáman um, að önnur eins liáðung mætti aldrei koma fyrir aftur. Reynslan var búin að sýna, hvað styrjaldir höfðu í för jneð sér, og nú þurfti að gera friðarsamninga, sem kæmu í veg fyrir strið fram- vegis. „Þetta er alll saman af því, að við fórum að eigna okkur lyngið,“ sagði einhver. „Það er miklu betra, að við eigum það allt í sam- einingu, og tínum öll eftir því, sem við þurfum, meðan berin endast,“ svaraði einliver annar. Umræðurnar enduðu með því, að það var numið úr lögum, að einn mætti bola öðrum frá því að tína úr livaða lyngtorfu, sem hann vildi, svo lengi sem nokkurt her var eftir á henni. Síðan stóðum við upp og líndum í mesta bróðerni hlið við hlið i brekkunni. Þeim, sem síðastir urðu að fylla ílátin sín, var hjálpað til þess. Undir kvöldið fórum við heim, talandi, lilæjjandi og syngjandi. Sólin skein, fuglarnir sungu, og blómin hlógu hvert framan í annað. Við vorum öll saman góðir vinir, og erum það enn í dag. Gjalddagi ÆSKUNNAR er kominn. Gleymið ekki að senda borgun, allir, sem það mögulega geta, því að oft er þörf en nú er nauðsyn.

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.