Æskan

Árgangur

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 11

Æskan - 01.06.1941, Blaðsíða 11
ÆSKAN Seglskipið. Líttu á möstrin, sjáðu seglin! Suona voru gömlu fleyin: Ótal segl á einu skipi aftur og fram á köðlum dregin. Aftur og fram og upp og niður alla uega á köðlum dregin. Sjómennirnir kunnu að klifra, klifruðu eftir háu trjánum, hentust alueg eins og kettir aftur og fram á mjóu ránum, skriðu, smugu á hnjám og höndum, liéngu stundum bara á tánum. Stukku j>eir af kaðli á kaðal, kvikir eins og fugl á greinum. Vindur jmut í þöndum seglum, þá var löngum glatt hjá sveinum, kvæði sungin, kveðnar vísur, kvíðablær ei sást á neinum. Líttu á skipið! Sjáðu seglin! Svona voru gömlu fleyin: Eins og fugl með voða vængi vaxna bara öðrum megin, eins og risafugl, sem flýgur, flýgur bara öðrum megin. Sig. Júl. Jóhannesson. (Baldursbrá.) r I berjamó. Eftir séra Jakob Jónsson. Eg ætla að segja lesendum Æskunnar dálitla sögu, sem gerðist, þegar eg var lítill drengur. Það var um sumar. Sólin slcein, fuglarnir sungu og blómin hlógu, livert framan í annað. Þá hópuð- umst við saman, nokkuð margir krakkar úr þorp- inu og fórum inn mcð hálsunum hlægjandi, tal- andi og syngjandi. Það lá vcl á okkur ötlum. Við ætluðum að tína krækiber og jafnvel bláber líka. Sum voru með lilla lcassa, önnur með alls konar bauka eða glös og flöskur. Þar að auki var auð- vitað eitt ílát, sem allir höfðu, en það var maginn. En í hann ællaði enginn að tína fyrr en síðast. Þegar við komum þangað, sem berin spruttu, fórum við að tína þau, hvert í kapp við annað. Við kepptumst við að finna þær þúfur, sem mest var á af berjunum. Stundum var lyngið aðeins litil torfa, en stundum stórir flákar. Ef eitthvert barnið var búið að finna eina góða þúfu eða ljmgtorfu, vildi það helzt ekld, að aðrir lcæmu þangað til sin. Þess vegna samþykktum við þau lög, að sá, sem fyrstur kæmi að einhverri torfunni, hann mætti eiga bana einn, og liinir yrðu að tina annars stað- ar. — Fyrst gekk allt vel. En smám saman varð kappið meira og meira, og hver fyrir sig reyndi að taka stærri og slærri torfur til cignar, þangað til sum börnin fóru að verða út undan. Reiðin og óánægjan fóru að gera vart við sig, og allir voru hættir að hlæja, en samt liéldum við hópinn að mestu. — En þá lcom það fyrir, sem gerði daginn 71

x

Æskan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Æskan
https://timarit.is/publication/383

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.